menu button

Foreldrarnir sögðu frekar tónlist en læknisfræði

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN mbl.is/Hari

Það munaði ekki miklu að Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN, sem um þessar mundir er ein skærasta stjarna landsins í popptónlist, legði eitthvað annað fyrir sig en tónlist. 

Fótboltakona með mikið keppnisskap

„Ég var alltaf í fótbolta og átti mér draum um að verða fótboltastjarna en rústaði á mér hnénu og fór þá yfir í tónlistina. Ég var reyndar alltaf í fiðlu en ákvað að þreyta á sönginn í menntaskóla og leiddi það til þess að ég varð að GDRN,“ segir Guðrún spurð út í hvernig æska hennar hafi verið og hvort það hafi alltaf verið planið að leggja tónlistina fyrir sig. Hún byrjaði að æfa fótbolta fimm ára gömul og stefndi alltaf á að komast í skóla út í Bandaríkjunum á fótboltastyrk en eftir tvenn meiðsl árin 2011 og 2012 þar sem hún þurfti að fara í aðgerðir í kjölfarið þurfti hún að hætta í boltanum. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga á fótbolta fylgist Gúðrun lítið með. „Ég er svo aulaleg. Ég hef svo gaman af því að spila fótbolta en ekki að horfa á hann. Ég er alltaf að biðja fólk að koma með mér í bumbubolta. Ég er reyndar með svo mikið keppnisskap, það er ekkert gaman að keppa við mig í fótbolta,“ bætir hún við og hlær. 

Í fiðlunámi en klassíkin of niðurnjörfuð

Gúðrún hóf fiðlunám snemma og segist alltaf hafa verið mjög músíkölsk. „Ég hef alltaf verið með eitthvað svona smá touch í tónlistinni. Ég get nánast gripið í hvaða hljóðfæri sem er og spilað á það. Ég komst upp með það rosalega lengi að lesa ekki nótur því ef ég heyri lag einu sinni get ég pikkað það upp og var oft í svona fake it till you make it aðstæðum á tónleikum. Svo fékk ég allt í einu leið á fiðlunni og ég held að ástæðan fyrir því sé að ég hafði tilhenigingu til þess að vilja breyta og gera eitthvað nýtt og öðruvísi en í klassíkinni áttu alltaf að fara eftir nótunum. Ég ákvað því að skrá mig í jazz söngnám og fann mig alveg þar,“ segir Gúðrun.

GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi.
GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Varð tónlistarmaður en ekki læknir

Eftir erfið meiðsli og breytingar á væntingum og draumum ákvað Guðrún að fara í Menntaskólann í Reykjavík með það fyrir augum að fara í læknisnám. Foreldrar hennar voru reyndar ekkert á því að hún yrði læknir og vildu frekar að hún leggði tónlistina fyrir sig. „Foreldar mínir styðja mig svo fullkomnlega í öllu sem ég geri í tónlistinni. Mamma mætir á alla tónleika,“ segir Guðrún um foreldra sína sem bæði hafa bakgrunn í listum. Það varð þá  þannig að í MR lét hún að sér kveða í tónlistinni og tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Í skólanum kynntist hún einnig þeim Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðarssyni sem saman skipa lagahöfundateymið Ra:tio. „Þeir voru búnir að vera að gera beats í kjallarum hjá Teiti og spurði hvort ég vildi koma og semja eitthvað með þeim og ég sagði bara já.“ Hjólin fóru að snúast hratt eftir það og í dag tæpum tveimur árum eftir að hún gaf út sitt fyrsta lag stendur Guðrún uppi með fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við GDRN og lögin sem hún valdi í Lögum lífsins í spilarnum hér að neða eða með því að smella hér. Þú getur líka hlaðið þættinum niður með því að smella hér

Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna ...
Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015. Hún er fyrst til vinstri í bakröddunum á þessari mynd. mbl.is/Golli
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »