menu button

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. 

„Það þarf bara að klára þetta núna,“ sagði Jón Karl. Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefur ekki rætt við fjölmiðla í dag en hann reyn­ir til þraut­ar að bjarga flug­fé­lag­inu frá gjaldþroti í kjöl­far þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelanda­ir Group í gær­dag.  

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá WOW air sem send var út í gær­kvöldi vinn­ur fé­lagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuld­um fé­lags­ins verði að stór­um hluta umbreytt í hluta­fé og að sömu aðilar tryggi fé­lag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bær­um rekstri til framtíðar“ eins og það er orðað í til­kynn­ing­unni. Tvær flugvélar WOW air voru kyrrsettar í dag. 

„Svolítið galin“ tilhugsun

Jón Karl segir að samningaviðræður við flugvélaleigufyrirtæki, flugvelli og eldsneytisbirgja séu ekki einfaldar, en hann hefur reynslu af samningaviðræðum við flugvélaleigusala.

„Sú tilhugsun að þeir séu tilbúnir að breyta einhverju hlutafé er svolítið galin því að það er fordæmi sem þeir forðast eins og heitan eldinn. Þeir eru með flugvélar í leigu úti um allan heim, hjá alls kyns fyrirtækjum í alls kyns ríkjum og þjóðum og það hefur aldrei verið hægt að ræða við þá að það sé hægt að breyta þessu. En á meðan von er þá vonum við að þetta klárist því hitt er ansi leiðinleg mynd sem dregst upp ef þetta lokar,“ sagði Jón Karl.

Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að framhald WOW air skýrist sem fyrst. „Annaðhvort verður það að gerast eða að menn vinni í því að stoppa þetta, það er ekkert flókið, það er ekki hægt að halda svona áfram endalaust.“

Jón Karl sagðist hins vegar taka ofan fyrir Skúla. „Hann heldur alltaf áfram og það virðist alltaf vera ljós við endann á göngunum og það er virðingarvert.“

Viðtal Loga og Huldu við Jón Karl má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:mbl.is

Bloggað um fréttina

Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist