menu button

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að ...
Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla. Mynd/Social Media Marketing World

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego, Kaliforníu en þar koma saman helstu sérfræðingarnir í greininni auk áhugafólks um miðlana. Samtals um 7000 manns. Að þessu sinni voru þekktustu fyrirlesararnir Mari Smith, Jay Baer, Amanda Bond og John Loomer, sem öll eru stjörnur í heimi stafrænnar markaðssetningar. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara.

Aðlögun efnis aðalatriðið

„Þarna var umræða um einstaka miðla, en einnig mikil umræða um strategíu, efnismarkaðssetningu, live útsendingar og framtíðarspár. Markaðurinn tekur svo hröðum breytingum og því mikilvægt að átta sig vel á hvað er í boði þannig það sé hægt að púsla öllu saman, nýta það sem virkar vel á einum miðli til að ná árangri á öðrum, en í dag er ekki lengur hægt að veðja á einn miðil,” sagði Sigurður. Hann segir fyrirtæki vera að aðlaga efni og skilaboð að mörgum miðlum, þannig það verði sem náttúrulegast og skili ásættanlegum árangri. „En landslagið verður sífellt flóknara með nýjum möguleikum, nýjum miðlum, strangara regluverki og harðari samkeppni um athygli”.

Instagram og LinkedIn taka stökk


Sigurður segir það ekki koma á óvart að umræðuþættir eins og markaðssetning á Instagram sé vinsæl þetta árið á sýningunni. Instagram hefur tekið gríðarlegt stökk í vinsældum á kostnað miðla eins og Snapchat sem fær ekki mikinn fókus á ráðstefnunni í ár segir hann. Þannig var Instagram og Instagram story mikið rætt.

„Einnig er Linkedin umræðan vinsæl en miðilinn hefur verið að koma sterkur inn síðustu misseri þegar kemur að B2B markaðssetningu, en íslendingar virðist vera í auknum mæli farnir að nýta miðilinn,“ segir hann.

Spjallmenni og Messenger marketing að koma sterkir inn

Chatbots eða Spjallmenni og hvernig fyrirtæki geti nýtt sér þessa spennandi lausn til markaðssetningar var einnig mikið rætt í ár sem og í fyrra útskýrir Sigurður. Sömuleiðis Messenger marketing, sem var mikið í umræðunni, en það er reiknað með að um 80% fyrirtækja verða byrjuð að nýta sér þessa leið fyrir lok ársins 2020.

Hann segir teymið hafa læra fullt af nýjum nálgunum. „En á sama tíma og við lærum fullt af nýjum hlutum þá höfum við einning fengið staðfestingu á að við erum mjög framarlega á sviði markaðssetningar á netinu og framleiðslu. Og á sama tíma og við þurfum að aðlaga okkur að öllu því nýja sem stendur okkur til boða þá er samt gríðarlega mikilvægt að vera ekki alltaf a hlaupum,“ útskýrir hann. Það þurfi að staldra við, horfa til baka og læra af því sem hefur verið gert til að hámarka árangur þess sem koma skal. „Hraðinn er það mikill að það er mikilvægt að minna sig reglulega á það," segir Sigurður að lokum.


 

Sigurður Svansson hér með Sahara teyminu sem eyddi nokkrum dögum ...
Sigurður Svansson hér með Sahara teyminu sem eyddi nokkrum dögum í San Diego á dögunum á þriggja daga fagsýningu. Ljósmynd/Aðsend
Samfélagsmiðlanotkun breytist hratt og er Instagram að bæta við sig ...
Samfélagsmiðlanotkun breytist hratt og er Instagram að bæta við sig fylgjendum, meðal annars á kostnað Snapchat forritsins. Mynd/Getty
mbl.is
Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Taz á listasýningu sinni.
Fréttir

Setti upp þykjustu gallerí og seldi „listaverk“

Taz var sannfærð um að hver sem er gæti málað mynd og grætt á tá og fingri. Nánar »