menu button

Golfsýningin 2019 í Smáranum

Björn Björnsson fer fyrir fyrstu golfsýningu landsins. Hér ásamt Ólafi ...
Björn Björnsson fer fyrir fyrstu golfsýningu landsins. Hér ásamt Ólafi B. Loftssyni, atvinnukylfingi og framkvæmdastjóra PGA á Íslandi. Mynd/K100

Helgina 30.-31.mars næstkomandi verður í fyrsta sinn á Íslandi haldin vörusýning sem er eingöngu tileinkuð golfíþróttinni. Golfsýningin 2019 verður haldin í samstarfi við GSÍ og PGA á Íslandi og er markmið sýningarinnar að vekja athygli á íþróttinni sem og búa til vettvang fyrir kylfinga til að kynna sér betur þær vörur og þjónustu sem er í boði fyrir kylfinga.

PGA á Íslandi og GSÍ munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem hægt verður að kynnast golfíþróttinni. Boðið verður upp á SNAG-golf fyrir yngstu kynslóðina, golfkennarar verða á staðnum auk þess sem kylfingar geta reynt sig í golfhermum af bestu gerð. Golfdómarar munu kynna hinar fjölmörgu breytingar sem nú hafa orðið á golfreglunum og einnig verður boðið upp á ýmsar golfþrautir.

Á sýningunni má finna vörur frá þekktustu kylfuframleiðendum heims en einnig vörur sem hafa ekki sést á Íslandi áður. „Allt frá PING og Taylor Made, niður í lítið sprey frá Grip Boost sem bætir gripið, það verða ferðskrifstofur, skór, fatnaður, heilsurækt, kírópraktorar, golfhermar, fasteignasölur og allt annað sem tengist golfi með beinum eða óbeinum hætti. Það verður klárlega eitthvað fyrir alla á svæðinu og við lögðum mikinn metnað í að hafa sem fjölbreyttastan hóp sýnenda á svæðinu,“ segir Björn Björnsson, annar skipuleggjandi sýningarinnar.

Björn segir hugmyndina hafa kviknað í lok síðasta sumars. Hann segist hafa metið sem svo að það vantaði vettvang fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Margir velti því fyrir sér hvort sportið sé dýrt, hvort það taki langan tíma að spila og hvort allir geti spilað. „Rétt fyrir áramót ræddum við þetta svo aftur og vorum orðnir nokkuð spenntir fyrir að láta reyna á þetta. Þá var ekkert annað að gera en að heyra í GSÍ og PGA sem tóku vel á móti okkur og á endanum þá small þetta saman,“ segir hann. 

Sýningin verður haldin í íþróttasalnum Smáranum í Kópavogi. Opið verður báða dagana frá 10-16 og mun PGA á Íslandi ásamt GSÍ standa fyrir viðburðum og leikjum alla helgina. Hægt er að kynna sér sýninguna betur og hvaða sýnendur verða á svæðinu inni á www.facebook.com/golfsyningin.

Björn og Ólafur B. Loftsson, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, kíktu í síðdegisþáttinn til Loga og Huldu Bjarna. Viðtalið má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist