menu button

Halli Melló í Súper

Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað ...
Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað að klappa í takt við víkingaklappið í ára­móta­s­kaupinu árið 2016. Mynd/ Skjá­skot úr ára­móta­s­kaupi RUV

Hallgrím Ólafsson leikara þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Í áramótaskaupi árið 2016 sló hann í gegn í hlutverki Magnúsarar Magnúsar Magnússonar sem náði ekki taktinum í Víkingaklappinu. Auk þess hefur Hallgrímur meðal annars leikið í Fangavaktinni, Heimsenda, Rétti, Bakk og Stelpunum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hotel Volkswagen og Gullregni. Hann tekur nú þátt í nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins „Súper - þar sem kjöt snýst um fólk.“ Verkið er eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Snæfríður Ingvarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sólveig Arnarsdóttir og Arnmundur Ernst Backman leika einnig í verkinu. Sýningar hefjast í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16. mars.

Halli „taska" Melló 

Hallgrímur er gjarnan kallaður Halli Melló en það segir hann tilkomið frá uppeldisárum sínum á Skaganum. Hann rifjaði upp aðdragandann og aðrar skemmtilegar sögur hjá Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Logi segist gjarnan nefna hann „töskuna" og kann það að hljóma langsótt en þeir sem hafa horft á teiknimyndaseríurnar um Dóru landkönnuð þekkja lagið um töskuna. „Taska taska..." hljómaði gjarnan á heimilinum landsmanna snemma um helgar þegar Dóru þættirnir voru hvað vinsælastir og var Halli maðurinn á bakvið laglínuna. Hann segir enga leið að losna við þessar nafngiftir. 

„Absúrd fyndið leikrit

Verkið fjallar um fólk sem hittist í stórmarkaði og á í einlægum samræðum og finnur vörur sem næra ekki bara skrokkinn heldur andann líka og finnur hluti sem gera það heilsteyptara. Í versluninni fæst til dæmis glænýr lax úr 100% lífrænu svínakjöti, ferskir kjúklingastrumpar úr nýslátruðu grísakjöti og hinir sívinsælu hunangsmarineruðu og hægsvæfðu spenagrísir á teini.

Halli segist hrifinn af Jóni sem handritshöfundi gamanleikrita og rifjar hann upp söguna frá því þegar hann tók þátt í Hótel Volkswagen“ sem var jafnframt fyrsta sviðsverk Jóns. Hópurinn sem kom að leikritinu efaðist mjög í fyrstu hvort verkið væri nógu fyndið. En svo hafi áhorfendur grátið á sýningum af hlátri og leikararnir hafi ekki komist í gegnum eina sýningu án þess að hlæja sjálf. Halli lofar því góðu gríni í Súper og er leikritinu lýst sem bráðfyndnuleikriti, fullt af "gnarrískum" húmor og pælingum. „Þetta er bara svona absúrd fyndið,“ segir Halli um leikritið. 

Viðtalið við Hallgrím Ólafsson úr síðdegisþætti K!00 má nálgast hér að neðan. 

Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt ...
Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt snýst um fólk. Handritið skrifar Jón Gnarr sem er hér með fulla körfu af fólki, já eða kjöti. Mynd/Þjóðleikhúsið
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »