Er kolefnisjöfnun kjaftæði?

Kristján Gauti Karlsson blaðamaður.
Kristján Gauti Karlsson blaðamaður. K100/Jax

Orð eins og kolefnisjöfnun, flugviskubit og fleiri í þeim dúr eru í auknum mæli farin að birtast í umræðu um umhverfismál.  Vitundarvakning hefur orðið hjá fólki um losun gróðurhúsalofttegunda og að hún hafi neikvæð áhrif á umhverfi okkar og lífríki. Nýjasta útspil flugfélaga er að bjóða fólki að kolefnisjafna flugmiðann sinn með aukagreiðslu sem flugfélagið nýtir til uppbyggingar á náttúrulegu umhverfi okkar.

Er kolefnisjöfnun kjaftæði?

Ísland vaknar hefur mikið rætt þessi mál á morgnana og  síðastliðinn mánudag kom blaðamaðurinn Kristján Gauti Karlsson hjá Skessuhorni og ræddi kolefnisjöfnun og þann tvískinnung sem felst í því að greiða öðrum fyrir að jafna sitt eigið kolefnisspor. Í júní sl. skrifaði Kristján Gauti leiðara í Skessuhorn þar sem hann gerði góðlátlegt grín að kolefnisjöfnun.

mbl.is