menu button

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.

Þá stendur seinni undanriðill Eurovision fyrir dyrum í kvöld. Við hugsum með hlýju í huga til þriðjudagskvöldsins þar sem okkar fólk flaug áfram í aðalkeppnina á laugardaginn. Gæði, eða öllu heldur skortur á gæðum, keppninnar á þriðjudaginn voru mikið í umræðunni en það er óhætt að segja að gæði keppninnar í kvöld séu töluvert meiri. Samkeppnin um sæti í keppninni á laugardagskvöld verður því hörð.


Holland: Duncan Laurence – Arcade
Duncan sló fyrst í gegn söngvarakeppninni The Voice sem einmitt á uppruna sinn að rekja til Hollands en hefur síðar slegið í gegn um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. Þetta lag hefur verið efst í veðbönkum síðan það var kynnt og skilja margir sérfróðir um Eurovision ekkert í því. Lagið er frábært útvarpslag en margir efast um að látlaus sviðssetningin eigi eftir að skila því sigrinum. Æfingar fyrir atriðið hafa gengið misvel og hafa tæknilegir örðuleikar verið að hrjá hollenska atriðið. Það er þó alla vegana klárlega að fara áfram, og hvert veit, kannski ber það sigur úr býtum.

Svíþjóð: John Lundvik - Too Late For Love
John Lundvik sigraði sænsku Melodifestivalen mjög örugglega. Hann fékk fullt hús stiga frá alþjóðlegri dómnefnd sem kom að sænsku forkeppninni og sömuleiðis frá sænskum almenningi. Lagið er mjög grípandi popplag undir sterkum gospel-áhrifum. John er næstur á eftir Hollendingnum sem mögulegur sigurvegari og telur undirritaður miklar líkur á sænskum sigri þetta árið enda má sjá á æfingum að John mætir sem fæddur sigurvegari á sviðið. Hann er fæddur í Bretlandi en alinn upp í Svíþjóð og samdi hann einnig breska framlagið í ár. Hann var spretthlaupari og nokkuð góður í þeirri íþrótt. Hann hefur samið og gefið út tónlist í Svíþjóð undanfarin ár með góðum árangri.

Rússland: Sergey Lazarev – Scream
Sergey var hársbreidd frá því að taka gullið í keppninni 2017 en hann fékk ekki næg atkvæði frá dómnefndum til þess að klára dæmið. Nú er hann mættur aftur og ætlar sér sko að sigra. Undirrituðum þykir lítið til lagsins koma en það verður hins vegar ekkert til sparað í sviðssetningu frekar en fyrri daginn þegar Rússland á í hlut. Sergey mun nýta sér nýja speglatækni sem gerir það að verkum að hann mun margfaldast á sviðinu. Hvort það sjónarspil nægi til þess að hann sigri verður að koma í ljós en hann mun alla vegana fljúga upp úr undankeppninni.

Aserbæídsjan: Chingiz – Shut up
Chingiz kom eins og svo margir aðrir þátttakendur í Eurovision inn í tónlistarbransann í gegnum söngvarakeppni, Idol í hans tilfelli. Höfundur þessa frambærilega lags Asera er sá sami og samdi frábært lag Austurríkis í fyrra, Nobody but you með Cesar Sampson. Það lag náði frábærum árangri, sérstaklega hjá dómefndum, og má segja að menn hafi vanmetið Austurríki í fyrra sem endaði í 3. sæti. En það er ekkert vanmat í ár og er Chingiz spáð ofarlega á laugardaginn og að hann muni fljúga áfram upp úr undakeppninni.

Sviss: Luca Hänni - She Got Me
Þú gískaðir rétt. Luca Hänni sló fyrst í gegn í Idol-keppni, meira að segja í þýskalandi, ekki Sviss! Lagið sem hann mætir með til leiks er seiðandi latino-slagari sem á eftir að gera allt vitlaust við helstu sundlaugarbakka Evrópu í sumar. Hann er frábær dansari en aðeins síðri söngvari sem gæti hægt aðeins á framgöngu hans í keppninni. Lagið mun fljúga áfram og fara langt á laugardaginn. Það gæti sigrað, bara ef hann væri aðeins öruggari í söngnum. 

Malta: Michela - Chameleon
Fyrir utan það að vera eyríki með undir 500.000 íbúa á Malta það sameiginlegt með okkur að ELSKA Eurovision og þrá ekkert heitar en að bera sigur úr býtum í þessari ágætu keppni. Þau mæta til leiks í ár með lag sem samið er af alþjóðlegu höfundateymi og tekst þeim nokkuð vel til. Michaela minnir dálítið á poppstjörnuna Dua Lipa og lagið sömuleiðis á eitthvað sem hún gæti hafa gefið út. Það hjálpar henni eflaust bara í kvöld. 

Noregur: Keiino – Spirit in the sky
Frændur okkar Norðmenn mæta með stórfurðulegt lag til keppni í ár. Þarna er á ferðinni eins konar 90‘s power dance-lag með samískum áhrifum og útkoman er stórfengleg. Ekta Eurovision! Við höldum að sjálfsögðu með Noregi og viljum fá þetta furðulega lag áfram í úrslitin á laugardag en þessi hljómsveit Keiino var sérstaklega sett saman til þátttöku í Eurovision.

Danmörk: Leonora - Love Is Forever
Margir telja þetta vanmetnasta lagið í keppninni í ár. Hér er um að ræða krúttlegt popplag sem sungið er á einum fimm tungumálum. Höfundur lagsins hefur samið ótal Eurovision-lög fyrir Dani, t.d. Only Teardrops sem sigraði árið 2013. Leonora skilar laginu vel frá sér á sviðinu og mun það að öllum líkindum fleyta henni áfram og jafnvel lengra en það.

Eins og sést á þessari upptalningu er þessi keppni mun sterkari en sú sem við tókum þátt í á þriðjudaginn. Samkeppnin verður því mikil í kvöld og það verður klárlega hin besta skemmtun að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið og njóta þess sem boðið verður upp á þrátt fyrir að við séum ekki með í kvöld. Fín upphitun fyrir stóru stundina á laugardaginn.

Það er ekki hægt að enda þessa yfirreið yfir lög kvöldsins án þess að tína til alla vegana eitt skrýtið lag. Króatía fær þann vafasama heiður en það er hann Roko sem keppir fyrir þeirra hönd með lagið The Dream. Roko syngur þetta mjög svo dramatíska lag með englavængi á bakinu. Þarf eitthvað að útskýra það betur afhverju þetta er skrýtna lag kvöldsins?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dofri Hermannsson leikari
Fréttir

Mikil þörf fyrir Karlaathvarf

Það er þörf fyrir því að stofna karlaathvarf hér á landi. Dofri Hermannsson leikari heimsótti Ísland vaknar og ræddi þessi mál. Hann segir að konur séu jafnoft gerendur og karlar þegar heimilisofbeldi er annars vegar samkvæmt rannsókn sem gerð var þar að lútandi árið 2013. Nánar »

Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Magnús Reyr er stoltur af samlokum fyrir örvhenta
Ísland vaknar

Samlokur fyrir örvhenta

Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »