menu button

Buxurnar rifnuðu á versta stað og tíma

Hlustendur Ísland vaknar heyrðu á dögunum að Ásgeir Páll einn þáttarstjórnenda var staddur í Þýskalandi fyrir skemmstu, vegna starfa síns þar sem óperusöngvari. Hann lét sig þó ekki vanta í þáttinn heldur sendi út frá hótelherberginu þar sem hann var staddur við æfingar á óperunni Brúðkaup Fígarós, en Ásgeir syngur hlutverk Greifans. „Þetta er sýning sem verið er að taka til sýninga að nýju en hún hefur gengið í áraraðir. Það er ný söngkona að koma inn í aðalhlutverk sýningarinnar og þess vegna var nauðsynlegt að kalla saman allan hópinn til að æfa með henni,“ segir Ásgeir.  

Vægast sagt pínlegt

Ásgeir lenti að eigin sögn í vægast sagt pínlegri aðstöðu í beinni útsendingu Ísland vaknar á meðan dvöl hans stóð þar ytra. „Ég tók bara með mér einar buxur og ætlaði mér að kaupa mér ný föt á meðan ég var úti. Þessar buxur voru orðnar helst til þröngar líklega vegna þessa að þvottavélin heima lætur fötin mín gjarnan hlaupa. Þar sem ég sat við hljóðnemann og spjallaði við Jón Axel og Kristínu Sif þurfti ég að beygja mig fram og þá gerðist það. Ég heyrði skerandi hljóð sem minnti einna helst á hrafnakrunk og við nanari eftirgrennslan sá ég að buxurnar höfðu rifnað þvert yfir klofbótina og niður í miðja vinstri buxnaskálmina,“ segir Ásgeir sem var ekki skemmt.  

Ekki með aukabuxur meðferðis

Útvarpsmanninum var að vonum talsvert brugðið eftir þessa reynslu í því ljósi að hann var ekki með buxur til skiptanna og var þar að auki ekki með nærföt meðferðis. „Ég ætlaði að spara mér yfirvigtina í fluginu og kaupa allt nýtt þarna úti.“ Af þessum ástæðum þurfti Ásgeir að fara í fataleiðangur í rifnum buxunum. 

Bjargaði sér með handklæði

Þar sem þríeykið segir opinskátt frá lífi sínu í þáttunum var þetta rætt kinnroðalaust um leið og þetta var að gerast. „Bíddu ertu þá bara með djásnin dinglandi?” spurði Jón Axel hlæjandi en Kristín Sif ráðlagði Ásgeiri að vefja hótelhandklæði um sig miðjan og klæða sig í rifnu buxurnar utan um handklæðið. Ásgeir fór að ráðum samstarfskonu sinnar en viðurkenndi að þrátt fyrir allt hafi framvindan ekki verið áfallalaus. „Handklæðið var nefnilega merkt hótelinu og merkið sást greinilega í gegnum rifnar buxurnar og þegar ég gekk í gegnum hótelmóttökuna á leiðinni út fékk ég athugasemd frá konunni sem þar var á vakt.  Hún hélt sem sagt að ég ætlaði að stela handklæðinu,“ lýsir Ásgeir sem náði þó að útskýra ófarir sínar fyrir konunni sem brást við með því að hlæja dátt og hleypti útvarpsmanninum út í búð án þess að kæra hann fyrir þjófnað.  

mbl.is
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group.
Fréttir

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist