menu button

Vinnur með pólskri stórstjörnu

Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa ...
Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Natalia Przybysz starfa öll með Má Gunnarssyni fyrir miðju sem gefur nú út 14 laga plötu. Mynd/Lína Rut

Hann er skemmtilegur, metnaðarfullur og hæfileikaríkur með eindæmum. Már Gunnarsson hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu en hann leyfir sér að elta metnaðarfulla drauma á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir ungan aldur. Hlustendur K100 hafa fylgst með Má undanfarið ár og undirbúningi hans fyrir sundkeppni á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó árið 2020. Hann er einn fjögurra íþróttamanna sem Toyota á Íslandi styður við í gegnum verkefnið Start your Impossible. Már er í dag 19 ára gamall og hefur keppt á fjölda stórmóta og fjallað hefur verið um verkefnið með reglulegu millibili eftir að viðamikill samstarfssamningur var undirritaður síðasta sumar við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband fatlaðra og miðla Árvakurs.

Natalia Przybysz með dúett á plötunni

Og Már heldur áfram að elta drauma sína. Að þessu sinni í tónlistinni. Langþráður draumur Más er að verða að veruleika því þessa dagana er hann að fylgja eftir útgáfu á plötu með eigin tónlist, alls 14 lög. Söngur fuglsins heitir platan og segist Már vilja ná til breiðs hóps með blöndu af rokki, poppi, rapp og hljóðfæratónlist. Útgáfutónleikar eru áætlaðir 12. apríl í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og með honum á sviði verður 7 manna hljómsveit skipuð færustu hljóðfæraleikurum Póllands. Sú sveit gerir sér ferð til Íslands fyrir þetta tilefni. Með þeim í för er ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz sem Már kynntist við tökur í Pólland. Honum hafði þá verið boðið að koma fram á einum stærstu góðgerðartónleikum þar í landi.
Natalia staðfest nýlega að hún muni koma á útgáfutónleikana. „Það að hún vilji koma til Íslands og spila með mér og mínum félögum og taka þátt er bara magnað. Og ég á ekki til orð yfir það þakklæti sem ég ber í brjósti til hennar,“ segir Már einlæglega í viðtali í síðdegisþætti K100. Natalia syngur dúett á plötunni en einnig koma fram Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Gísli Helgason. Öll lögin af plötunni eru samin af Má, flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson.

Samstarfið við Villa margra ára meðganga


Fyrsta lagið sem Már gefur út er lagið „Fuglinn syngur” sem Vilhelm Anton Jónsson syngur, einnig þekktur sem Villi naglbítur. Má þykir mikið til Villa koma og samstarfsins. Samstarf þeirra hófst þegar Már var í níunda bekk og samdi lagið „Ókunn lönd” fyrir verkefnið List án landamæra, samstarfsverkefni fatlaðra einstaklinga og þekktra listamanna. Villi kom þá að laginu og þeir kláruðu það saman og loksins er lokafurðin klár og hluti af plötunni. „Fuglinn syngur”.

Keppnir styðja við andlega sköpun

Hann segir það ákveðið púsluspil að vera í fremstu röð sundmanna og um leið að standa í lagasmíðum og útgáfu. Maður verður bara að raða þessu rétt segir hann . En hvernig fer það saman að keppa á stórmótum og semja lög og skapa list á sama tíma? „Sköpun er í raun bara upplifun og það sem þú gerir tengist bara sköpuninni. Þannig að ég myndi segja að það hjálpi bara til að fara erlendis og á stórmót. Og það sem maður gerir tengist sköpuninni svo mikið“ segir hinn metnaðarfulli tónlistarmaður Már Gunnarsson.

Hér má hlusta á viðtalið við Má úr síðdegisþætti K100.  

mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13