menu button

Þetta eru aðallögin í kvöld

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að fyrra undankvöld Eurovision er í kvöld þar sem okkar fólk í Hatara mun koma fram en þau verða verða númer 13 í röðinni af 17. Það verða svo 10 lög sem komast áfram í lokakeppninni á laugardaginn og er sá einstaklingur vandfundinn sem spáir Íslandi ekki öruggu sæti í henni. Af tveimur undanriðlum er þessi fyrri síðri og verður samkeppnin á fimmtudaginn um laust sæti án efa harðari. 

Til þess að allir geti farið sæmilega vel undirbúnir inn í kvöldið skulum við fara stuttlega yfir nokkur lög sem skipta máli í kvöld og flestir telja að muni veita okkar fólki í Hatara samkeppni um sæti í lokakeppninni.

Grikkland: Katerine Duska - Better love
Við stöldrum fyrst við í Grikklandi. Fulltrúi Grikkja í ár er ansi frambærileg söngkona, Katarina Duska, sem er af kanadísku og grísku bergi brotin. Hún er fæddist í Montreal árið 1989 en býr nú í Aþenu. Hún mætir með ansi nútímalegt og rólegt popplag undir breskum poppáhrifum enda lagahöfundurinn sem gerði það með henni skoskur. Lagið er mjög auðmelt og hljómar eins og eitthvað sem gæti verið vinsælt í útvarpinu um þessar mundir. Katarina verður með ballettdansara á sviðinu með sér sem verður bleiktóna. Veðbankar eru sammála um að lagið fljúgi áfram upp úr undankeppninni í kvöld.

Kýpur: Tamta - Replay
Næstir eru frændur Grikkja frá Kýpur. Kýpverjum gekk einstaklega vel en hún Eleni lenti í öðru sæti með lagið Fuego sem sló svo í gegn á útvarpsstöðvum víða um Evrópu í kjölfarið, m.a. á K100. Það má segja að þeir ætli að veðja á endurtekið efni í keppninni í ár en í stað Eleni er grísk-georgíska söngkonan Tamata mætt með suðrænan sumar- og sólskinsslagara sem svipar mjög til lagsins í fyrra. Til þess að toppa þetta heitir lagið Replay! Söngur Tamta hefur ekki heillað þá sem hlýtt hafa á æfingar í Tel Aviv en sviðssetningin verður flott og telja flestir að það muni skila henni öruggri í úrslitin.

Ungverjaland: Joci Pápai - Az én apám
Hann Joci komst alla leið í 8. sætið í Eurovision 2017 með mjög heillandi lagi sem heitir Origo (við gáfum því 2 stig í símakosningunni!). Hann er mættur aftur til leiks í ár og ætlar að freista þess að bæta árangurinn frá því 2017. Vandamálið er bara að lagið sem hann mætir með til leiks í ár er mun lakara en Origo. Þetta lag er í mjög þjóðlegum stíl og fjallar um minningar Joci frá því að hann var barn en lagið heitir „Az én apám„ eða „Faðir minn“.

Tékkland: Lake Malawi - Friend Of A Friend
Tékkar mæta til leiks með ansi hressandi hljómsveit sem starfað hefur síðan 2013, Lake Malawi. Liðsmenn hljómsveitarinnar eiga það sameiginlegt að vera nokkuð myndarlegir og hressir. Það má segja að spilagleðin skíni af þeim á sviðinu. Hljómsveitin minnir eilítið á bandarísku sveitina Walk The Moon sem gerði lagið Shut Up and Dance vinsælt fyrir nokkrum árum. Sannkallað gleðipopp þarna á ferðinni sem grípur mann auðveldlega. Litríkt sviðið og lifandi sviðsframkoma ásamt frambærilegu lagi mun koma þessum strákum í úrslitin á laugardaginn.

