Samlokur fyrir örvhenta

Magnús Reyr er stoltur af samlokum fyrir örvhenta
Magnús Reyr er stoltur af samlokum fyrir örvhenta K100/Ásgeir Páll

Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta.  Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra.

Tvær bragðtegundir í boði

Magnús Reyr talsmaður Jömm segir að fyrirtækið, sem rekur meðal annars veitingastað í Kringlunni sérhæfi sig í vegan-mat og samlokurnar séu algerlega vegan.  Hægt er að fá samlokurnar í tveim bragðtegundum, Hangi-Oumph og Roast-Oumph.  Sjón er sögu ríkari en hér að neðan geta forvitnir séð viðtalið við Magnús sem heimsótti Ísland vaknar í vikunni.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist