Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp.  Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram.

Bréfdúfan flýgur oftast heim

Að sögn Ragnars snýst þjálfun bréfdúfna fyrst og fremst um að kenna þeim hvar þær eiga heima.  Ef bréfdúfu er sleppt einhvers staðar á ókunnum slóðum fljúga þær í flestum tilfellum heim til sín.  Ragnar segir að bréfdúfuþjálfun sé mjög skemmtilegt áhugamál sem krefjist mikils tíma og þolinmæði.  Heyra má áhugavert viðtal við blaðafulltrúann í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist