menu button

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að ...
Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla. Mynd/Social Media Marketing World

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego, Kaliforníu en þar koma saman helstu sérfræðingarnir í greininni auk áhugafólks um miðlana. Samtals um 7000 manns. Að þessu sinni voru þekktustu fyrirlesararnir Mari Smith, Jay Baer, Amanda Bond og John Loomer, sem öll eru stjörnur í heimi stafrænnar markaðssetningar. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara.

Aðlögun efnis aðalatriðið

„Þarna var umræða um einstaka miðla, en einnig mikil umræða um strategíu, efnismarkaðssetningu, live útsendingar og framtíðarspár. Markaðurinn tekur svo hröðum breytingum og því mikilvægt að átta sig vel á hvað er í boði þannig það sé hægt að púsla öllu saman, nýta það sem virkar vel á einum miðli til að ná árangri á öðrum, en í dag er ekki lengur hægt að veðja á einn miðil,” sagði Sigurður. Hann segir fyrirtæki vera að aðlaga efni og skilaboð að mörgum miðlum, þannig það verði sem náttúrulegast og skili ásættanlegum árangri. „En landslagið verður sífellt flóknara með nýjum möguleikum, nýjum miðlum, strangara regluverki og harðari samkeppni um athygli”.

Instagram og LinkedIn taka stökk


Sigurður segir það ekki koma á óvart að umræðuþættir eins og markaðssetning á Instagram sé vinsæl þetta árið á sýningunni. Instagram hefur tekið gríðarlegt stökk í vinsældum á kostnað miðla eins og Snapchat sem fær ekki mikinn fókus á ráðstefnunni í ár segir hann. Þannig var Instagram og Instagram story mikið rætt.

„Einnig er Linkedin umræðan vinsæl en miðilinn hefur verið að koma sterkur inn síðustu misseri þegar kemur að B2B markaðssetningu, en íslendingar virðist vera í auknum mæli farnir að nýta miðilinn,“ segir hann.

Spjallmenni og Messenger marketing að koma sterkir inn

Chatbots eða Spjallmenni og hvernig fyrirtæki geti nýtt sér þessa spennandi lausn til markaðssetningar var einnig mikið rætt í ár sem og í fyrra útskýrir Sigurður. Sömuleiðis Messenger marketing, sem var mikið í umræðunni, en það er reiknað með að um 80% fyrirtækja verða byrjuð að nýta sér þessa leið fyrir lok ársins 2020.

Hann segir teymið hafa læra fullt af nýjum nálgunum. „En á sama tíma og við lærum fullt af nýjum hlutum þá höfum við einning fengið staðfestingu á að við erum mjög framarlega á sviði markaðssetningar á netinu og framleiðslu. Og á sama tíma og við þurfum að aðlaga okkur að öllu því nýja sem stendur okkur til boða þá er samt gríðarlega mikilvægt að vera ekki alltaf a hlaupum,“ útskýrir hann. Það þurfi að staldra við, horfa til baka og læra af því sem hefur verið gert til að hámarka árangur þess sem koma skal. „Hraðinn er það mikill að það er mikilvægt að minna sig reglulega á það," segir Sigurður að lokum.


 

Sigurður Svansson hér með Sahara teyminu sem eyddi nokkrum dögum ...
Sigurður Svansson hér með Sahara teyminu sem eyddi nokkrum dögum í San Diego á dögunum á þriggja daga fagsýningu. Ljósmynd/Aðsend
Samfélagsmiðlanotkun breytist hratt og er Instagram að bæta við sig ...
Samfélagsmiðlanotkun breytist hratt og er Instagram að bæta við sig fylgjendum, meðal annars á kostnað Snapchat forritsins. Mynd/Getty
mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13