menu button

Halli Melló í Súper

Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað ...
Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað að klappa í takt við víkingaklappið í ára­móta­s­kaupinu árið 2016. Mynd/ Skjá­skot úr ára­móta­s­kaupi RUV

Hallgrím Ólafsson leikara þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Í áramótaskaupi árið 2016 sló hann í gegn í hlutverki Magnúsarar Magnúsar Magnússonar sem náði ekki taktinum í Víkingaklappinu. Auk þess hefur Hallgrímur meðal annars leikið í Fangavaktinni, Heimsenda, Rétti, Bakk og Stelpunum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hotel Volkswagen og Gullregni. Hann tekur nú þátt í nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins „Súper - þar sem kjöt snýst um fólk.“ Verkið er eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Snæfríður Ingvarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sólveig Arnarsdóttir og Arnmundur Ernst Backman leika einnig í verkinu. Sýningar hefjast í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16. mars.

Halli „taska" Melló 

Hallgrímur er gjarnan kallaður Halli Melló en það segir hann tilkomið frá uppeldisárum sínum á Skaganum. Hann rifjaði upp aðdragandann og aðrar skemmtilegar sögur hjá Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Logi segist gjarnan nefna hann „töskuna" og kann það að hljóma langsótt en þeir sem hafa horft á teiknimyndaseríurnar um Dóru landkönnuð þekkja lagið um töskuna. „Taska taska..." hljómaði gjarnan á heimilinum landsmanna snemma um helgar þegar Dóru þættirnir voru hvað vinsælastir og var Halli maðurinn á bakvið laglínuna. Hann segir enga leið að losna við þessar nafngiftir. 

„Absúrd fyndið leikrit

Verkið fjallar um fólk sem hittist í stórmarkaði og á í einlægum samræðum og finnur vörur sem næra ekki bara skrokkinn heldur andann líka og finnur hluti sem gera það heilsteyptara. Í versluninni fæst til dæmis glænýr lax úr 100% lífrænu svínakjöti, ferskir kjúklingastrumpar úr nýslátruðu grísakjöti og hinir sívinsælu hunangsmarineruðu og hægsvæfðu spenagrísir á teini.

Halli segist hrifinn af Jóni sem handritshöfundi gamanleikrita og rifjar hann upp söguna frá því þegar hann tók þátt í Hótel Volkswagen“ sem var jafnframt fyrsta sviðsverk Jóns. Hópurinn sem kom að leikritinu efaðist mjög í fyrstu hvort verkið væri nógu fyndið. En svo hafi áhorfendur grátið á sýningum af hlátri og leikararnir hafi ekki komist í gegnum eina sýningu án þess að hlæja sjálf. Halli lofar því góðu gríni í Súper og er leikritinu lýst sem bráðfyndnuleikriti, fullt af "gnarrískum" húmor og pælingum. „Þetta er bara svona absúrd fyndið,“ segir Halli um leikritið. 

Viðtalið við Hallgrím Ólafsson úr síðdegisþætti K!00 má nálgast hér að neðan. 

Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt ...
Leikararnir sem leika í leikritinu Súper - þar sem kjöt snýst um fólk. Handritið skrifar Jón Gnarr sem er hér með fulla körfu af fólki, já eða kjöti. Mynd/Þjóðleikhúsið
mbl.is
Siggi Gunnars

Hlaup: Æfir 12 sinnum í hverri viku

Hlynur Andrésson er einn okkar fremsti hlaupari sem stefnir hátt. Hann gaf góð hlauparáð á K100. Nánar »

Fréttir

„Mikilvægara að vera í stuði en að syngja vel“

Tvíeykið Hits&Tits stendur fyrir útikarókí á morgun, Menningarnótt. Nánar »

Ísland vaknar

Diskósúpa Með Evu Ruza og Hjálmari á Menningarnótt

Á Menningarnótt vekur Nettó athygli á matarsóun og býður upp á súpu á Klambratúni. Nánar »

Fréttir

K100 kemur hlaupurum í gírinn

Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tónlist á stóra sviðinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Fréttir

Heilsufarsmæling með sjálfu

Með einungis einni andlitsmynd segjast þeir, sem standa að baki forritinu, geta náð í miklu fleiri gögn til að meta heilsufarsástand en áður hefur verið hægt. Nánar »

Siggi Gunnars

Nýjasta á markaðnum fyrir hlaupið á morgun

Siggi Gunnars er í dag í beinni á K100 frá Fit & Run stórsýningunni í Laugardalshöll. Nánar »

Fréttir

20 farþegar í vetnisflugvél 

Nýsköpunarfyrirtækið ZeroAvia hefur komið fram á sjónarsviðið með nýstárlega flugvél sem knúin er vetni. Nánar »

Ísland vaknar

ÖR-námskeið í góðum félagsskap

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap? Nú er hægt að halda svokölluð ÖR-námskeið. Nánar »

Grace Davies er að slá aftur í gegn.
Fréttir

Besta áheyrnarprufa allra tíma?

Netheimar hafa logað síðustu daga vegna áheyrnarprufu frá 2017 sem aftur er komin á flug. Sumir segja að þetta sé besta áheyrnarprufa allra tíma. Nánar »

Ísland vaknar

Jói Pé og Króli hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

Stjörnudúettinn Jói Pé og Króli ætla að hlaupa í maraþoninu um helgina og eru örlítið kvíðnir. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist