menu button

Myndi vilja spjalla við Obama-hjónin

Jón Axel Ólafsson
Jón Axel Ólafsson Gassi

Hvað varð til þess að leið þín lá aftur í útvarpið? Góð spurning. Það stóð svo sannarlega ekki til. Mér fannst ég alveg búinn með þennan kafla í lífinu en svo vildi til að ég var fenginn til skrafs og ráðagerða þegar Árvakur keypti K100.

Logi Bergmann var ráðinn til Árvakurs en gat ekki hafið störf strax svo ég stökk til á meðan og Ísland vaknar varð til þar sem ég, Kristín Sif og Ásgeir Páll stóðum vaktina. Þetta var frábær tími hjá okkur og það gekk vel, en bara fyrst og fremst var um upphitun fyrir stjörnurnar að ræða. Í október á síðasta ári urðu svo breytingar á þættinum hjá Loga, Rikku og Rúnari og við þrjú vorum kölluð aftur inn á sviðið enda góð saman, ólík og kraftmikil.

Hvenær hófst ferill þinn í ljósvakamiðlum? Það má segja að fyrsta skipti sem ég starfaði í útvarpi hafi verið þegar ég var um það bil ellefu ára gamall og það í miðju verkfalli Ríkisútvarpsins árið1976. Ég smíðaði FM-sendi og hóf útsendingar á útvarpsstöð sem fékk nafnið Útvarp Matthildur sem byggt var á gömlum útvarpsþáttum sem voru á RÚV. Fyrsta alvöruskrefið var svo tekið þegar ég tók þátt í upphafi Rásar 2 og Bylgjunnar, þannig að lengi vel þetta var mín aðalvinna og ástríða.

Vinsælastir allra

Hver eru helstu afrekin í útvarpinu? Ég tók snemma ákvörðun um að vera afþreyingarmegin í útvarpinu, þ.e.a.s. að fara ekki í viðtala- og fréttaþætti, heldur að framleiða skemmtiefni. Það telst sennilega ekki til afreka að hafa stýrt vinsælasta útvarpsþætti allra tíma í útvarpi; Tveir með öllu, sem var skemmtiþáttur sem við Gulli Helga stýrðum á árunum 1991 til 1993. En ég ætla hinsvegar að leyfa mér að vera stoltastur af því verkefni, sem varð til fyrir tilviljun.

Lá áhugi þinn alltaf þarna eða hvað réði því að þú ákvaðst að starfa við útvarp?Áhuginn var til staðar og sennilega leiddi eitt af öðru og fyrst maður var kominn á kaf í þetta varð eiginlega ekki aftur snúið.

Jón og Gulli voru Tveir með öllu!
Jón og Gulli voru Tveir með öllu!

Ekki hægt að taka orðin aftur

Hver er sjarminn við að vera í beinni útsendingu? Bein útsending er alltaf soldið sérstök. Allt sem þú gerir þarf að vera í lagi, hafa tilgang og segja sögu sem hlustendur vilja hlusta á. Það er ekkert hægt að taka orðin aftur, þú lætur eitthvað fara frá þér og það er bara farið. Maður verður bara að standa og falla með því.

Hver er munurinn á að vera í útvarpi nú og þegar þú byrjaðir? Það er eiginlega alveg eins. Það helsta sem hefur breyst er tæknin.

Þótt ótrúlegt megi virðast hef ég ekkert verið í útsendingu að ráði síðan árið 1993. Tíminn líður en það límist við mann að vera útvarpsmaður en ekki t.d. rekstrarhagfræðingur sem ég er menntaður í. Ég sagði skilið við „útvarpsmanninn“ eftir þætti okkar Gulla og hugurinn leitaði annað. Mér fannst ég vera búinn með þetta verkefni – þetta reyndi ekki á mig og ég hafði náð öllum markmiðum mínum og það var ekkert hægt að fara lengra.

Björgvin Franz stendur upp úr

Eftirminnilegustu mistökin í loftinu? Að reyna að vera með beina lýsingu frá fegurðarsamkeppni og vera búinn að fá sér aðeins of marga kokteila. Það er eitthvað sem ég mæli alls ekki með!

Skemmtilegasta uppákoman í morgunþættinum hingað til? Það er ekki nokkur vafi á að viðtalið við Björgvin Franz sem við tókum í febrúar árið 2018, er eitt það allra skemmtilegasta sem við höfum tekið og mun aldrei gleymast.

