Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Í skemmtilegu spjalli við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 sagði hún frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður.
Tilraunastarfsemi Sirrýjar hófst við lestur bókarinnar Happyness project eftir Gretchen Rubyn. Verkefnavinnan samhliða bókinni var á þá leið að taka eitt og annað fyrir, til að sjá hvort hún yrði hamingjusamari fyrir vikið. Samhliða því var hún að skrifa eigin bók „Þegar kona brotnar - leiðin út í lífið á ný“. Bókina gefur hún út í samstarfi við VIRK og þar er rætt við margar ólíkar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa tekist á við kulnun, eða klesst á vegg. Í bókinni segja þær frá leiðinni út í lífið og vinnumarkaðinn á ný. Jafnframt virtist rauður þráður í upplifun þeirra af samfélagsmiðlum segir Sirrý í viðtalinu. Allar töluðu þær um neikvæðan samanburð við notkun samfélagsmiðla og því hafi hún ákveðið að prófa sjálf að sleppa notkun Facebook.
Viðtalið og niðurstöðu Sirrýjar má hlusta á í viðtalinu hér að neðan.
Hvað er hvítt og felur sig bakvið stein? (13.12.2019) — 00:01:15 | |
Eyðum meiri tíma í forleik á aðventunni - Kristín verðandi kynlífsmarkþjálfi (13.12.2019) — 00:10:19 | |
Stúfur hættir að vera jólasveinn (13.12.2019) — 00:08:06 | |
Ásgeir brennir sig á Elínu (13.12.2019) — 00:01:14 |