menu button

Hækkum í gleðinni í sumar

Siggi Gunnars ætlar að hækka í gleðinni í sumar ásamt ...
Siggi Gunnars ætlar að hækka í gleðinni í sumar ásamt starfsfólki K100.

„Slagorðið okkar í sumar er „hækkaðu í gleðinni“ og ætlum við heldur betur að standa við það,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson eða Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100. „Við breytum dagskránni aðeins í sumar, lengjum morgunþáttinn til 10, svo tekur Erna Hrönn við með bestu tónlistina og létt spjall þar á eftir fram til kl. 14,“ segir Siggi sem mun svo stýra nýjum sumarsíðdegisþætti frá kl. 14 til 18. „Áherslan verður á stutt og hnitmiðuð viðtöl, góða tónlist, skemmtun og svo ætlum við náttúrlega að vera með puttann á púlsinum á því helsta sem verður um að vera hjá þjóðinni í sumarfríinu.“

Stöðin ætlar sér einnig að vera dugleg að gleðja hlustendur með hinum ýmsu glaðningum, hvort sem það verða draumasumarfrí eða réttu græjurnar og gotterí til þess að hafa með í fríið. „Við förum með bros á vör inn í sumarið með létta sumardagskrá og hlökkum svo til að kynna flotta vetrardagskrá þegar líða tekur á sumarið,“ bætir Siggi við en K100 hefur verið í miklum vexti á síðastliðnum vetri og fagnaði einum af bestu hlustunartölum frá upphafi í síðustu viku.

mbl.is
Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Bryndís Hákonardóttir, markaðsstjóri Artasan.
Ísland vaknar

Ráð fyrir kvefpestina framundan

Þegar kólna fer á haustin, eftir heitt og gott sumar, er mikilvægt að huga vel að heilsunni og byggja upp varnir gegn kvefi og flensu. Nánar »

Gamlar plötur geta verið verðmætar. Myndin var tekin úr plötubúð Lucky Records í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Fréttir

50 verðmætustu vínilplöturnar

Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar. Nánar »

Helgi Ómarsson stofnaði Facebook hópinn „Jákvæðasta grúppan á Íslandi“ en þar er hægt að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum og hrósi fyrir það sem vel er gert.
Ísland vaknar

Fékk nóg af tuði og stofnaði jákvæðasta hópinn á Facebook

„Næs kassadama í Bónus getur breytt deginum,“ segir Helgi Ómarsson sem er kominn með nóg af tuði. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Fréttir

4 ára snáði fer holu í höggi

Hver hefur ekki lent í því að spila golf og geta ekki hitt holu í höggi? Nú er komin lausn við því. Nánar »

Hulda Dögg Proppé er búin með 73 daga af 100 daga áskorun.
Ísland vaknar

Hulda Proppé: „100 hreyfidagar bæta heilsuna“

Í sumar setti Hulda Dögg Proppé sér markmið um að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi í 100 daga. Nánar »

Lana Del Rey.
Fréttir

Lana Del Rey gerir það gott

Gagnrýnendur hafa ausið lofi á nýjustu plötu bandarísku söngkonunnar Lönu Del Rey og segja hana fulla af grípandi lagasmíðum með samfélagslegri ádeilu. Nánar »

Ísland vaknar

Jón Axel hnykktur í beinni

„Ég fæ alltaf reglulega bakverk og fór einu sinni til kírópraktors til að komast að því hvort hægt væri að hnykkja þessu í lag,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Nánar »