menu button

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Salka var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100 þar sem hún sagði meðal annars frá fyrirhuguðu brúðkaupi í sumar. „Það var aldrei draumur hjá mér að verða brúður, ég hélt kannski að ég myndi aldrei gifta mig, en svo varð ég bara ástfanginn upp fyrir haus að mig langaði bara,“ segir Salka Sól sem kynntist Arnari Frey fyrir tæpum fjórum árum. „Við kynnumst í Sjallanum á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Við höfðum verið að spila um allt land og enduðum helgina í Sjallanum í geggjuðu partýi með Úlfur úlfur en þá höfðum við í Amabadama aldrei spilað með þeim áður. Þar einhvern veginn erum við að spjalla allt kvöld og ég held að við verðum voða skotin í hvort öðru þá. Þannig að við kynnumst í gegnum hljómsveitirnar okkar,“ segir Salka en þau fóru að hittast reglulega eftir það og hlutirnir gerðust hratt. „Þetta small mjög snemma hjá okkur,“ bætir Salka við og nú fjórum árum síðar ætla þau að gifta sig. 

Skilja hvort annað

„Við erum dugleg að elta hvort annað þegar við erum að fara út á land og sýna hvort öðru hvað við erum að gera. Mestu forréttindin við að vera tónlistarmaður er hvað maður fær að ferðast mikið og ég held að ég sé búin að fara í öll bæjarfélög á landinu í gegnum tónlistina. Ef ég er ekki að spila þá er hann að spila,“ segir Salka þegar hún er spurð hvernig það er að vera par þar sem báðir aðilar starfa í sama bransanum. „Við þekkjum svo mikið af sama fólkinu. Við skiljum hvort annað þegar maður á erfitt gigg og kemur heim smá blúsaður og eins að maður þarf oft að vinna á kvöldin og um helgar,“ segir Salka. 

Nóg að gera á árinu

Það er ýmislegt annað fram undan árinu annað en brúðkaup hjá Sölku en hún leikur Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Það er þó ekki eina leikhúsverkefnið á árinu hjá Sölku en hún mun halda út til Hong Kong í sumar og koma þar að uppsetningu leiksýningarinnar í Hjarta Hróa Hattar. Eins er Amabadama að leggja lokahönd á plötu sem kemur út á árinu. Þá greindi Salka frá því á Twitter í gær að hún hefði hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði til þess að halda áfram að ferðast um með fyrirlesturinn sinn um einelti en í viðtalinu við Sigga í Lögum lífsins segir hún frá m.a. eineltinu og fyrirlestrunum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Sölku í spilaranum hér að neðan. Þú getur hlaðið skránni niður með því að smella hér.

Þáttur Sigga Gunnars er á dagskrá K100 alla virka morgna frá 09 - 12.

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist