menu button

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Jóhannes Þór var gestur í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 í morgun. Verkalýðsfélögin hafa boðað að kröfur þeirra standi og skerpt verði á þeim ef eitthvað er.

„Það eru einhvers konar ranghugmyndir verð ég að segja, bara beinlínis beint út. Með þessu er verkalýðshreyfingin að segja að það sé í lagi að fólk missi vinnuna. Það er það sem þetta snýst um. Það er byrjað að gerast og það mun halda áfram að gerast. Óraunhæfar launahækkanir munu einfaldlega auka á þann vanda,“ sagði Jóhannes.

Krafan um samninga hverfur ekki

Spurður hver staða verkalýðshreyfingarinnar væri nú og hvort kaldur raunveruleiki blasti nú við í kjölfar mikilla loforða þeirra til félagsmanna sinna sagði Jóhannes að verkalýðshreyfingin þyrfti að horfa á heildarmyndina.

„Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum. Það verkefni fer ekkert í burtu. Það er skýrt hvað ríkið ætlar að koma með að því borði og allar aðstæður til staðar til að menn geti sest niður og komist að niðurstöðu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði verkfallsþrýsting engu breyta um það hvað væri til skiptanna og hvað fyrirtækin gætu tekið á sig.

„Menn verða að átta sig á því við þetta borð, í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni, að staða fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni er einfaldlega þannig að þau geta ekki tekið á sig gríðarlega háan launakostnað í viðbót. Hann hefur aukist um 75% frá árinu 2010 og þá er allur annar kostnaður eftir,“ sagði hann. Jóhannes nefndi einnig að ferðaþjónustan væri mannaflsfrek grein og því vægi launakostnaður þar þyngra en ella.

Fleira leiðir til uppsagna en gjaldþrot WOW air

Jóhannes ræddi einnig stöðu mála vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Björt Ólafsdóttir, þáttarstjórnandi, spurði hvort þær 2-3000 uppsagnir sem yfirvofandi eru samkvæmt fréttaflutningi, mætti allar beintengja við gjaldþrot WOW air.

„Ég held að þetta sé ekki alveg svo einfalt. Þetta er að sjálfsögðu atburður sem einn og sér veldur því að gríðarlegur fjöldi missir vinnuna og það eru skelfilegar fréttir fyrir hvern og einn sem fær þær,“ sagði Jóhannes. „Ef við skoðum heildarsamhengið, þá held ég að við getum sagt að beinlínis vegna WOW sjáum við í kringum 1.400 manns sem missa vinnuna [...]. Síðan sáum við á föstudag tilkynningar frá fyrirtækjum sem eru beinlínis að hagræða, bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og á markaðnum almennt,“ sagði hann.

Björt spurði hvort þessi fyrirtæki væru að kenna WOW air um sínar hrakfarir og vísaði t.d. Til uppsagna Kynnisferða og vísaði til vísbendinga í rekstri þess fyrirtækis um erfiðleika óháða WOW air.

„Í rekstri hópferðafyrirtækjanna hafa verið gríðarlegir erfiðleikar. Stærstu fyrirtækin hafa verið rekin með mörg hundruð milljóna tapi sl. eitt til tvö ár. Þau hafa verið í mjög föstum hagræðingarfasa og það er lengri aðdragandi að þessu,“ sagði hann. „Það er aftur á móti augljóst að þegar þetta bætist ofan á, þá hefur það gríðarlega mikil áhrif,“ sagði Jóhannes. Hvort tveggja rekstraraðstæður og gjaldþrot WOW air spiluðu augljóslega saman auk aðstæðna í kjaraviðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa öll með Má Gunnarssyni fyrir miðju sem gefur nú út 14 laga plötu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinnur með pólskri stórstjörnu

Hann er skemmtilegur, metnaðarfullur og hæfileikaríkur með eindæmum. Már Gunnarsson hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu en hann leyfir sér að elta metnaðarfulla drauma á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir ungan aldur. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist