menu button

BDSM skyndilega á allra vörum

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt ...
Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum mbl.is/Eggert

Þátttaka andkapítalísku BDSM-hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Segja má að með þátttöku Hatara hafi ákveðið BDSM-æði gripið um sig á landinu og þykir það ekki tiltökumál að klæða sig í fatnað tengdan BDSM eða skreyta vörumerki og vörur í þessum stíl. En hvað ætli þeim sem stunda BDSM eða skilgreina sig BDSM-hneigða finnist um alla þessa athygli?

Sælgætisgerðin Freyja eru meðal þeirra sem hafa verið með BDSM ...
Sælgætisgerðin Freyja eru meðal þeirra sem hafa verið með BDSM þema í vikunni.

„Við stöndum eiginlega gapandi og nuddum augum,“ segir Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM á Íslandi, um þá miklu athygli sem BDSM hefur fengið í tengslum við þátttöku Hatara í Eurovision. „Það er frábært að sjá að það sé verið að setja okkur í nýtt samhengi. Eitthvað svona jákvætt, eitthvað skemmtilegt. Tengja okkur við eitthvað annað en lélega vonda karla í bíómyndum. Ég held bara að íslenska þjóðin og bara vonandi öll Evrópa sé í einhverskonar afnæmingu fyrir þessum neikvæðum tengslum sem hafa verið viðloðandi BDSM.“ Mörg fyrirtæki hafa undanfarið birt myndir af vörumerkjum og vörum sínum í BDSM-fatnaði og meir að segja lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt með því að klæða lögregluþjóna í slíkan fatnað.

Margrét segir að allt auki þetta sýnileika BDSM og hjálpi til við að normalísera umræðuna. „Það er gríðarlega mikilvægt að fólk sé óhrætt að hugsa um BDSM, að ég tali nú ekki um að það leyfi sér að tala um BDSM án þess að fá eitthvert sjokk. Þetta er bara partur af mannlegum fjölbreytileika og ekkert sem skilgreinir mann frá a til ö, þetta er bara einhver persónulegur hluti af manni sem er mikilvægur fyrir mann en litar ekki allt lífið. Ef maður fréttir af því að Lára frænka hafi verið að skrá sig á einhverja BDSM-síðu þá á það ekki að vera eitthvert stórmál og breyta samskiptunum við téða frænku,“ segir Margrét og bætir við að líkja megi þessu sem Hatari er að gera núna við það þegar Dana International kom og setti transfólk á kortið með sigri í Eurovision 1998. „Við allavegana vonum að þegar rykið sest og Eurovision er búið að það sem standi eftir sé það að við séum til og að við séum ekki eitthvað klikkuð.“

Bónus eru meðal þeirra sem hafa verið með BDSM þema ...
Bónus eru meðal þeirra sem hafa verið með BDSM þema í vikunni.

Margrét er sömuleiðis ánægð með hvernig Hatari hefur komið fram. Margir listamenn hafa í gegnum tíðina komið fram með einhverjar tengingar í BDSM, t.d. Rammstein, en það má segja að þetta sé í fyrsta skipti sem hljómsveit með jafn breiðan og stóran áheyrendahóp komi fram sem BDSM-listamenn. „Þau eru ekki bara að taka eina og eina táknmynd frá okkur upp úr kassanum og skreyta sig með henni heldur tala þau opinskátt um BDSM og að þau séu BDSM-hljómsveit.“

Margrét hefur gaman af Eurovision og horfir alltaf á keppnina en hún segir að keppnin hafi óneitanlega djúpstæðari merkingu í ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart að við ynnum þetta í ár,“ bætir hún við að lokum jákvæð í bragði.

Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM á Íslandi.
Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM á Íslandi.

Hlustaðu á allt viðtalið við Margréti í spilarnum hér að neðan.

mbl.is
Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist