menu button

Nýr fasi að hefjast hjá Friðriki Ómari

Nýr kafli er nú að byrja í lífi Friðriks Ómars ...
Nýr kafli er nú að byrja í lífi Friðriks Ómars sem tónlistarmanns þar sem orðin eru farin að flæða líkt og hann segir sjálfur. Mynd/Morgunblaðið Hari

Þessi grein birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í liðinni viku. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér.

Lögin tvö sem komust áfram í úrslitaeinvígið í Söngvakeppninni um hvert verður framlag Íslands í Eurovision í ár voru Hatrið mun sigra með Hatara og Hvað ef ég get ekki elskað? með Friðriki Ómari. Það fór svo að Hat­ari fékk flest stig dóm­nefnd­ar, í fyrri síma­kosn­ingu sem og í ein­víg­inu við Friðrik Ómar þar sem þjóðin kaus. Hin alþjóðlega dómnefnd var skipuð 10 aðilum og hafði hún 50% vægi á móti at­kvæðum úr síma­kosn­ingunni. Al­menn­ing­ur og dóm­nefnd voru því sam­mála um röð lag­anna í ár og ljóst að framlag okkar Íslendinga verður með hljómsveitinni Hatara. Eurovisionkeppnin fer fram í Tel Aviv 18. maí og verður spennandi að sjá hvort Hatari komist í úrslitin, en þangað hefur framlag Íslands ekki komist frá árinu 2014 þegar Pollapönk keppti fyrir Íslands hönd. Óhætt er að segja að atriði Hatara sé umdeilt en um leið vinsælt. Og mögulega verður það enn umdeildara í alþjóðlegu samhengi þegar til Tel Aviv er komið vegna ögrandi gjörnings margmiðlunarhópsins sem klæðist BDSM-búningum.

Finnur fyrir miklum létti

Friðrik segist þakklátur fyrir tækifærið í kringum Söngvakeppnina. Í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu sagðist hann hafa verið mjög vel stemmdur alla keppnina. „Ég var búinn að teikna þetta upp hvernig ég vildi hafa þetta og það rættist allt saman. Ég stjórnaði alveg ferðinni, það var mjög góð tilfinning,“ segir hann einlægur. Hann viðurkennir að hafa í upphafi lagt upp með sigur. Þegar úrslitin lágu fyrir segist hann hafa fundið ákveðinn létti. Hann segir ástæðuna margþætta. „Þetta er búið að hertaka líf þitt í fimm mánuði og það er rosalega gott að komast út úr því. Ég fann það um leið og þetta varð ljóst. Nú get ég farið að gera eitthvað annað,“ útskýrir Friðrik.

Hefði haldið með Hatara

Friðrik Ómar hefði viljað sjá Hatara fara út hefði hann sjálfur verið óbreyttur borgari að kjósa. „Það er eitthvað ferskt þarna. Nýtt. Og lagið er bara gott, flottur húkkur. Og þeir gera þetta vel.“ Hann segist hrifinn af því hvernig strákarnir í hljómsveitinni hafa verið búnir að hugsa næstu leiki langt fram í tímann. Allt vel útfært og úthugsað. Hann hefur mikla trú á að bandið eigi eftir að gera góða hluti enda góðir og metnaðarfullir einstaklingar. 

Ráð til Hatara

Samband hans við strákana í Hatara var mjög gott. En hvaða ráð hefur hann gefið þeim eða hvað mun hann ráðleggja þeim fyrir keppnina í Tel Aviv? „Ég held að þeir hafi lært rosalega mikið af þessu hér heima. Ef ég hefði verið markaðsmaðurinn þeirra þá hefði ég ekki sent þá mikið í viðtöl, nema þá blaðaviðtöl, enda heppnuðust þau öll mjög vel.“ Ráðið sem hann myndi gefa þeim áður en haldið er til Ísrael væri að sleppa því að vera mikið í karakter þegar þeir eru ekki á sviði. „Bara að vera glaðir og „kind off-stage“ en brjálaðir á sviði,“ segir Friðrik Ómar. Alltaf best að vera bara maður sjálfur á milli atriða, segir hann.

Grét í fyrstu skiptin

En þá að Friðriki sjálfum og laginu sem hann samdi sjálfur og gerði texta við. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu lífi síðastliðið ár. Lagið fjallar um stórt og mikið persónulegt uppgjör. „Ég grenjaði í fyrstu skiptin endalaust og komst ekki í gegnum lagið. En svo verður þetta verkefni og maður nær aðeins að sleppa tökunum á innihaldinu,“ segir Friðrik Ómar þegar hann er spurður hvort það hafi tekið á að syngja lag sem tengist honum sjálfum.

Nýr fasi er því að byrja í lífi Friðriks Ómars sem tónlistarmanns þar sem orðin eru farin að flæða líkt og hann segir sjálfur. Hann hefur haldið fjölda stórtónleika á vegum fyrirtækisins Rigg ehf. sem hann á og rekur sjálfur. Fyrirtækið stóð meðal annars fyrir tónleikum á Fiskideginum mikla á Dalvík og heiðurstónleikar hafa verið haldnir um U2, Meat Loaf, Freddie Mercury og George Michael auk annarra viðburða um jól og önnur tilefni. 

Nýtt að heyra fólk syngja eigin lög

En verður breyting á því hjá Friðriki? „Ég hef alltaf getað samið lög og vitað það en ég hef ekki getað komið orðunum út. Það er í rauninni lykillinn að því sem nú er að gerast. Ég bara dæli út textum. Mér finnst það rosalega skemmtilegt og ég er að vinna í nokkrum lögum,“ segir Friðrik Ómar sem ætlar að gefa næsta lag út í lok sumars. Honum líður vel og nú er nýr fasi að hefjast í lífi hans. „Ég er að koma í fyrsta skipti fram fyrir þjóðina sem laga-, textahöfundur og flytjandi. Sem fyrir mig, að verða 38 ára gamlan, er alveg geggjað,“ segir hann einlægur. „Ég hef aldrei upplifað áður að semja lag sem fólk er að syngja og það er líka geggjað,“ bætir hann við. Hann stefnir á stórtónleika í Hörpu á fertugsafmæli sínum eftir tvö ár og þá með frumsömdu efni.

Horfðu á viðtalið við Friðrik Ómar úr síðdegisþættinum á K100 hér að neðan.

 

Þessi grein birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í liðinni viku. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér.

Friðrik Ómar gleðst fyrir hönd Hatara og segist hafa notið ...
Friðrik Ómar gleðst fyrir hönd Hatara og segist hafa notið sín í keppninni alla leið þrátt fyrir 2. sætið. Mynd/Mbl.is Eggert
Friðrik Ómar hér á sviði með kraftmikinn flutning í Söngvakeppninni.
Friðrik Ómar hér á sviði með kraftmikinn flutning í Söngvakeppninni. Mynd/mbl.is Eggert
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist