menu button

Gömul saga og ný

Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim ...
Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim Wade Robson (t.v.) og James Safechuck (t.h.). AP: Taylor Jewell/Invision

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndara barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO-sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RÚV hefur hafið sýningu á. Í myndinni segja þeir Wade Robson og James Safechuck frá því hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru börn.

Wade hafði áður neitað ásökunum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jackson er sakaður um barnaníð, en ásakanir hafa loðað við hann allan hans fullorðinsferil, allt þar til hann lést árið 2009. Árið 1993 komst hann í heimsfréttirnar þegar hann var  sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þá þrettán ára gömlum pilti. Jackson og fjölskylda Chandlers komust að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á milljónir Bandaríkjadala. Í þeim réttarhöldum var Wade Robson eitt lykilvitna, sem neitaði að Michael hafi nokkurn tíma beitt hann kynferðislegu ofbeldi, þrátt fyrir að hafa margoft sofið í sama rúmi og poppstjarnan.
Í dag halda þeir Wade og James því hins vegar fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Þeir lýsa brotunum í smáatriðum í myndinni en báðir eyddu þeir miklum tíma á heimili og ævintýrlegum búgarði Jackson sem bar heitið Neverland.

Alltaf sama aðferðafræði

Það hefur vakið athygli og mikil umræða skapast um af hverju James og Wade koma svona seint fram með sínar sögur. Sigríður segir að upplifun barna af kynferðisofbeldi sé ekki endilega að þetta sé eitthvað slæmt eða vont, hvað þá að það sé ofbeldi. Hún segir að leið Michael Jackson til að ná til drengjanna hafi alltaf verið sú sama. Það var ekkert sem gaf til kynna að það væri einhver hætta á ferðum. Foreldrarnir óttuðust hann ekki, aðrir í kringum Michael voru ekki hræddir, af hverju hefðu drengirnir átt að vera hræddir við hann?  

Börn efast ekki um góðmennsku annarra og í hugarheimi barna getur fullorðinn aðili ekki bæði verið góður og vondur. Og ef einstaklingur er „góður “ og barnið búið að upplifa sig öruggt, t.d. með vináttu og gjöfum, getur barnið ekki sett það sem er að gerast í samhengi við eitthvað slæmt. Það kom sterkt fram í þættinum, t.d. viðtalið sem James tók í flugvélinni, um hvað honum (Michael) fannst skemmtilegast í Disney-ferðinni, var svar hans m.a. „Að vera með þér,“ eins og Sigríður lýsir því.

Dæmigerð viðbrögð þolenda

Aðferðin sem Michael notaði er dæmigerð fyrir gerendur og viðbrögð þeirra James og Wade eru dæmigerð fyrir viðbrögð barna og unglinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Börn segja sjaldnast frá. Börn þurfa að fá að heyra, helst frá foreldrum sínum, hvað er í lagi og eðlilegt í samskiptum, hvar liggja mörkin og hvað eru einkastaðir líkamans. Og síðast en ekki síst þurfa börn að heyra að aðilar sem þau þekkja vel eða þykir vænt um geti reynt að brjóta reglur um einkastaðina. Í kynferðisofbeldi felast m.a. atlot og snertingar og líkami barna örvast við snertingu. Börn hafa ekki skilning á því að þetta er ofbeldi. Þetta eru bara börn og það er í verkahring fullorðinna að vernda þau. Vegna sterkra viðbragða vill Sigríður benda á fræðslu fyrir fullorðna um hvernig er hægt að vernda börn á blattafram.is.

Hér má hlusta á viðtalið við Sigríði úr síðdegisþætti K100.

Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér ...
Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér með fjölskyldu Wade Robson, sem í dag er farsæll dansari, danshöfundur sem hefur unnið m.a. með NSYNC, Britney Spears og undanfarið hefur hann verið dómari í þáttunum „So You Think You Can Dance.“ Skjáskot Youtube
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni ...
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni Lea­ving Neverland. Mynd/AFP
mbl.is
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group.
Fréttir

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist