Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Matarvefur mbl.is greindi frá því fyrr í sumar að Steinunn hefði fundið upp ýmsar lausnir til þess að sporna við bitum frá þessum mikla vágest sem gert hefur landsmönnum lífið leitt í sumar. 

Sigga Gunnars á K100 lék forvitni á að vita hvernig henni hefði gengið í baráttunni við lúsmýið og sló á þráðinn til hennar þar sem hún var að pakka tjaldvagninum niður eftir útilegu. „Við erum búin að fara í þrjár útilegur í sumar og ekki fengið eitt einasta bit,“ segir Steinunn. „Ég er búin að vera eins og herforingi með lavender spreyið og er farin að spreyja tjöld í kringum mig.“

Steinunn lætur ekki nægja að spreyja allt í lavander heldur þvær hún hún sængurfötin upp úr lavander. Að loknum þvotti straujar hún þau einnig og notar lavander spreyið með því. Róandi áhrif lavender eru fyrir löngu þekkt og verður hún vör við þau. „Sonurinn sefur bara í tíu til tólf tíma sko,“ segir Steinunn. 

Hlustaðu á húsráð Steinunnar sem hún gaf hlustendum Sumarsíðdegis með Sigga Gunnars á K100 í gær í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is