menu button

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti ...
Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram. Haraldur Jónasson/Hari

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir að þótt lögin séu skýr að því leyti að duldar auglýsingar eru bannaðar þá megi Neytendastofa gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert.

Á dögunum gaf Neytendastofa út ákvörðun í máli Emmsjé Gauta og Heklu en hann er í samstarfi við Heklu og ekur um á Audi-bifreið sem hann hefur auglýst á Instagram. Í ákvörðuninni var Emmsjé Gauta bannað að auglýsa með slíkum hætti án þess að taka fram að um auglýsingu sé að ræða og hann lýsti yfir óánægju sinni á Facebook. „Það má ekki leika vafi á því að um auglýsingu sé að ræða og í raun má ekki gefa sér það að neytandinn sem ber auglýsinguna augum búi yfir einhverri tiltekinni vitneskju.

Til dæmis getur verið um barn að ræða eða einstakling sem er að nota samfélagsmiðla í fyrsta skipti og sá aðili gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því að innlegg á einkasíðu einstaklings á samfélagsmiðlum sé auglýsing,“ segir Þórdís. Hún segir að viðurlögin við slíkum brotum séu í flestum tilfellum bann við háttseminni.

View this post on Instagram

There is something magical about running; after a certain distance, it transcends the body. Then a bit further, it transcends the mind. A bit further yet, and what you have before you, laid bare, is the soul. . . . . . . . Í samstarfi við @audi_island @hekla_bilaumbod

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Apr 2, 2019 at 7:36am PDT

Hér er færsla Emmsjé Gauta af Instagram. Neðar í færslunni segir Í samstarfi við @audi_island@hekla_bilaumbod hvort sem því var bætt inn síðar eða ekki. Þórdís á ekki von á því að Emmsjé Gauti verði sektaður þar sem ekki er fordæmi fyrir því hérlendis og mundi hún bara eitt dæmi frá Svíþjóð þar sem áhrifavaldur var sektaður ásamt þriðja aðila. 

„Neytendastofa hefur hingað til einungis bannað einstaklingum að viðhafa slíka háttsemi og ef þetta kemur fyrir aftur gæti sá átt von á sektum. Hins vegar hefur Neytendastofa heimild til þess að sekta beint.“

Þá segir hún að þeim sem auglýsa á samfélagsmiðlum beri skylda til að merkja hverja einustu auglýsingu, strax í upphafi færslunnar. „Það á í raun að skrifa fyrst #auglýsing og svo þann texta sem maður vill hafa með myndinni, ekki neðst í textanum eins og algengt er.“

mbl.is
Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Taz á listasýningu sinni.
Fréttir

Setti upp þykjustu gallerí og seldi „listaverk“

Taz var sannfærð um að hver sem er gæti málað mynd og grætt á tá og fingri. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »

Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100.
Ísland vaknar

Í beinni úr bælinu

Það var mikið líf morgunþætti K100, Ísland vaknar, í síðustu viku þegar þátturinn var sendur beint úr Vogue-búðinni. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hlömmuðu sér upp í Ergomotion-rúm og sendu þáttinn beint úr rúminu í náttfötum. Nánar »