Belgía: Eliot - Wake Up
Það er frönskumælandi ríkisútvarp Belga sem sér um atriði þeirra í ár. Þeim hefur tekist einstaklega vel upp síðustu ár að koma með flott atriði í keppnina sem öll eiga það sameiginlegt að skarta ungum, töff týpum, sem vakið hafa athygli. Árið 2015 sendu þeir hinn 19 ára Loic Nottet til leiks með lagið Rythm Inside sem vakti gríðarlega athygli og aðdáun sem skilaði honum fjórða sætinu. Árið 2017 sendu þeir svo hina 16 ára Blanche með lagið City Lights sem sömuleiðis vakti mikla athygli og skilaði þeim einnig fjórða sætinu. City Lights varð mjög vinsælt hér á landi eftir keppnina. Enn og aftur veðja hinir frönskumælandi Belgar á unga og töff týpu, nú er það hinn 18 ára gamli Eliot sem flytur lagið Wake Up. Með Eliot er á ferðinni sami lagahöfundur og færði okkur City Lights. Fagmannleg framkoma og gott lag Belga mun klárlega koma þeim áfram í kvöld.

Eistland: Victor Crone - Storm
Eistar senda sænskan söngvara til leiks í ár, Victor Crone, sem hefur reynt hefur að komast í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar án árangurs en hefur fundið sér leið í keppnina í gegnum Eistland. Lagið sem Victor mætir með til leiks er pottþétt popplag undir sterkum sænskum áhrifum frá listamönnum á borð við Avicii. Lagið hefur einmitt notið mikilla vinsælda í sænsku útvarpi. Sviðsframkoman á æfingum hefur ekki verið neitt sérstök og gæti það staðið í vegi fyrir því að þetta fína popplag fari áfram. 

 

Ástralía: Kate Miller-Heidke - Zero Gravity
Ástralir hafa, síðan þeir fengu þátttökurétt í keppninni árið 2015, sent frekar hefðbundin popplög til leiks. En í ár verður heldur betur breyting á því. Það er eins og þeir hafi hugsað, nú verðum við að prófa að fara „all in“ í Eurovision-flippinu. Lagið Zero Gravity er einhvers konar dans/óperulag sem er einstaklega furðulegt. Sviðsfrakoman verður líka nokkuð furðuleg en engu að síður glæsileg og mun það skila laginu upp úr undanriðlinum og jafnvel langt í aðalkeppninni. Orðið á götunni er að þetta lag sé það sem helst getur veitt okkur samkeppni um sigur í keppni kvöldsins. Það vill líka svo óheppilega til að þetta atriði er næst á undan okkur í kvöld, eða númer 12.

Skrýtnu lögin

Eurovision væri ekkert án skrýtnu laganna. Fyrir utan framlag Ástrala í ár er skrýtnasta lag keppninnar er án efa framlag Portúgal en margir eiga hreinlega erfitt með að greina að þar sé tónlist á ferðinni. Það er Conan Osíris sem keppir fyrir hönd Portúgal í ár með lagið Telemovés og það verður að segjast að lagið og sviðssetningin er mjög svo einkennileg. En Eurovision væri klárlega fátækari ef við fengjum ekki svona lög í keppnina. 

Svo má ekki gleyma hinum eina sanna Serhat sem er tyrkneskur en tekur þátt í keppninni fyrir hönd San Marino. Það er mikið gleðiefni að smáríki eins og San Marino takið þátt í keppninni ár eftir ár þrátt fyrir árangurinn láti á sér standa. Þetta er í annað skipti sem hann Sehrat tekur þátt fyrir hönd San Marino en hann mætir til leiks með diskóslagarann Say Na Na Na. Lagið er eins konar sakbitin sæla, maður elskar það en hatar að elska það. Það verður þó að teljast harla ólíklegt að Serhat komist áfram í kvöld, en allt getur svo sem gerst! Hann mun loka keppninni í kvöld og það gæti unnið með honum. 

Eins taka frændur okkar Finnar þátt í kvöld en það er Darude sem er eflaust flestum Íslendingum að góðu kunnur fyrir lagið Sandstorm sem semur lag Finna í ár. Fæstir spá þeim hins vegar áfram í kvöld. Eins er talið að framlög Sloveníu og Serbíu geti blandað sér í baráttuna í kvöld, hér er hægt að kynna sér hvaða lönd taka þátt í kvöld og hverju veðbankar spá fyrir um gengi þeirra. 

Góða skemmtun í kvöld. Megi hatrið sigra! Áfram Ísland! 
 

mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og Rakel Sveinsdóttir formaður FKA mættu á K100 til að ræða fréttir liðinnar viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fréttir vikunnar með Simma og Rakel

Athafnafólkið og fyrrum fjölmiðlastarfsmennirnir Rakel Sveinsdóttir og Sigmar Vilhjálmsson kíktu í föstudagskaffi í síðdegisþætti K100. Nánar »