menu button

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn

„Citrus Cocktail Co.“ sem Jónas Heiðarr er í forsvari fyrir býður upp á þá þjónustu að mæta með allt hráefni í mismunandi kokkteila og blanda kokkteilana á staðnum fyrir þyrsta gesti í veislum af ýmsum toga. Hann heimsótti Ísland vaknar í vikunni og sagði frá vinsældum þjónustunnar.


Mikill undirbúningur

Margir velja orðið að kaupa þessa þjónustu í staðinn fyrir að bjóða upp á pylsubíl, matarvagn eða annað en hann bendir á að þjónustan kosti sitt. Undirbúningur barþjónanna er mikill, sérstaklega þegar gestirnir í veislunni eru margir. Jónas þarf oft að vakna klukkan 8 á morgnana til að byrja undirbúning fyrir brúðkaup með því að kreista fram safa fyrir kokkteilana, búa til sírópið, útvega ferska ávexti, svo eitthvað sé nefnt. Svo þarf auðvitað að fara með öll herlegheitin í veisluna og blanda kokkteilinn á staðnum. 

Basil Gimlet 

Jónas segir að hann hafi ekki farið í sértækt nám til að læra að vera kokkteilbarþjónn heldur sé hann sjálfmenntaður. Í fjölskylduboðum, þegar Jónas er spurður við hvað hann starfi, veki titillinn kokkteilbarþjónn mun meiri eftirtekt heldur en að segjast bara vera barþjónn. Nýjar uppskriftir að kokkteilum skjóta oft upp kollinum og sumir þeirra ná fótfestu. Þeir klassísku halda aftur á móti vinsældum sínum. Basil Gimlet er einn þeirra en þar er á ferðinni grænn drykkur sem mörgum þykir girnilegur. Þessi kokkteill er grænn að lit, borinn fram í fallegu glasi og standa basilíkulauf upp úr drykknum. Kristín Sif, einn þáttastjórnenda Ísland vaknar sagði í þættinum að þetta væri hennar nýi uppáhaldskokkteill þó að hún hefði aldrei smakkað hann. Það er því ljóst að stór hluti upplifunarinnar af því að drekka vandaðan kokkteil felst í útliti hans. Hráefnið í Basil er gin, ferskur lime-safi, sykursíróp og fersk basilíkulauf. Þetta er allt sett saman í réttum hlutföllum í blandara og hrist vel.

Koktailabarþjónn að störfum í veislu
Koktailabarþjónn að störfum í veislu


Koktailabarir hafa skotið upp kollinum

Ástæður fyrir því að kokkteilarnir virðast vera að ná fyrri hæðum í vinsældum má að einhverju leyti rekja til þess að á Slippbarnum var fyrsti íslenski kokkteilbarinn opnaður, en fjölmargir áhugamenn um góða kokkteila leggja leið sína þangað til að kynna sér nýjar tegundir. Jónas vakti athygli á því að Slippbarinn hefði í upphafi gefið sig út fyrir að bjóða ekki upp á drykkinn Mojito enda var hann í boði á nánast öllum öldurhúsum borgarinnar og naut gríðarlegra vinsælda. Jónas segir að gæði kokkteila liggi að miklu leyti í hráefnunum. Áðurnefndur Slippbar auglýsti til að mynda að þeir byðu upp á ferskt hráefni sem Jónas segir að skipti gríðarlega miklu máli fyrir viðskiptavini sem vilji vandaða og góða vöru.

Gimlet Basil koktaillinn er klassískur
Gimlet Basil koktaillinn er klassískurKoktailbarþjónar eru sumir sirkuslistamenn 

Margir kokkteilbarþjónar sýna listir sem minna á sirkusatriði þegar þeir blanda kokkteila. Þannig henda menn flöskum upp í loft, láta þær snúast í heilan hring áður en kokkteillinn er blandaður og sumir kasta þeim aftur fyrir sig og yfir höfuð eins og heimsbyggðin sá til dæmis í vinsælu kvikmyndinni Cocktail með Tom Cruise í aðalhutverki á níunda áratug síðustu aldar. Jónas segir að hann ástundi þessar listir ekki mikið en þó séu margir kokkteilbarþjónar á Íslandi býsna flinkir í þessu. Stælar af þessu tagi hafa hins vegar alls ekkert úrslitavald um gæði kokkteilbarþjónsins. Þeir sem ekki drekka áfengi og þeir sem vilja ekki verða ölvaðir þurfa ekki að upplifa sig útundan. Lítt áfengir og jafnvel áfengislausir kokkteilar verða stöðugt vinsælli að sögn Jónasar og eru fjölmargar uppskriftir til að slíkum sem náð hafa miklum vinsældum. Þannig geta menn nú drukkið kokkteila án þess að þurfa að hafa áhyggjur af timburmönnum daginn eftir. islandvaknar@k100.is

mbl.is
Dofri Hermannsson leikari
Fréttir

Mikil þörf fyrir Karlaathvarf

Það er þörf fyrir því að stofna karlaathvarf hér á landi. Dofri Hermannsson leikari heimsótti Ísland vaknar og ræddi þessi mál. Hann segir að konur séu jafnoft gerendur og karlar þegar heimilisofbeldi er annars vegar samkvæmt rannsókn sem gerð var þar að lútandi árið 2013. Nánar »

Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Magnús Reyr er stoltur af samlokum fyrir örvhenta
Ísland vaknar

Samlokur fyrir örvhenta

Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist