Hækkum í gleðinni í sumar

Siggi Gunnars ætlar að hækka í gleðinni í sumar ásamt …
Siggi Gunnars ætlar að hækka í gleðinni í sumar ásamt starfsfólki K100.

„Slagorðið okkar í sumar er „hækkaðu í gleðinni“ og ætlum við heldur betur að standa við það,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson eða Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100. „Við breytum dagskránni aðeins í sumar, lengjum morgunþáttinn til 10, svo tekur Erna Hrönn við með bestu tónlistina og létt spjall þar á eftir fram til kl. 14,“ segir Siggi sem mun svo stýra nýjum sumarsíðdegisþætti frá kl. 14 til 18. „Áherslan verður á stutt og hnitmiðuð viðtöl, góða tónlist, skemmtun og svo ætlum við náttúrlega að vera með puttann á púlsinum á því helsta sem verður um að vera hjá þjóðinni í sumarfríinu.“

Stöðin ætlar sér einnig að vera dugleg að gleðja hlustendur með hinum ýmsu glaðningum, hvort sem það verða draumasumarfrí eða réttu græjurnar og gotterí til þess að hafa með í fríið. „Við förum með bros á vör inn í sumarið með létta sumardagskrá og hlökkum svo til að kynna flotta vetrardagskrá þegar líða tekur á sumarið,“ bætir Siggi við en K100 hefur verið í miklum vexti á síðastliðnum vetri og fagnaði einum af bestu hlustunartölum frá upphafi í síðustu viku.

mbl.is