Hvernig færðu meiri viljastyrk?

Ingvar Jónsson markþjálfi og rithöfundur er óþreytandi að hjálpa fólki …
Ingvar Jónsson markþjálfi og rithöfundur er óþreytandi að hjálpa fólki að finna hamingjuna.

Mörgum reynist erfitt að ná tökum á sjálfum sér í verkefnum eins og að léttast, hætta áfengisneyslu og fleiru í þeim dúr.  Ingvar Jónsson er einn reyndasti markþjálfi landsins auk þess að vera rithöfundur.  „Við höfum öll tólin til að ná árangri eins og við viljum,“ segir Ingvar og útskýrði í framhaldinu hvað við þurfum að gera til að læra á tólin.

Allir geta breytt lífi sínu og ósiðum

Þáttarstjórnendum Ísland Vaknar hefur verið tíðrætt um heilsu og bætt lífskjör. Eitt af því er að venja sig af ósiðum eins og að reykja, drekka og borða súkkulaði. Ingvar Jónsson markþjálfi kom í heimsókn í Ísland vaknar í morgun og ræddi um mikilvægi þess að hafa vilja til breytinga. Fram kom að allir gætu gert breytingar á lífi sínu, mataræði og fleiri ef viljinn sé fyrir hendi og ef fólk geti séð fyrir sér betra líf þegar markmiði er náð.  

Þetta áhugaverða viðtal má nálgast hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist