menu button

Halli Melló í Súper

Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað ...
Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað að klappa í takt við víkingaklappið í ára­móta­s­kaupinu árið 2016. Mynd/ Skjá­skot úr ára­móta­s­kaupi RUV

Hallgrím Ólafsson leikara þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Í áramótaskaupi árið 2016 sló hann í gegn í hlutverki Magnúsarar Magnúsar Magnússonar sem náði ekki taktinum í Víkingaklappinu. Auk þess hefur Hallgrímur meðal annars leikið í Fangavaktinni, Heimsenda, Rétti, Bakk og Stelpunum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hotel Volkswagen og Gullregni. Hann tekur nú þátt í nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins „Súper - þar sem kjöt snýst um fólk.“ Verkið er eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Snæfríður Ingvarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sólveig Arnarsdóttir og Arnmundur Ernst Backman leika einnig í verkinu. Sýningar hefjast í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16. mars.

Halli „taska" Melló 

Hallgrímur er gjarnan kallaður Halli Melló en það segir hann tilkomið frá uppeldisárum sínum á Skaganum. Hann rifjaði upp aðdragandann og aðrar skemmtilegar sögur hjá Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Logi segist gjarnan nefna hann „töskuna" og kann það að hljóma langsótt en þeir sem hafa horft á teiknimyndaseríurnar um Dóru landkönnuð þekkja lagið um töskuna. „Taska taska..." hljómaði gjarnan á heimilinum landsmanna snemma um helgar þegar Dóru þættirnir voru hvað vinsælastir og var Halli maðurinn á bakvið laglínuna. Hann segir enga leið að losna við þessar nafngiftir. 

„Absúrd fyndið leikrit

Verkið fjallar um fólk sem hittist í stórmarkaði og á í einlægum samræðum og finnur vörur sem næra ekki bara skrokkinn heldur andann líka og finnur hluti sem gera það heilsteyptara. Í versluninni fæst til dæmis glænýr lax úr 100% lífrænu svínakjöti, ferskir kjúklingastrumpar úr nýslátruðu grísakjöti og hinir sívinsælu hunangsmarineruðu og hægsvæfðu spenagrísir á teini.

Halli segist hrifinn af Jóni sem handritshöfundi gamanleikrita og rifjar hann upp söguna frá því þegar hann tók þátt í Hótel Volkswagen“ sem var jafnframt fyrsta sviðsverk Jóns. Hópurinn sem kom að leikritinu efaðist mjög í fyrstu hvort verkið væri nógu fyndið. En svo hafi áhorfendur grátið á sýningum af hlátri og leikararnir hafi ekki komist í gegnum eina sýningu án þess að hlæja sjálf. Halli lofar því góðu gríni í Súper og er leikritinu lýst sem bráðfyndnuleikriti, fullt af "gnarrískum" húmor og pælingum. „Þetta er bara svona absúrd fyndið,“ segir Halli um leikritið. 

Viðtalið við Hallgrím Ólafsson úr síðdegisþætti K!00 má nálgast hér að neðan. 

Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt ...
Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt snýst um fólk. Handritið skrifar Jón Gnarr sem er hér með fulla körfu af fólki, já eða kjöti. Mynd/Þjóðleikhúsið
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »