menu button

Kláruðu söguleg maraþon í sjö heimsálfum

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt ...
Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

„Hér er skítaveður í augnablikinu og búið að fresta startinu. Samt góðar líkur á að veðrið batni og að það verði hlaupið í dag. Hiti er við frostmark sem er gott en mikill vindur og rigning. En það er byrjað að skána. Af pólitískum ástæðum fáum við ekki að hlaupa nema í átt að Uruguay-stöðinni og aftur til baka. Það munum við gera sex sinnum. Brautin er mjög hæðótt og víða eitt drullusvað. Þannig að þetta gæti orðið tæpt hjá mér. En við sjáum til,“ sagði Gunnar Ármannsson maraþonhlaupari í stuttu bréfi til sinna nánustu í gærmorgun, sunnudaginn 17. mars, áður en ljóst var að maraþonið færi fram. Kveðjuna endaði Gunnars svo á setningunni „With love from Russia, Bellingshausen station!” 

Komast í „7 Continents Club“

Í gær lauk Gunnar, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö, er hann kláraði maraþonhlaup á Suðurskautinu. Þeir kláruðu maraþonið á ca. 5:50 klst. við þær erfiðu aðstæður sem lýst er hér að ofan. Þeir eru fyrstu Íslendingarnir sem klára þann áfanga. Það má með sanni segja að í Bellingshausen station komist maður ekki mikið fjær mannabyggðum. Net- og símasamband er nánast ekkert og er óljóst hvenær Gunnar og hlaupahópurinn komast í samband. Dóttir Gunnars, Fjóla Hreindís, staðfestir að þau hafi klárað hlaupið. Hún segist stolt af þeim gamla og ljóst að þeim hafi tekist markmiðið að komast í „7 Continents Club“. Eiginkonur þeirra stefna á slíkt hið sama, en þær Þóra Helgadóttir og Unnur Þorláksdóttir komu í mark á sama tíma og hafa þær lokið sex maraþonhlaupum í sex heimsálfum.

Frétt af mbl.is


Stóð tæpt

Gunnar Ármannsson tekur þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins um krabbamein karla, en sjálfur er hann með sjaldgæft og ólæknandi blóðkrabbamein. Gunnar hefur nú lokið 39 maraþonhlaupum og 5 ultramaraþon. Í síðdegisþætti K100 hjá Loga og Huldu sagðist hann hafa verið sjúkdómsfrír í 13 ár. Hann var búinn að vera nánast einkennalaus í um 13 ár áður en sjúkdómurinn fór aftur að láta á sér kræla síðasta sumar. Viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Nokkrum dögum síðar deildi hann því á Facebook að það væri komið gult ljós hjá lækninum með að fara. Þurfti því að hreinsa ákveðið prótein úr blóðinu til að hann gæti farið til Suðurskautsins í hlaupið. En nú er ljóst að Gunnari hefur tekist þetta magnaða afrek.  

Hér má lesa hlaupasögur Gunnars úr fyrri hlaupum.

https://k100.mbl.is/frettir/2019/03/01/38_marathon_med_olaeknandi_krabbamein/
Mynd af hópnum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta stuttu fyrir ...
Mynd af hópnum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta stuttu fyrir hlaupið. Guðni var svo vinsamlegur að leyfa þeim að kalla hann verndara hópsins til að tryggja að allir skiluðu sér heilir heim. Hér eru Unnar Hjaltason, Unnur Þorláksdóttir, Guðni Th Jóhannesson, Þóra Helgadóttir og Gunnar Ármannsson með Guðna. Ljósmynd/Aðsend
Hér má sjá hvar Bellingshausen station á Suðurskautinu er.
Hér má sjá hvar Bellingshausen station á Suðurskautinu er. Mynd/Google Maps
mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist