menu button

Draumavinnuferðir

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað ...
Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,” segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Við fengum leyfi til að birta nokkrar myndir með viðtalinu við Jóhann Gísli Jóhannsson, sölu- og markaðsstjóra, sem sagði í viðtali hjá Loga og Huldu í síðdegisþætti K100 að þessi tegund ferðamáta sé í miklum vexti. 

Sjö til tíu milljóna króna ferðir

Á næsta ári er áætlað að fara í um 20 ferðir með viðskiptavini á vegum Loftleiða og samstarfsaðila. Farþega sem eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir lúxusþjónustu í háloftunum. Ferðamátinn er þægilegur enda eru vélarnar innréttaðar með fyrsta klassa sætum, sem hægt er að halla í 180° og þannig hægt að leggjast út af. Þjónustan um borð er fyrsta flokks og hráefnið fyrsta flokks og greitt samkvæmt því, en hver ferð kostar á bilinu sjö til tólf milljónir króna.

Mikil aukning í lúxusferðalögum


Loftleiðir Icelandic er hluti af Icelandair group og er fyrirtækið með 10-12 vélar í leigu víðs vegar um heiminn. Nú er ein vél í VIP-útfærslu en verða tvær frá og með haustinu. Fyrsta heimsferðin var farin árið 2004 og hafa áhafnir félagsins nú þegar farið í um 40 álíka ferðir. Jóhann segir vöruna hafa verið í mikill þróun á þessum tíma og í dag sinni 11-12 manna áhöfn þessum ferðum hverjum sinni. Notuð er sérútbúin Boeing 757-flugvél sem alla jafna tekur 180-200 farþega, en hefur verið innréttuð með 50-80 sætum í þessi verkefni. Til stendur að bæta auka vél við á næsta ári að sögn Jóhanns. „Orðspor okkar er fínt í þessari þjónustu og við erum mjög ánægð með að skapa tekjur erlendis með þessum hætti,“ segir hann.

 

Áhöfnin vinnur í anda innfæddra


Það eru Icelandair-áhafnir sem sinna þessum verkefnum og geta starfsmenn sótt um að komast í slíka ævintýraferð. Eðli málsins samkvæmt eru þessar ævintýravinnuferðir mjög vinsælar.  Jóhann segir lagt upp með að senda áhöfn þar sem helmingurinn er vanur en hinn helmingurinn nýr í þessari tegund ferða. Þannig nái þau að þjálfa nýja hverju sinni. Hann segir ferðast víða á skömmum tíma, með viðeigandi keyrslu og álagi. Áhöfnin nær þó að fara frá borði og þannig náði áhöfn FI-1901 að skoða sig um í Japan, Kína og Indlandi í þessari ferð. Þau brjóta gjarnan upp hversdagsleikann með því að klæða sig í búninga í anda innfæddra og er einnig horft til áfangastaðanna við val á mat og drykk.

Tveggja til þriggja vikna ferðir 

Flestar ferðirnar eru seldar gegnum ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í sölu VIP-ferða og eru flestir farþegarnir að koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ástralíu sem stendur. Hver ferð tekur 14-21 dag og er þá flogið innan ákveðinnar heimsálfu eða í kringum heiminn, með viðkomu í fjórum til sjö borgum. Og þá stoppa í þrjá daga á hverjum áfangastað. Ferðirnar hefjast ýmist í Miami, Los Angeles, Seattle, Hamborg eða Sydney og er markmiðið ávallt að finna nýja og framandi staði. Þannig hefur til dæmis verið farið til Kúbu, Perú, Páskaeyjar, Samóa, Fiji-eyja, Papúa Nýju-Gíneu, Vietnam, Kína, Kambodíu, Mongólíu, Indlands, Afríku, Stan-landa, Rússlands, Ástralíu og í einni var til að mynda farið til Suðurskautslandins segir Jóhann Gísli.

Allt klárt. Flugmennirnir Einar og Guðmundur að undirbúa brottför frá ...
Allt klárt. Flugmennirnir Einar og Guðmundur að undirbúa brottför frá Indlandi. Ljósmynd/Aðsend
Gömul hof. Í Nara í Japan gafst tækifæri til að ...
Gömul hof. Í Nara í Japan gafst tækifæri til að skoða eldgömul hof. Ljósmynd/Aðsend
Í Nara í Japan, fyrstu höfuðborg Japans, þar sem cherry ...
Í Nara í Japan, fyrstu höfuðborg Japans, þar sem cherry blossom-tímabilið er í gangi. Ljósmynd/Aðsend
Í Hamborg. Áhöfnin áður en lagt var af stað í ...
Í Hamborg. Áhöfnin áður en lagt var af stað í ævintýraferðina um Asíu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Taz á listasýningu sinni.
Fréttir

Setti upp þykjustu gallerí og seldi „listaverk“

Taz var sannfærð um að hver sem er gæti málað mynd og grætt á tá og fingri. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »

Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100.
Ísland vaknar

Í beinni úr bælinu

Það var mikið líf morgunþætti K100, Ísland vaknar, í síðustu viku þegar þátturinn var sendur beint úr Vogue-búðinni. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hlömmuðu sér upp í Ergomotion-rúm og sendu þáttinn beint úr rúminu í náttfötum. Nánar »