Þrjóska meirihlutans í borgarstjórn

Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í …
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr.  Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn.

Ósáttir ættu að mótmæla

Á föstudaginn kom Eyþór Arnalds í heimsókn og ræddi við Ísland vaknar um skipulagsmál í borginni og hvatti til þess að borgarbúar mótmæltu kröftulega þegar þeir væru ósáttir við áform meirihlutans í borgarstjórn. Kom fram í máli Eyþórs að meirihlutinn þrjóskaðist við að halda í ákvarðanir sem klárlega væru rangar. Hlusta má á viðtalið hér að neðan.mbl.is