menu button

Gömul saga og ný

Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim ...
Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim Wade Robson (t.v.) og James Safechuck (t.h.). AP: Taylor Jewell/Invision

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndara barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO-sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RÚV hefur hafið sýningu á. Í myndinni segja þeir Wade Robson og James Safechuck frá því hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru börn.

Wade hafði áður neitað ásökunum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jackson er sakaður um barnaníð, en ásakanir hafa loðað við hann allan hans fullorðinsferil, allt þar til hann lést árið 2009. Árið 1993 komst hann í heimsfréttirnar þegar hann var  sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þá þrettán ára gömlum pilti. Jackson og fjölskylda Chandlers komust að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á milljónir Bandaríkjadala. Í þeim réttarhöldum var Wade Robson eitt lykilvitna, sem neitaði að Michael hafi nokkurn tíma beitt hann kynferðislegu ofbeldi, þrátt fyrir að hafa margoft sofið í sama rúmi og poppstjarnan.
Í dag halda þeir Wade og James því hins vegar fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Þeir lýsa brotunum í smáatriðum í myndinni en báðir eyddu þeir miklum tíma á heimili og ævintýrlegum búgarði Jackson sem bar heitið Neverland.

Alltaf sama aðferðafræði

Það hefur vakið athygli og mikil umræða skapast um af hverju James og Wade koma svona seint fram með sínar sögur. Sigríður segir að upplifun barna af kynferðisofbeldi sé ekki endilega að þetta sé eitthvað slæmt eða vont, hvað þá að það sé ofbeldi. Hún segir að leið Michael Jackson til að ná til drengjanna hafi alltaf verið sú sama. Það var ekkert sem gaf til kynna að það væri einhver hætta á ferðum. Foreldrarnir óttuðust hann ekki, aðrir í kringum Michael voru ekki hræddir, af hverju hefðu drengirnir átt að vera hræddir við hann?  

Börn efast ekki um góðmennsku annarra og í hugarheimi barna getur fullorðinn aðili ekki bæði verið góður og vondur. Og ef einstaklingur er „góður “ og barnið búið að upplifa sig öruggt, t.d. með vináttu og gjöfum, getur barnið ekki sett það sem er að gerast í samhengi við eitthvað slæmt. Það kom sterkt fram í þættinum, t.d. viðtalið sem James tók í flugvélinni, um hvað honum (Michael) fannst skemmtilegast í Disney-ferðinni, var svar hans m.a. „Að vera með þér,“ eins og Sigríður lýsir því.

Dæmigerð viðbrögð þolenda

Aðferðin sem Michael notaði er dæmigerð fyrir gerendur og viðbrögð þeirra James og Wade eru dæmigerð fyrir viðbrögð barna og unglinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Börn segja sjaldnast frá. Börn þurfa að fá að heyra, helst frá foreldrum sínum, hvað er í lagi og eðlilegt í samskiptum, hvar liggja mörkin og hvað eru einkastaðir líkamans. Og síðast en ekki síst þurfa börn að heyra að aðilar sem þau þekkja vel eða þykir vænt um geti reynt að brjóta reglur um einkastaðina. Í kynferðisofbeldi felast m.a. atlot og snertingar og líkami barna örvast við snertingu. Börn hafa ekki skilning á því að þetta er ofbeldi. Þetta eru bara börn og það er í verkahring fullorðinna að vernda þau. Vegna sterkra viðbragða vill Sigríður benda á fræðslu fyrir fullorðna um hvernig er hægt að vernda börn á blattafram.is.

Hér má hlusta á viðtalið við Sigríði úr síðdegisþætti K100.

Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér ...
Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér með fjölskyldu Wade Robson, sem í dag er farsæll dansari, danshöfundur sem hefur unnið m.a. með NSYNC, Britney Spears og undanfarið hefur hann verið dómari í þáttunum „So You Think You Can Dance.“ Skjáskot Youtube
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni ...
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni Lea­ving Neverland. Mynd/AFP
mbl.is
Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Ísland vaknar

Jói Pé og Króli hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

Stjörnudúettinn Jói Pé og Króli ætla að hlaupa í maraþoninu um helgina og eru örlítið kvíðnir. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist