menu button

Gömul saga og ný

Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim ...
Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim Wade Robson (t.v.) og James Safechuck (t.h.). AP: Taylor Jewell/Invision

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndara barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO-sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RÚV hefur hafið sýningu á. Í myndinni segja þeir Wade Robson og James Safechuck frá því hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru börn.

Wade hafði áður neitað ásökunum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jackson er sakaður um barnaníð, en ásakanir hafa loðað við hann allan hans fullorðinsferil, allt þar til hann lést árið 2009. Árið 1993 komst hann í heimsfréttirnar þegar hann var  sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þá þrettán ára gömlum pilti. Jackson og fjölskylda Chandlers komust að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á milljónir Bandaríkjadala. Í þeim réttarhöldum var Wade Robson eitt lykilvitna, sem neitaði að Michael hafi nokkurn tíma beitt hann kynferðislegu ofbeldi, þrátt fyrir að hafa margoft sofið í sama rúmi og poppstjarnan.
Í dag halda þeir Wade og James því hins vegar fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Þeir lýsa brotunum í smáatriðum í myndinni en báðir eyddu þeir miklum tíma á heimili og ævintýrlegum búgarði Jackson sem bar heitið Neverland.

Alltaf sama aðferðafræði

Það hefur vakið athygli og mikil umræða skapast um af hverju James og Wade koma svona seint fram með sínar sögur. Sigríður segir að upplifun barna af kynferðisofbeldi sé ekki endilega að þetta sé eitthvað slæmt eða vont, hvað þá að það sé ofbeldi. Hún segir að leið Michael Jackson til að ná til drengjanna hafi alltaf verið sú sama. Það var ekkert sem gaf til kynna að það væri einhver hætta á ferðum. Foreldrarnir óttuðust hann ekki, aðrir í kringum Michael voru ekki hræddir, af hverju hefðu drengirnir átt að vera hræddir við hann?  

Börn efast ekki um góðmennsku annarra og í hugarheimi barna getur fullorðinn aðili ekki bæði verið góður og vondur. Og ef einstaklingur er „góður “ og barnið búið að upplifa sig öruggt, t.d. með vináttu og gjöfum, getur barnið ekki sett það sem er að gerast í samhengi við eitthvað slæmt. Það kom sterkt fram í þættinum, t.d. viðtalið sem James tók í flugvélinni, um hvað honum (Michael) fannst skemmtilegast í Disney-ferðinni, var svar hans m.a. „Að vera með þér,“ eins og Sigríður lýsir því.

Dæmigerð viðbrögð þolenda

Aðferðin sem Michael notaði er dæmigerð fyrir gerendur og viðbrögð þeirra James og Wade eru dæmigerð fyrir viðbrögð barna og unglinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Börn segja sjaldnast frá. Börn þurfa að fá að heyra, helst frá foreldrum sínum, hvað er í lagi og eðlilegt í samskiptum, hvar liggja mörkin og hvað eru einkastaðir líkamans. Og síðast en ekki síst þurfa börn að heyra að aðilar sem þau þekkja vel eða þykir vænt um geti reynt að brjóta reglur um einkastaðina. Í kynferðisofbeldi felast m.a. atlot og snertingar og líkami barna örvast við snertingu. Börn hafa ekki skilning á því að þetta er ofbeldi. Þetta eru bara börn og það er í verkahring fullorðinna að vernda þau. Vegna sterkra viðbragða vill Sigríður benda á fræðslu fyrir fullorðna um hvernig er hægt að vernda börn á blattafram.is.

Hér má hlusta á viðtalið við Sigríði úr síðdegisþætti K100.

Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér ...
Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla fjöl­skyldu drengjanna. Hér með fjölskyldu Wade Robson, sem í dag er farsæll dansari, danshöfundur sem hefur unnið m.a. með NSYNC, Britney Spears og undanfarið hefur hann verið dómari í þáttunum „So You Think You Can Dance.“ Skjáskot Youtube
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni ...
Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í myndinni Lea­ving Neverland. Mynd/AFP
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »