Jesús er kominn á netið

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar K100/skjáskot
Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira.  Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil.

Giftingar og skírnir á netinu

Aðspurð hvort hægt verði að skíra og gifta sig á síðunni sögðu þau að eftirspurn væri klárlega eftir slíku og það væru klárlega til talsmenn þess að boðið yrði upp á slíkt.  Slík þjónusta er hinsvegar ekki í boði enn sem komið en gæti bæst við síðar. Netkirkja.is mun veita þeim tækifæri sem ekki geta mætt í hefðbundnar kirkjur, t.d. af heilsufarsástæðum, að eiga gott spjall við Drottinn með beinum hætti. Viðtalið við Fritz og Díönu er athyglisvert og má finna hér að neðan.
 
mbl.is