menu button

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

„Þegar ég fór á þessa mynd í bíó með konunni minni varð ég algerlega hugfanginn af tónlistinni í myndinni og sagði við hana á leiðinni út að mig langaði ótrúlega að gera tónleika með þessari tónlist,“ sagði Svenni Þór í samtali við Sigga Gunnars á K100. „Í kjölfarið á því heyri ég í Hauki á Græna hattinum á Akureyri og spurði hvort það væri eitthvað laust fyrir svona tónleika en því miður var allt uppbókað. Hann sagðist þó ætla að setja mig á lista ef eitthvað myndi losna.“ Það gerðist og fékk Svenni símtal frá Hauki um mánuði síðar. „Hann sagðist eiga laust pláss eftir þrjár vikur og spurði hvort ég væri klár með tónleikana. Ég laug aðeins og sagði bara já, þrátt fyrir að ekkert væri klárt,“ segir Svenni hlæjandi en það kom ekki að sök því allir þeir sem hann vildi fá með í verkefnið voru lausir og tilbúnir til þess að taka þátt í því, þeirra á meðal söngkonan Stefanía Svavarsdóttir.

Átta klukkutíma ferð í óveðri með ungbarn

Það var ákveðið að halda norður í land með allt stóðið en svo óheppilega vildi til að óveður skall á, á tónleikadeginum. „Ég var nýbúin að eignast barn og var búin að ákveða að taka mér frí frá því að koma fram nema að ég fengi tilboð sem ég gæti ekki hafnað og þá hringdi Svenni með þetta spennandi verkefni,“ segir Stefanía Svavars sem fetar í fótsport Lady Gaga á tónleikunum. „Það tók mig átta tíma þennan dag að komast til Akureyrar. Ég tók þriggja mánaða gamalt barnið mitt með og honum fannst það vægast ekki skemmtilegt,“ segir Stefanía hlæjandi og bætir við að þetta sé hennar fyrsta barn og að þetta hafi verið mikilvæg lexía fyrir hana sem móður. „Það var tvísýnt um stund hvort við þyrftum að aflýsa tónleikunum en sem betur fer gerðist það ekki og við komum fram fyrir fullum kofa á Akureyri,“ bætir hún við.

Nú stendur svo til að halda tónleikana aftur í miðborg Reykjavíkur en þau munu koma fram í Gamla bíói annað kvöld klukkan 22. Á efnisskrá tónleikanna eru öll lögin úr myndinni og koma þau tvö fram ásamt hljómsveit sem skipuð er þeim Benedikt Brynjólfssyni, Inga Birni Ingasyni, Pétri Valgarði Péturssyni og Helga Reyni Jónssyni. Svo ætla þau að freista þess að halda aftur norður í land í júní og vonandi fara veðurguðirnir mildari höndum um þau þá.

Sjáðu viðtalið við Svenna og Stefaníu Svavars í spilaranum hér að neðan. Undir lok myndbandsins getur þú séð glæsilegan flutning þeirr á laginu „Shallow“.

 

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Ásgeir kom með einn góðan í morgunsárið (15.7.2019) — 00:00:59
1507 Klæddi sig í múffu (15.7.2019) — 00:01:22
Hver er kynþollafyllsti aldurinn (15.7.2019) — 00:02:42
Landnámshænur til leigu (15.7.2019) — 00:08:06