menu button

Buxurnar rifnuðu á versta stað og tíma

Hlustendur Ísland vaknar heyrðu á dögunum að Ásgeir Páll einn þáttarstjórnenda var staddur í Þýskalandi fyrir skemmstu, vegna starfa síns þar sem óperusöngvari. Hann lét sig þó ekki vanta í þáttinn heldur sendi út frá hótelherberginu þar sem hann var staddur við æfingar á óperunni Brúðkaup Fígarós, en Ásgeir syngur hlutverk Greifans. „Þetta er sýning sem verið er að taka til sýninga að nýju en hún hefur gengið í áraraðir. Það er ný söngkona að koma inn í aðalhlutverk sýningarinnar og þess vegna var nauðsynlegt að kalla saman allan hópinn til að æfa með henni,“ segir Ásgeir.  

Vægast sagt pínlegt

Ásgeir lenti að eigin sögn í vægast sagt pínlegri aðstöðu í beinni útsendingu Ísland vaknar á meðan dvöl hans stóð þar ytra. „Ég tók bara með mér einar buxur og ætlaði mér að kaupa mér ný föt á meðan ég var úti. Þessar buxur voru orðnar helst til þröngar líklega vegna þessa að þvottavélin heima lætur fötin mín gjarnan hlaupa. Þar sem ég sat við hljóðnemann og spjallaði við Jón Axel og Kristínu Sif þurfti ég að beygja mig fram og þá gerðist það. Ég heyrði skerandi hljóð sem minnti einna helst á hrafnakrunk og við nanari eftirgrennslan sá ég að buxurnar höfðu rifnað þvert yfir klofbótina og niður í miðja vinstri buxnaskálmina,“ segir Ásgeir sem var ekki skemmt.  

Ekki með aukabuxur meðferðis

Útvarpsmanninum var að vonum talsvert brugðið eftir þessa reynslu í því ljósi að hann var ekki með buxur til skiptanna og var þar að auki ekki með nærföt meðferðis. „Ég ætlaði að spara mér yfirvigtina í fluginu og kaupa allt nýtt þarna úti.“ Af þessum ástæðum þurfti Ásgeir að fara í fataleiðangur í rifnum buxunum. 

Bjargaði sér með handklæði

Þar sem þríeykið segir opinskátt frá lífi sínu í þáttunum var þetta rætt kinnroðalaust um leið og þetta var að gerast. „Bíddu ertu þá bara með djásnin dinglandi?” spurði Jón Axel hlæjandi en Kristín Sif ráðlagði Ásgeiri að vefja hótelhandklæði um sig miðjan og klæða sig í rifnu buxurnar utan um handklæðið. Ásgeir fór að ráðum samstarfskonu sinnar en viðurkenndi að þrátt fyrir allt hafi framvindan ekki verið áfallalaus. „Handklæðið var nefnilega merkt hótelinu og merkið sást greinilega í gegnum rifnar buxurnar og þegar ég gekk í gegnum hótelmóttökuna á leiðinni út fékk ég athugasemd frá konunni sem þar var á vakt.  Hún hélt sem sagt að ég ætlaði að stela handklæðinu,“ lýsir Ásgeir sem náði þó að útskýra ófarir sínar fyrir konunni sem brást við með því að hlæja dátt og hleypti útvarpsmanninum út í búð án þess að kæra hann fyrir þjófnað.  

mbl.is
Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Ísland vaknar

Jói Pé og Króli hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

Stjörnudúettinn Jói Pé og Króli ætla að hlaupa í maraþoninu um helgina og eru örlítið kvíðnir. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist