menu button

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

„Þegar ég fór á þessa mynd í bíó með konunni minni varð ég algerlega hugfanginn af tónlistinni í myndinni og sagði við hana á leiðinni út að mig langaði ótrúlega að gera tónleika með þessari tónlist,“ sagði Svenni Þór í samtali við Sigga Gunnars á K100. „Í kjölfarið á því heyri ég í Hauki á Græna hattinum á Akureyri og spurði hvort það væri eitthvað laust fyrir svona tónleika en því miður var allt uppbókað. Hann sagðist þó ætla að setja mig á lista ef eitthvað myndi losna.“ Það gerðist og fékk Svenni símtal frá Hauki um mánuði síðar. „Hann sagðist eiga laust pláss eftir þrjár vikur og spurði hvort ég væri klár með tónleikana. Ég laug aðeins og sagði bara já, þrátt fyrir að ekkert væri klárt,“ segir Svenni hlæjandi en það kom ekki að sök því allir þeir sem hann vildi fá með í verkefnið voru lausir og tilbúnir til þess að taka þátt í því, þeirra á meðal söngkonan Stefanía Svavarsdóttir.

Átta klukkutíma ferð í óveðri með ungbarn

Það var ákveðið að halda norður í land með allt stóðið en svo óheppilega vildi til að óveður skall á, á tónleikadeginum. „Ég var nýbúin að eignast barn og var búin að ákveða að taka mér frí frá því að koma fram nema að ég fengi tilboð sem ég gæti ekki hafnað og þá hringdi Svenni með þetta spennandi verkefni,“ segir Stefanía Svavars sem fetar í fótsport Lady Gaga á tónleikunum. „Það tók mig átta tíma þennan dag að komast til Akureyrar. Ég tók þriggja mánaða gamalt barnið mitt með og honum fannst það vægast ekki skemmtilegt,“ segir Stefanía hlæjandi og bætir við að þetta sé hennar fyrsta barn og að þetta hafi verið mikilvæg lexía fyrir hana sem móður. „Það var tvísýnt um stund hvort við þyrftum að aflýsa tónleikunum en sem betur fer gerðist það ekki og við komum fram fyrir fullum kofa á Akureyri,“ bætir hún við.

Nú stendur svo til að halda tónleikana aftur í miðborg Reykjavíkur en þau munu koma fram í Gamla bíói annað kvöld klukkan 22. Á efnisskrá tónleikanna eru öll lögin úr myndinni og koma þau tvö fram ásamt hljómsveit sem skipuð er þeim Benedikt Brynjólfssyni, Inga Birni Ingasyni, Pétri Valgarði Péturssyni og Helga Reyni Jónssyni. Svo ætla þau að freista þess að halda aftur norður í land í júní og vonandi fara veðurguðirnir mildari höndum um þau þá.

Sjáðu viðtalið við Svenna og Stefaníu Svavars í spilaranum hér að neðan. Undir lok myndbandsins getur þú séð glæsilegan flutning þeirr á laginu „Shallow“.

 

mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og Rakel Sveinsdóttir formaður FKA mættu á K100 til að ræða fréttir liðinnar viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fréttir vikunnar með Simma og Rakel

Athafnafólkið og fyrrum fjölmiðlastarfsmennirnir Rakel Sveinsdóttir og Sigmar Vilhjálmsson kíktu í föstudagskaffi í síðdegisþætti K100. Nánar »