Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar. k100/JAX

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar.  Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt.Þessi ástsæli veitingamaður, er sennilega einn þekktasti og reyndasti grillaði landsins. Hann kom í Ísland Vaknar á þriðjudaginn og ræddi hvað sé mikilvægt til að vel takist til við eldun á góðum mat.

Mikilvægt að þrífa grillið vel

Óskar lagði mikla áherslu á að grillið væri þrifið vel og væri ávallt hreint þegar matur er lagður á teinana. Hann notar alltaf kolagrill og segir að maturinn bragðist betur þannig. Lykilatriðið er að sögn Óskars að nota viðarkol og að grillið sé vel heitt

Í góða veðrinu er ekkert betra en góð steik á grillið. Smelltu á myndbandið sem fylgir fréttinni og láttu Óskar kenna þér réttu handtökin.

mbl.is