menu button

Tónlistin losar um tilfinningar

Jóhannes Gauti, eða Skauti.
Jóhannes Gauti, eða Skauti.

„Ég byrjaði í grunnskóla að fikta við að gera tónlist, búa til takta og svona, svo glamra ég eitthvað á gítar líka,“ segir Jóhannes Gauti eða Skauti spurður um bakgrunn sinn í tónlist.

„Listmannsnafnið varð til vegna þess að þegar menn segja Jóhannes Gauti hratt getur millinafnið hljómað eins og Skauti. Nánustu vinir mínir kalla mig þetta stundum og ég ákvað svo bara að nota þetta.“ Skauti sendi frá sér sitt fyrsta lag í fyrrasumar, lagið Ekki heim, sem sló rækilega í gegn og varð sannkallaður „klúbbahittari“.

Fyrsta platan komin út

Nú ári síðar sendir hann frá sér heila plötu en þar kveður við annan tón en í laginu sem kom í fyrra. Platan heitir Sáluhjálp og kom út á Spotify á dögunum. „Ég ætlaði ekkert að gefa þetta út í byrjun. Var bara að búa þetta til fyrir sjálfan mig. Það var einskonar athvarf fyrir mig þegar mér leið ekki vel að búa til tónlistina sem er á þessari plötu,“ segir Skauti sem er svo sannarlega á persónulegu nótunum í lagasmíðum sínum. „Ég notaði tónlistina sem tæki til þess að losa um tilfinningar.“

Skauti er ekki einungis að fást við að skapa tónlist, en hann er að læra til læknis, nám sem krefst mikils tíma og einbeitingar. „Mér þykir gott að vera með nógu mörg tannhjól til að snúa hverju sinni, eitt þarf ekki að útiloka annað,“ segir þessi metnaðarfulli ungi læknanemi og tónlistarmaður sem er rétt að byrja.

Horfðu og hlustaðu á viðtalið við Skauta í spilaranum hér að neðan.

Hlustaðu á plötu Skauta á Spotify.

mbl.is
Ísland vaknar

Ólafur Darri lætur gott af sér leiða

Ólafur Darri, leikari og stórstjarna er áberandi í auglýsingum um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »