Synti frá Eyjum til lands og á leið í Ermasundið

Þórey Vilhjálmsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir eru í sundhópnum Marglytturnar.
Þórey Vilhjálmsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir eru í sundhópnum Marglytturnar. K100 / Ísland vaknar

Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti frá Vestmannaeyjum og upp á land á rúmum fjórum klukkustundum.  Í Ísland vaknar sagði hún að þetta hafi tekið skemmri tíma en hún hélt. Á þessari sjóleið er talsverð undiralda og glímdi hún meðal annars við sjóveiki. 

Ermasundið næst á dagskrá

Marglytturnar Þórey Vilhjálmsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir eru nú að skipuleggja sund yfir Ermasundið sem oft hefur verið nefnt Mount Everest sjósundfólks þar sem þrekaraunin að komast þessa leið á sundi er talsverð.  Þær ræddu þessi mál í Ísland vaknar og má sjá og heyra viðtalið í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir