Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun.  Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa.  Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn.  Aðrar leiðir væru mun betri ef menn vilja ná vondri lykt úr fötunum.

Setja illa lyktandi föt á ofninn

Margrét, sem var í spjalli við Ísland vaknar í vikunni benti á að ein leið til að ná vondri lykt eins og svitalykt úr fötum væri að hengja þau á heitan ofn.  Hitinn hefur þau áhrif að lyktin stígur upp úr fötunum og þar af leiðandi þarf að þvo þau sjaldnar fyrir vikið.  Margrét er gangandi alfræðiorðabók í þessum efnum en heyra má áhugavert viðtal við þessa skemmtilegu konu í spiliaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist