menu button

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ...
Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót. Kristinn Magnússon

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Í fyrra fóru fjórar stelpur af Laufásborg til Albaníu ásamt foreldrum og þjálfara, þar sem þær tefldu á heimsmeistaramóti grunnskóla í skák. Urðu þau þannig fyrsti leikskóli heims til þess að fara á bæði mótin. Í Albaníu lentu þær í 14.sæti og í kjölfarið var ákveðið að taka þátt í flokki sjö ára og yngri á HM í skólaskák.

„Engin smá peð“

Skákkennarinn, Omar Salama, hefur verið að þróa kennsluna frá árinu 2008 og nú læra öll börn 3-5 ára að tefla. Hann segir í viðtali við þau Loga og Huldu að hann byrji jafnvel aðeins fyrr að kenna þeim þá rökhugsun sem tengist hugmyndafræði taflsins. Þriggja ára gömul byrja þau formlega að læra að tefla, en því fyrr því betra segir hann. Hjá honum hefur kennslan verið ákveðin tilfraunastarfsemi í gegnum tíðina. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Ímyndið ykkur. Þú ert að kenna þriggja til fjögurra ára barni mannganginn og svo í lok dags vita þau hvernig á að nota riddara eða biskup,“ segir hann stoltur.

Fyrsti leikskóli í heiminum til að fara á HM í skák

Krakkarnir byrja þannig þriggja ára að læra mannganginn og hafa síðan tvö ár til að verða betri. Omar hefur lagt mikla vinnu í það sem er honum kært. Alla virka daga þjálfar hann leikskólakrakkana og minnist þegar fyrst var fjallað um krakkana í fjölmiðlum. „Engin smá peð á Laufásborg,“ var þá forsíðufrétt, segir hann og hlær. Laufásborg er fyrsti leikskólinn í heiminum til að fara á HM og nú EM barna í skák. Árið 2015 fengu þau hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þetta brautryðjendastarf.

Fimm ára og skorti ekki sjálfstraust

Helga Lára Haarde fer fyrir foreldrasamfélaginu í kringum skákbörnin á Laufásborg. „Við vissum ekkert út í hvað við vorum að fara,“ segir hún um fyrsta keppnisferðalagið. „Þetta hefði alveg getað orðið flopp. Það voru níu keppnisdagar og þessar fjórar stúlkur hefðu léttilega getað tapað öllum sínum viðureignum. En svo fór ekki. „Þær áttu fullt erindi, voru búnar að æfa vel í tvo mánuði og voru með mikið sjálfstraust þótt þær væru ekki nema fimm ára á þeim tíma.“ Foreldrarnir voru reknir út úr keppnisstofunum og því undir stelpunum komið að standa sig, sem þær gerðu sannarlega og gott betur. „Þær björguðu sér algjörlega, réttu upp hönd til að ná í dómarann og bentu á ef eitthvað var ekki eftir bókinni,“ segir hún stolt.

Helga Lára segir fjölskylduna hafa smitast af þessum skákáhuga Omars og barnanna. Í dag segir hún fjölskylduna gjarnan tefla heima fyrir þrátt fyrir að hafa ekki teflt mikið í æsku. Dóttir Helgu Láru er ekki lengur á Laufásborg en hún fær að fylgja hópnum og kenna þeim yngri.

Viðtalið við þau Omar og Helgu Láru má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist