Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengju í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina.  Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti.

Greinin sem Kristín vitnaði í

Kristin hafði rekið augun í grein á Smartlandinu þar sem umræðan snérist um skrítna hluti sem gerast eftir fullnægingu. Var þar meðal annars sagt frá því að sumir fengju höfuðverk eftir fullnægingu sem gæti varað frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga.  

mbl.is