menu button

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti ...
Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram. Haraldur Jónasson/Hari

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir að þótt lögin séu skýr að því leyti að duldar auglýsingar eru bannaðar þá megi Neytendastofa gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert.

Á dögunum gaf Neytendastofa út ákvörðun í máli Emmsjé Gauta og Heklu en hann er í samstarfi við Heklu og ekur um á Audi-bifreið sem hann hefur auglýst á Instagram. Í ákvörðuninni var Emmsjé Gauta bannað að auglýsa með slíkum hætti án þess að taka fram að um auglýsingu sé að ræða og hann lýsti yfir óánægju sinni á Facebook. „Það má ekki leika vafi á því að um auglýsingu sé að ræða og í raun má ekki gefa sér það að neytandinn sem ber auglýsinguna augum búi yfir einhverri tiltekinni vitneskju.

Til dæmis getur verið um barn að ræða eða einstakling sem er að nota samfélagsmiðla í fyrsta skipti og sá aðili gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því að innlegg á einkasíðu einstaklings á samfélagsmiðlum sé auglýsing,“ segir Þórdís. Hún segir að viðurlögin við slíkum brotum séu í flestum tilfellum bann við háttseminni.

View this post on Instagram

There is something magical about running; after a certain distance, it transcends the body. Then a bit further, it transcends the mind. A bit further yet, and what you have before you, laid bare, is the soul. . . . . . . . Í samstarfi við @audi_island @hekla_bilaumbod

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Apr 2, 2019 at 7:36am PDT

Hér er færsla Emmsjé Gauta af Instagram. Neðar í færslunni segir Í samstarfi við @audi_island@hekla_bilaumbod hvort sem því var bætt inn síðar eða ekki. Þórdís á ekki von á því að Emmsjé Gauti verði sektaður þar sem ekki er fordæmi fyrir því hérlendis og mundi hún bara eitt dæmi frá Svíþjóð þar sem áhrifavaldur var sektaður ásamt þriðja aðila. 

„Neytendastofa hefur hingað til einungis bannað einstaklingum að viðhafa slíka háttsemi og ef þetta kemur fyrir aftur gæti sá átt von á sektum. Hins vegar hefur Neytendastofa heimild til þess að sekta beint.“

Þá segir hún að þeim sem auglýsa á samfélagsmiðlum beri skylda til að merkja hverja einustu auglýsingu, strax í upphafi færslunnar. „Það á í raun að skrifa fyrst #auglýsing og svo þann texta sem maður vill hafa með myndinni, ekki neðst í textanum eins og algengt er.“

mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13