Viltu leigja hænu?

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Landnámshænur eru vinsælar í útleigu. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Á heimasíðunni landnámshænan.is er boðið upp á þessa þjónustu sem verður æ vinsælli. 

5 egg í hverri viku

Samkvæmt lögum er leyfilegt að halda hænur í þéttbýli en ólöglegt er að vera með hana. Júlíus heimsótti Ísland vaknar og fræddi hlustendur um málið. Þar fór hann meðal annars yfir tilstandið sem því fylgir að vera með fiðurfénaðinn á heimilum og eins notin úr hænunum, en hver landnámshæna getur að hans sögn orpið 5 eggjum á viku.

Hægt er að heyra viðtalið við Júlíus í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina