menu button

Draumavinnuferðir

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað ...
Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,” segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Við fengum leyfi til að birta nokkrar myndir með viðtalinu við Jóhann Gísli Jóhannsson, sölu- og markaðsstjóra, sem sagði í viðtali hjá Loga og Huldu í síðdegisþætti K100 að þessi tegund ferðamáta sé í miklum vexti. 

Sjö til tíu milljóna króna ferðir

Á næsta ári er áætlað að fara í um 20 ferðir með viðskiptavini á vegum Loftleiða og samstarfsaðila. Farþega sem eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir lúxusþjónustu í háloftunum. Ferðamátinn er þægilegur enda eru vélarnar innréttaðar með fyrsta klassa sætum, sem hægt er að halla í 180° og þannig hægt að leggjast út af. Þjónustan um borð er fyrsta flokks og hráefnið fyrsta flokks og greitt samkvæmt því, en hver ferð kostar á bilinu sjö til tólf milljónir króna.

Mikil aukning í lúxusferðalögum


Loftleiðir Icelandic er hluti af Icelandair group og er fyrirtækið með 10-12 vélar í leigu víðs vegar um heiminn. Nú er ein vél í VIP-útfærslu en verða tvær frá og með haustinu. Fyrsta heimsferðin var farin árið 2004 og hafa áhafnir félagsins nú þegar farið í um 40 álíka ferðir. Jóhann segir vöruna hafa verið í mikill þróun á þessum tíma og í dag sinni 11-12 manna áhöfn þessum ferðum hverjum sinni. Notuð er sérútbúin Boeing 757-flugvél sem alla jafna tekur 180-200 farþega, en hefur verið innréttuð með 50-80 sætum í þessi verkefni. Til stendur að bæta auka vél við á næsta ári að sögn Jóhanns. „Orðspor okkar er fínt í þessari þjónustu og við erum mjög ánægð með að skapa tekjur erlendis með þessum hætti,“ segir hann.

 

Áhöfnin vinnur í anda innfæddra


Það eru Icelandair-áhafnir sem sinna þessum verkefnum og geta starfsmenn sótt um að komast í slíka ævintýraferð. Eðli málsins samkvæmt eru þessar ævintýravinnuferðir mjög vinsælar.  Jóhann segir lagt upp með að senda áhöfn þar sem helmingurinn er vanur en hinn helmingurinn nýr í þessari tegund ferða. Þannig nái þau að þjálfa nýja hverju sinni. Hann segir ferðast víða á skömmum tíma, með viðeigandi keyrslu og álagi. Áhöfnin nær þó að fara frá borði og þannig náði áhöfn FI-1901 að skoða sig um í Japan, Kína og Indlandi í þessari ferð. Þau brjóta gjarnan upp hversdagsleikann með því að klæða sig í búninga í anda innfæddra og er einnig horft til áfangastaðanna við val á mat og drykk.

Tveggja til þriggja vikna ferðir 

Flestar ferðirnar eru seldar gegnum ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í sölu VIP-ferða og eru flestir farþegarnir að koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ástralíu sem stendur. Hver ferð tekur 14-21 dag og er þá flogið innan ákveðinnar heimsálfu eða í kringum heiminn, með viðkomu í fjórum til sjö borgum. Og þá stoppa í þrjá daga á hverjum áfangastað. Ferðirnar hefjast ýmist í Miami, Los Angeles, Seattle, Hamborg eða Sydney og er markmiðið ávallt að finna nýja og framandi staði. Þannig hefur til dæmis verið farið til Kúbu, Perú, Páskaeyjar, Samóa, Fiji-eyja, Papúa Nýju-Gíneu, Vietnam, Kína, Kambodíu, Mongólíu, Indlands, Afríku, Stan-landa, Rússlands, Ástralíu og í einni var til að mynda farið til Suðurskautslandins segir Jóhann Gísli.

Allt klárt. Flugmennirnir Einar og Guðmundur að undirbúa brottför frá ...
Allt klárt. Flugmennirnir Einar og Guðmundur að undirbúa brottför frá Indlandi. Ljósmynd/Aðsend
Gömul hof. Í Nara í Japan gafst tækifæri til að ...
Gömul hof. Í Nara í Japan gafst tækifæri til að skoða eldgömul hof. Ljósmynd/Aðsend
Í Nara í Japan, fyrstu höfuðborg Japans, þar sem cherry ...
Í Nara í Japan, fyrstu höfuðborg Japans, þar sem cherry blossom-tímabilið er í gangi. Ljósmynd/Aðsend
Í Hamborg. Áhöfnin áður en lagt var af stað í ...
Í Hamborg. Áhöfnin áður en lagt var af stað í ævintýraferðina um Asíu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa öll með Má Gunnarssyni fyrir miðju sem gefur nú út 14 laga plötu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinnur með pólskri stórstjörnu

Hann er skemmtilegur, metnaðarfullur og hæfileikaríkur með eindæmum. Már Gunnarsson hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu en hann leyfir sér að elta metnaðarfulla drauma á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir ungan aldur. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist