menu button

Myndi vilja spjalla við Obama-hjónin

Jón Axel Ólafsson
Jón Axel Ólafsson Gassi

Hvað varð til þess að leið þín lá aftur í útvarpið? Góð spurning. Það stóð svo sannarlega ekki til. Mér fannst ég alveg búinn með þennan kafla í lífinu en svo vildi til að ég var fenginn til skrafs og ráðagerða þegar Árvakur keypti K100.

Logi Bergmann var ráðinn til Árvakurs en gat ekki hafið störf strax svo ég stökk til á meðan og Ísland vaknar varð til þar sem ég, Kristín Sif og Ásgeir Páll stóðum vaktina. Þetta var frábær tími hjá okkur og það gekk vel, en bara fyrst og fremst var um upphitun fyrir stjörnurnar að ræða. Í október á síðasta ári urðu svo breytingar á þættinum hjá Loga, Rikku og Rúnari og við þrjú vorum kölluð aftur inn á sviðið enda góð saman, ólík og kraftmikil.

Hvenær hófst ferill þinn í ljósvakamiðlum? Það má segja að fyrsta skipti sem ég starfaði í útvarpi hafi verið þegar ég var um það bil ellefu ára gamall og það í miðju verkfalli Ríkisútvarpsins árið1976. Ég smíðaði FM-sendi og hóf útsendingar á útvarpsstöð sem fékk nafnið Útvarp Matthildur sem byggt var á gömlum útvarpsþáttum sem voru á RÚV. Fyrsta alvöruskrefið var svo tekið þegar ég tók þátt í upphafi Rásar 2 og Bylgjunnar, þannig að lengi vel þetta var mín aðalvinna og ástríða.

Vinsælastir allra

Hver eru helstu afrekin í útvarpinu? Ég tók snemma ákvörðun um að vera afþreyingarmegin í útvarpinu, þ.e.a.s. að fara ekki í viðtala- og fréttaþætti, heldur að framleiða skemmtiefni. Það telst sennilega ekki til afreka að hafa stýrt vinsælasta útvarpsþætti allra tíma í útvarpi; Tveir með öllu, sem var skemmtiþáttur sem við Gulli Helga stýrðum á árunum 1991 til 1993. En ég ætla hinsvegar að leyfa mér að vera stoltastur af því verkefni, sem varð til fyrir tilviljun.

Lá áhugi þinn alltaf þarna eða hvað réði því að þú ákvaðst að starfa við útvarp?Áhuginn var til staðar og sennilega leiddi eitt af öðru og fyrst maður var kominn á kaf í þetta varð eiginlega ekki aftur snúið.

Jón og Gulli voru Tveir með öllu!
Jón og Gulli voru Tveir með öllu!

Ekki hægt að taka orðin aftur

Hver er sjarminn við að vera í beinni útsendingu? Bein útsending er alltaf soldið sérstök. Allt sem þú gerir þarf að vera í lagi, hafa tilgang og segja sögu sem hlustendur vilja hlusta á. Það er ekkert hægt að taka orðin aftur, þú lætur eitthvað fara frá þér og það er bara farið. Maður verður bara að standa og falla með því.

Hver er munurinn á að vera í útvarpi nú og þegar þú byrjaðir? Það er eiginlega alveg eins. Það helsta sem hefur breyst er tæknin.

Þótt ótrúlegt megi virðast hef ég ekkert verið í útsendingu að ráði síðan árið 1993. Tíminn líður en það límist við mann að vera útvarpsmaður en ekki t.d. rekstrarhagfræðingur sem ég er menntaður í. Ég sagði skilið við „útvarpsmanninn“ eftir þætti okkar Gulla og hugurinn leitaði annað. Mér fannst ég vera búinn með þetta verkefni – þetta reyndi ekki á mig og ég hafði náð öllum markmiðum mínum og það var ekkert hægt að fara lengra.

Björgvin Franz stendur upp úr

Eftirminnilegustu mistökin í loftinu? Að reyna að vera með beina lýsingu frá fegurðarsamkeppni og vera búinn að fá sér aðeins of marga kokteila. Það er eitthvað sem ég mæli alls ekki með!

Skemmtilegasta uppákoman í morgunþættinum hingað til? Það er ekki nokkur vafi á að viðtalið við Björgvin Franz sem við tókum í febrúar árið 2018, er eitt það allra skemmtilegasta sem við höfum tekið og mun aldrei gleymast.

 

Viðtalið fræga við Björgvin Franz.

Undirbúningurinn aldrei nægur

Hvernig undirbýrðu þig fyrir þátt? Ég var að vona að þessi spurning kæmi ekki. Það skiptir mig miklu meira máli í dag að undirbúa mig vel, heldur en það gerði. Sennilega vegna þess að ég geri meiri kröfur til mín en ég gerði hér áður. Mér finnst undirbúningurinn aldrei nógu mikill núna og samstarfsfólk mitt gerir óspart grín að mér vegna þessa. Morgunþáttur sem byrjar klukkan 06.00 á morgnana gerir aðrar kröfur til þín en t.d. dagskrá sem er í útsendingu seinni partinn. Morgunútvarp gerir þá meginkröfu um að þeir sem stýra þættinum þurfa að vera vaknaðir. Það er svona grundvallaratriði, síðan þarf maður að vera búinn að ákveða nokkurn veginn það sem maður ætlar að gera og segja og við hverja maður ætlar að tala. Auðvitað getur ýmislegt komið upp, en þá verður maður að spinna sig út úr því.

Hvenær ferðu á fætur? Þar sem við byrjum klukkan 06.00 á morgnana reynum við að vera komin í hús upp úr 05.00 alla virka daga. Það þýðir að maður er farinn að losa svefn upp úr 04.00. Oftar en ekki er maður vaknaður löngu á undan klukkunni. Ég er mikill morgunmaður og mér finnst fínt að vera snemma á fótum og taka góðan tíma í að gera allt klárt fyrir daginn.

Jón fékk hinn goðsagnakennda útvarpsmann Wolfman Jack í heimsókn á ...
Jón fékk hinn goðsagnakennda útvarpsmann Wolfman Jack í heimsókn á Stjörnuna í denn.

Einstakar fyrirmyndir

Hver væri draumaviðmælandinn þinn í heiminum í dag? Ég hef oft hugsað það hvern væri gaman að tala við ef ég mætti velja hvern sem væri. Ef sú staða kæmi upp að ég mætti velja mér viðmælanda, eða viðmælendur myndi ég vilja hitta Obama-hjónin og eyða eins og klukkutíma í að spjalla við þau. Mér finnst þau einstök og það var gaman að fá að fylgjast með þeim í embætti.

Hvað myndirðu vilja spyrja þau um? Sennilega eitthvað um leyndarmál sögunnar, en ég geri ekki ráð fyrir að þau myndu svara þannig að ég færi einhverjar hefðbundnari leiðir í spurningavali. Michel Obama er einstök kona, vel menntuð og klár og ég held að hún hefði frá miklu að segja. Hún er frábær fyrirmynd fyrir ungar konur hvar sem er í heiminum. Það væri gaman að fá að miðla því.

Alltaf að gera tilraunir

Munum við heyra í þér í útvarpinu um ókomna tíð? Það er góð spurning og svo sem ekkert ákveðið. Ég er í fjölmörgum verkefnum þessa dagana og hingað til hefur mér tekist að halda vel á spilunum og hef getað sinnt öllu því sem ég hef tekið að mér þannig að það mælir ekkert gegn því að halda áfram. Ég er að reka tvö fyrirtæki auk þess að vera í útvarpinu á morgnana en ég er svo heppinn að vinna með einstökum vinum í þættum, þannig að þetta gengur nokkuð vel.

Þú ert kominn með Hlaðvarp – Alltaf í röngum bransa – hvað er það? Mér finnst gaman að gera tilraunir og fara ótroðnar slóðir. Mínar ótroðnu slóðir eru að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður eins og t.d. að taka viðtöl við fólk án þess að vera í beinni útsendingu. Ég er bara að gera tilraunir og skoða hvað önnur miðlun getur gert fyrir mig. Þetta form miðlunar býður upp á ýmis tækifæri og ég er bara að fikta.

Uppáhaldsútvarpsmaðurinn þinn?
Þeir eru tveir: Þorgeir Ástvaldsson og Gulli Helga. Engin spurning! 

Jón ásamt uppáhalds útvarpsmönnunum sínum, Gulla Helga og Þorgeiri Ástvaldssyni.
Jón ásamt uppáhalds útvarpsmönnunum sínum, Gulla Helga og Þorgeiri Ástvaldssyni.

Þessi grein birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í vikunni. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér.

mbl.is
Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Taz á listasýningu sinni.
Fréttir

Setti upp þykjustu gallerí og seldi „listaverk“

Taz var sannfærð um að hver sem er gæti málað mynd og grætt á tá og fingri. Nánar »