menu button

Vinnur með pólskri stórstjörnu

Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa ...
Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa öll með Má Gunnarssyni fyrir miðju sem gefur nú út 14 laga plötu. Mynd/Lína Rut

Hann er skemmtilegur, metnaðarfullur og hæfileikaríkur með eindæmum. Már Gunnarsson hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu en hann leyfir sér að elta metnaðarfulla drauma á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir ungan aldur. Hlustendur K100 hafa fylgst með Má undanfarið ár og undirbúningi hans fyrir sundkeppni á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó árið 2020. Hann er einn fjögurra íþróttamanna sem Toyota á Íslandi styður við í gegnum verkefnið Start your Impossible. Már er í dag 19 ára gamall og hefur keppt á fjölda stórmóta og fjallað hefur verið um verkefnið með reglulegu millibili eftir að viðamikill samstarfssamningur var undirritaður síðasta sumar við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband fatlaðra og miðla Árvakurs.

Natalia Przybysz með dúett á plötunni

Og Már heldur áfram að elta drauma sína. Að þessu sinni í tónlistinni. Langþráður draumur Más er að verða að veruleika því þessa dagana er hann að fylgja eftir útgáfu á plötu með eigin tónlist, alls 14 lög. Söngur fuglsins heitir platan og segist Már vilja ná til breiðs hóps með blöndu af rokki, poppi, rapp og hljóðfæratónlist. Útgáfutónleikar eru áætlaðir 12. apríl í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og með honum á sviði verður 7 manna hljómsveit skipuð færustu hljóðfæraleikurum Póllands. Sú sveit gerir sér ferð til Íslands fyrir þetta tilefni. Með þeim í för er ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz sem Már kynntist við tökur í Pólland. Honum hafði þá verið boðið að koma fram á einum stærstu góðgerðartónleikum þar í landi.
Natalia staðfest nýlega að hún muni koma á útgáfutónleikana. „Það að hún vilji koma til Íslands og spila með mér og mínum félögum og taka þátt er bara magnað. Og ég á ekki til orð yfir það þakklæti sem ég ber í brjósti til hennar,“ segir Már einlæglega í viðtali í síðdegisþætti K100. Natalia syngur dúett á plötunni en einnig koma fram Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Gísli Helgason. Öll lögin af plötunni eru samin af Má, flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson.

Samstarfið við Villa margra ára meðganga


Fyrsta lagið sem Már gefur út er lagið „Fuglinn syngur” sem Vilhelm Anton Jónsson syngur, einnig þekktur sem Villi naglbítur. Má þykir mikið til Villa koma og samstarfsins. Samstarf þeirra hófst þegar Már var í níunda bekk og samdi lagið „Ókunn lönd” fyrir verkefnið List án landamæra, samstarfsverkefni fatlaðra einstaklinga og þekktra listamanna. Villi kom þá að laginu og þeir kláruðu það saman og loksins er lokafurðin klár og hluti af plötunni. „Fuglinn syngur”.

Keppnir styðja við andlega sköpun

Hann segir það ákveðið púsluspil að vera í fremstu röð sundmanna og um leið að standa í lagasmíðum og útgáfu. Maður verður bara að raða þessu rétt segir hann . En hvernig fer það saman að keppa á stórmótum og semja lög og skapa list á sama tíma? „Sköpun er í raun bara upplifun og það sem þú gerir tengist bara sköpuninni. Þannig að ég myndi segja að það hjálpi bara til að fara erlendis og á stórmót. Og það sem maður gerir tengist sköpuninni svo mikið“ segir hinn metnaðarfulli tónlistarmaður Már Gunnarsson.

Hér má hlusta á viðtalið við Má úr síðdegisþætti K100.  

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist