menu button

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Salka var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100 þar sem hún sagði meðal annars frá fyrirhuguðu brúðkaupi í sumar. „Það var aldrei draumur hjá mér að verða brúður, ég hélt kannski að ég myndi aldrei gifta mig, en svo varð ég bara ástfanginn upp fyrir haus að mig langaði bara,“ segir Salka Sól sem kynntist Arnari Frey fyrir tæpum fjórum árum. „Við kynnumst í Sjallanum á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Við höfðum verið að spila um allt land og enduðum helgina í Sjallanum í geggjuðu partýi með Úlfur úlfur en þá höfðum við í Amabadama aldrei spilað með þeim áður. Þar einhvern veginn erum við að spjalla allt kvöld og ég held að við verðum voða skotin í hvort öðru þá. Þannig að við kynnumst í gegnum hljómsveitirnar okkar,“ segir Salka en þau fóru að hittast reglulega eftir það og hlutirnir gerðust hratt. „Þetta small mjög snemma hjá okkur,“ bætir Salka við og nú fjórum árum síðar ætla þau að gifta sig. 

Skilja hvort annað

„Við erum dugleg að elta hvort annað þegar við erum að fara út á land og sýna hvort öðru hvað við erum að gera. Mestu forréttindin við að vera tónlistarmaður er hvað maður fær að ferðast mikið og ég held að ég sé búin að fara í öll bæjarfélög á landinu í gegnum tónlistina. Ef ég er ekki að spila þá er hann að spila,“ segir Salka þegar hún er spurð hvernig það er að vera par þar sem báðir aðilar starfa í sama bransanum. „Við þekkjum svo mikið af sama fólkinu. Við skiljum hvort annað þegar maður á erfitt gigg og kemur heim smá blúsaður og eins að maður þarf oft að vinna á kvöldin og um helgar,“ segir Salka. 

Nóg að gera á árinu

Það er ýmislegt annað fram undan árinu annað en brúðkaup hjá Sölku en hún leikur Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Það er þó ekki eina leikhúsverkefnið á árinu hjá Sölku en hún mun halda út til Hong Kong í sumar og koma þar að uppsetningu leiksýningarinnar í Hjarta Hróa Hattar. Eins er Amabadama að leggja lokahönd á plötu sem kemur út á árinu. Þá greindi Salka frá því á Twitter í gær að hún hefði hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði til þess að halda áfram að ferðast um með fyrirlesturinn sinn um einelti en í viðtalinu við Sigga í Lögum lífsins segir hún frá m.a. eineltinu og fyrirlestrunum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Sölku í spilaranum hér að neðan. Þú getur hlaðið skránni niður með því að smella hér.

Þáttur Sigga Gunnars er á dagskrá K100 alla virka morgna frá 09 - 12.

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist