menu button

Foreldrarnir sögðu frekar tónlist en læknisfræði

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN mbl.is/Hari

Það munaði ekki miklu að Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN, sem um þessar mundir er ein skærasta stjarna landsins í popptónlist, legði eitthvað annað fyrir sig en tónlist. 

Fótboltakona með mikið keppnisskap

„Ég var alltaf í fótbolta og átti mér draum um að verða fótboltastjarna en rústaði á mér hnénu og fór þá yfir í tónlistina. Ég var reyndar alltaf í fiðlu en ákvað að þreyta á sönginn í menntaskóla og leiddi það til þess að ég varð að GDRN,“ segir Guðrún spurð út í hvernig æska hennar hafi verið og hvort það hafi alltaf verið planið að leggja tónlistina fyrir sig. Hún byrjaði að æfa fótbolta fimm ára gömul og stefndi alltaf á að komast í skóla út í Bandaríkjunum á fótboltastyrk en eftir tvenn meiðsl árin 2011 og 2012 þar sem hún þurfti að fara í aðgerðir í kjölfarið þurfti hún að hætta í boltanum. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga á fótbolta fylgist Gúðrun lítið með. „Ég er svo aulaleg. Ég hef svo gaman af því að spila fótbolta en ekki að horfa á hann. Ég er alltaf að biðja fólk að koma með mér í bumbubolta. Ég er reyndar með svo mikið keppnisskap, það er ekkert gaman að keppa við mig í fótbolta,“ bætir hún við og hlær. 

Í fiðlunámi en klassíkin of niðurnjörfuð

Gúðrún hóf fiðlunám snemma og segist alltaf hafa verið mjög músíkölsk. „Ég hef alltaf verið með eitthvað svona smá touch í tónlistinni. Ég get nánast gripið í hvaða hljóðfæri sem er og spilað á það. Ég komst upp með það rosalega lengi að lesa ekki nótur því ef ég heyri lag einu sinni get ég pikkað það upp og var oft í svona fake it till you make it aðstæðum á tónleikum. Svo fékk ég allt í einu leið á fiðlunni og ég held að ástæðan fyrir því sé að ég hafði tilhenigingu til þess að vilja breyta og gera eitthvað nýtt og öðruvísi en í klassíkinni áttu alltaf að fara eftir nótunum. Ég ákvað því að skrá mig í jazz söngnám og fann mig alveg þar,“ segir Gúðrun.

GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi.
GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Varð tónlistarmaður en ekki læknir

Eftir erfið meiðsli og breytingar á væntingum og draumum ákvað Guðrún að fara í Menntaskólann í Reykjavík með það fyrir augum að fara í læknisnám. Foreldrar hennar voru reyndar ekkert á því að hún yrði læknir og vildu frekar að hún leggði tónlistina fyrir sig. „Foreldar mínir styðja mig svo fullkomnlega í öllu sem ég geri í tónlistinni. Mamma mætir á alla tónleika,“ segir Guðrún um foreldra sína sem bæði hafa bakgrunn í listum. Það varð þá  þannig að í MR lét hún að sér kveða í tónlistinni og tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Í skólanum kynntist hún einnig þeim Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðarssyni sem saman skipa lagahöfundateymið Ra:tio. „Þeir voru búnir að vera að gera beats í kjallarum hjá Teiti og spurði hvort ég vildi koma og semja eitthvað með þeim og ég sagði bara já.“ Hjólin fóru að snúast hratt eftir það og í dag tæpum tveimur árum eftir að hún gaf út sitt fyrsta lag stendur Guðrún uppi með fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við GDRN og lögin sem hún valdi í Lögum lífsins í spilarnum hér að neða eða með því að smella hér. Þú getur líka hlaðið þættinum niður með því að smella hér

Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna ...
Guðrún tók þátt í atriðinu sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015. Hún er fyrst til vinstri í bakröddunum á þessari mynd. mbl.is/Golli
mbl.is
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group.
Fréttir

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist