menu button

Foreldrarnir sögðu frekar tónlist en læknisfræði

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN mbl.is/Hari

Það munaði ekki miklu að Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN, sem um þessar mundir er ein skærasta stjarna landsins í popptónlist, legði eitthvað annað fyrir sig en tónlist. 

Fótboltakona með mikið keppnisskap

„Ég var alltaf í fótbolta og átti mér draum um að verða fótboltastjarna en rústaði á mér hnénu og fór þá yfir í tónlistina. Ég var reyndar alltaf í fiðlu en ákvað að þreyta á sönginn í menntaskóla og leiddi það til þess að ég varð að GDRN,“ segir Guðrún spurð út í hvernig æska hennar hafi verið og hvort það hafi alltaf verið planið að leggja tónlistina fyrir sig. Hún byrjaði að æfa fótbolta fimm ára gömul og stefndi alltaf á að komast í skóla út í Bandaríkjunum á fótboltastyrk en eftir tvenn meiðsl árin 2011 og 2012 þar sem hún þurfti að fara í aðgerðir í kjölfarið þurfti hún að hætta í boltanum. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga á fótbolta fylgist Gúðrun lítið með. „Ég er svo aulaleg. Ég hef svo gaman af því að spila fótbolta en ekki að horfa á hann. Ég er alltaf að biðja fólk að koma með mér í bumbubolta. Ég er reyndar með svo mikið keppnisskap, það er ekkert gaman að keppa við mig í fótbolta,“ bætir hún við og hlær. 

Í fiðlunámi en klassíkin of niðurnjörfuð

Gúðrún hóf fiðlunám snemma og segist alltaf hafa verið mjög músíkölsk. „Ég hef alltaf verið með eitthvað svona smá touch í tónlistinni. Ég get nánast gripið í hvaða hljóðfæri sem er og spilað á það. Ég komst upp með það rosalega lengi að lesa ekki nótur því ef ég heyri lag einu sinni get ég pikkað það upp og var oft í svona fake it till you make it aðstæðum á tónleikum. Svo fékk ég allt í einu leið á fiðlunni og ég held að ástæðan fyrir því sé að ég hafði tilhenigingu til þess að vilja breyta og gera eitthvað nýtt og öðruvísi en í klassíkinni áttu alltaf að fara eftir nótunum. Ég ákvað því að skrá mig í jazz söngnám og fann mig alveg þar,“ segir Gúðrun.

GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi.
GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Varð tónlistarmaður en ekki læknir

Eftir erfið meiðsli og breytingar á væntingum og draumum ákvað Guðrún að fara í Menntaskólann í Reykjavík með það fyrir augum að fara í læknisnám. Foreldrar hennar voru reyndar ekkert á því að hún yrði læknir og vildu frekar að hún leggði tónlistina fyrir sig. „Foreldar mínir styðja mig svo fullkomnlega í öllu sem ég geri í tónlistinni. Mamma mætir á alla tónleika,“ segir Guðrún um foreldra sína sem bæði hafa bakgrunn í listum. Það varð þá  þannig að í MR lét hún að sér kveða í tónlistinni og tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Í skólanum kynntist hún einnig þeim Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðarssyni sem saman skipa lagahöfundateymið Ra:tio. „Þeir voru búnir að vera að gera beats í kjallarum hjá Teiti og spurði hvort ég vildi koma og semja eitthvað með þeim og ég sagði bara já.“ Hjólin fóru að snúast hratt eftir það og í dag tæpum tveimur árum eftir að hún gaf út sitt fyrsta lag stendur Guðrún uppi með fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við GDRN og lögin sem hún valdi í Lögum lífsins í spilarnum hér að neða eða með því að smella hér. Þú getur líka hlaðið þættinum niður með því að smella hér

Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna ...
Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015. Hún er fyrst til vinstri í bakröddunum á þessari mynd. mbl.is/Golli
mbl.is
Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Ísland vaknar

Jói Pé og Króli hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

Stjörnudúettinn Jói Pé og Króli ætla að hlaupa í maraþoninu um helgina og eru örlítið kvíðnir. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist