Ellý Ármanns enn næmari en áður

Ellý Ármannsdóttir
Ellý Ármannsdóttir K100/Ásgeir Páll

Símalínur K100 fóru á hvolf í morgun.  Ellý Ármanns, einn bakvarða þáttarins Ísland vaknar mætti með tarrotspilin í þáttinn og spáði fyrir hlustendum.  Hlustandi sem er að leita að fæðingarforeldrum sínum hringdi inn og Ellý sá fyrir mikilvægt verkefni hjá viðkomandi án þess að hafa fengið fyrirfram upplýsingar um málið.  Ellý segist hafa styrkst mikið í gjöf sinni að lesa í spilin og má með sanni segja að það hafi komið í ljós í þættinum, en hún steig ekki eitt einasta feilspor í spádómum sínum fyrir hlustendur.

Hefur nóg að gera

Í nógu er að snúast hjá þessari athafnakonu, en auk þess að vera pöntuð víða til að lesa í nútíð og framtíð fólks er eftirspurnin eftir málverkum hennar stöðugt að aukast.  Það hefur því sjaldan eða aldrei gengið jafnvel hjá þessari flottu konu sem hefur komið víða við í gegnum tíðina.

Áhugavert viðtal og spádóma Ellýar má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is