Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!

Meðlimir Hatara greindu frá því á fyrsta blaðamannafundinum þeirra í Tel Aviv að einn af áhrifavöldum þeirra í tónlist væri stúlknasveitin Spice Girls. Við á K100 gripum það að sjáfsögðu á lofti og læstum framleiðandi stöðvarinnar, Eyþór Úlfar Þórisson, inn í stúdíói og hófst hann handa við að kokka upp nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“. Útkoman er vægast sagt stórkostleg en honum tókst að skeyta Hatrinu saman við hinn ódauðlega Spice Girls smell „Wannabe“.

Þú getur hlustað á þessa nýju útgáfu í spilarnum hér að neðan. Hún er reyndar töluvert styttri en lagið sjálft sem upprunalega er í hinni sígildu 3 mínútna Eurovision lengd. Nýja útgáfan er aðeins 46 sekúndur en það ætti ekki að skemma fyrir því það er bara hægt að spila hana aftur og aftur.

Þetta er svo sannarlega tilvalin upphitun fyrir keppnina annað kvöld þar sem við vonum auðvitað að Hatrið muni sigra! Ef ekki gæti það verið góð hugmynd að Hatari taki þátt í tónleikaferðalagi Spice Girls sem hefst í sumar. 

Hatari ft. Spice Girls - Hatrið mun sigra

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist