menu button

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Jóhannes Þór var gestur í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 í morgun. Verkalýðsfélögin hafa boðað að kröfur þeirra standi og skerpt verði á þeim ef eitthvað er.

„Það eru einhvers konar ranghugmyndir verð ég að segja, bara beinlínis beint út. Með þessu er verkalýðshreyfingin að segja að það sé í lagi að fólk missi vinnuna. Það er það sem þetta snýst um. Það er byrjað að gerast og það mun halda áfram að gerast. Óraunhæfar launahækkanir munu einfaldlega auka á þann vanda,“ sagði Jóhannes.

Krafan um samninga hverfur ekki

Spurður hver staða verkalýðshreyfingarinnar væri nú og hvort kaldur raunveruleiki blasti nú við í kjölfar mikilla loforða þeirra til félagsmanna sinna sagði Jóhannes að verkalýðshreyfingin þyrfti að horfa á heildarmyndina.

„Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. Það verkefni fer ekkert í burtu. Það er skýrt hvað ríkið ætlar að koma með að því borði og allar aðstæður til staðar til að menn geti sest niður og komist að niðurstöðu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði verkfallsþrýsting engu breyta um það hvað væri til skiptanna og hvað fyrirtækin gætu tekið á sig.

„Menn verða að átta sig á því við þetta borð, í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni, að staða fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni er einfaldlega þannig að þau geta ekki tekið á sig gríðarlega háan launakostnað í viðbót. Hann hefur aukist um 75% frá árinu 2010 og þá er allur annar kostnaður eftir,“ sagði hann. Jóhannes nefndi einnig að ferðaþjónustan væri mannaflsfrek grein og því vægi launakostnaður þar þyngra en ella.

Fleira leiðir til uppsagna en gjaldþrot WOW air

Jóhannes ræddi einnig stöðu mála vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Björt Ólafsdóttir, þáttarstjórnandi, spurði hvort þær 2-3000 uppsagnir sem yfirvofandi eru samkvæmt fréttaflutningi, mætti allar beintengja við gjaldþrot WOW air.

„Ég held að þetta sé ekki alveg svo einfalt. Þetta er að sjálfsögðu atburður sem einn og sér veldur því að gríðarlegur fjöldi missir vinnuna og það eru skelfilegar fréttir fyrir hvern og einn sem fær þær,“ sagði Jóhannes. „Ef við skoðum heildarsamhengið, þá held ég að við getum sagt að beinlínis vegna WOW sjáum við í kringum 1.400 manns sem missa vinnuna [...]. Síðan sáum við á föstudag tilkynningar frá fyrirtækjum sem eru beinlínis að hagræða, bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og á markaðnum almennt,“ sagði hann.

Björt spurði hvort þessi fyrirtæki væru að kenna WOW air um sínar hrakfarir og vísaði t.d. Til uppsagna Kynnisferða og vísaði til vísbendinga í rekstri þess fyrirtækis um erfiðleika óháða WOW air.

„Í rekstri hópferðafyrirtækjanna hafa verið gríðarlegir erfiðleikar. Stærstu fyrirtækin hafa verið rekin með mörg hundruð milljóna tapi sl. eitt til tvö ár. Þau hafa verið í mjög föstum hagræðingarfasa og það er lengri aðdragandi að þessu,“ sagði hann. „Það er aftur á móti augljóst að þegar þetta bætist ofan á, þá hefur það gríðarlega mikil áhrif,“ sagði Jóhannes. Hvort tveggja rekstraraðstæður og gjaldþrot WOW air spiluðu augljóslega saman auk aðstæðna í kjaraviðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13