 

Viðtalið fræga við Björgvin Franz.

Undirbúningurinn aldrei nægur

Hvernig undirbýrðu þig fyrir þátt? Ég var að vona að þessi spurning kæmi ekki. Það skiptir mig miklu meira máli í dag að undirbúa mig vel, heldur en það gerði. Sennilega vegna þess að ég geri meiri kröfur til mín en ég gerði hér áður. Mér finnst undirbúningurinn aldrei nógu mikill núna og samstarfsfólk mitt gerir óspart grín að mér vegna þessa. Morgunþáttur sem byrjar klukkan 06.00 á morgnana gerir aðrar kröfur til þín en t.d. dagskrá sem er í útsendingu seinni partinn. Morgunútvarp gerir þá meginkröfu um að þeir sem stýra þættinum þurfa að vera vaknaðir. Það er svona grundvallaratriði, síðan þarf maður að vera búinn að ákveða nokkurn veginn það sem maður ætlar að gera og segja og við hverja maður ætlar að tala. Auðvitað getur ýmislegt komið upp, en þá verður maður að spinna sig út úr því.

Hvenær ferðu á fætur? Þar sem við byrjum klukkan 06.00 á morgnana reynum við að vera komin í hús upp úr 05.00 alla virka daga. Það þýðir að maður er farinn að losa svefn upp úr 04.00. Oftar en ekki er maður vaknaður löngu á undan klukkunni. Ég er mikill morgunmaður og mér finnst fínt að vera snemma á fótum og taka góðan tíma í að gera allt klárt fyrir daginn.

Jón fékk hinn goðsagnakennda útvarpsmann Wolfman Jack í heimsókn á ...
Jón fékk hinn goðsagnakennda útvarpsmann Wolfman Jack í heimsókn á Stjörnuna í denn.

Einstakar fyrirmyndir

Hver væri draumaviðmælandinn þinn í heiminum í dag? Ég hef oft hugsað það hvern væri gaman að tala við ef ég mætti velja hvern sem væri. Ef sú staða kæmi upp að ég mætti velja mér viðmælanda, eða viðmælendur myndi ég vilja hitta Obama-hjónin og eyða eins og klukkutíma í að spjalla við þau. Mér finnst þau einstök og það var gaman að fá að fylgjast með þeim í embætti.

Hvað myndirðu vilja spyrja þau um? Sennilega eitthvað um leyndarmál sögunnar, en ég geri ekki ráð fyrir að þau myndu svara þannig að ég færi einhverjar hefðbundnari leiðir í spurningavali. Michel Obama er einstök kona, vel menntuð og klár og ég held að hún hefði frá miklu að segja. Hún er frábær fyrirmynd fyrir ungar konur hvar sem er í heiminum. Það væri gaman að fá að miðla því.

Alltaf að gera tilraunir

Munum við heyra í þér í útvarpinu um ókomna tíð? Það er góð spurning og svo sem ekkert ákveðið. Ég er í fjölmörgum verkefnum þessa dagana og hingað til hefur mér tekist að halda vel á spilunum og hef getað sinnt öllu því sem ég hef tekið að mér þannig að það mælir ekkert gegn því að halda áfram. Ég er að reka tvö fyrirtæki auk þess að vera í útvarpinu á morgnana en ég er svo heppinn að vinna með einstökum vinum í þættum, þannig að þetta gengur nokkuð vel.

Þú ert kominn með Hlaðvarp – Alltaf í röngum bransa – hvað er það? Mér finnst gaman að gera tilraunir og fara ótroðnar slóðir. Mínar ótroðnu slóðir eru að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður eins og t.d. að taka viðtöl við fólk án þess að vera í beinni útsendingu. Ég er bara að gera tilraunir og skoða hvað önnur miðlun getur gert fyrir mig. Þetta form miðlunar býður upp á ýmis tækifæri og ég er bara að fikta.

Uppáhaldsútvarpsmaðurinn þinn?
Þeir eru tveir: Þorgeir Ástvaldsson og Gulli Helga. Engin spurning! 

Jón ásamt uppáhalds útvarpsmönnunum sínum, Gulla Helga og Þorgeiri Ástvaldssyni.
Jón ásamt uppáhalds útvarpsmönnunum sínum, Gulla Helga og Þorgeiri Ástvaldssyni.

Þessi grein birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í vikunni. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér.

mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist