menu button

Páll Óskar slær upp balli í útvarpinu

Félagarnir Siggi Gunnars og Páll Óskar í stúdíói K100.
Félagarnir Siggi Gunnars og Páll Óskar í stúdíói K100.

„Ég er gamall útvarpsmaður. Elskaði að þeyta þar skífum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hvort dansgólfið sé hoppandi eða ekki. Elska það enn,“ segir Palli þegar hann er spurður hvernig honum finnist að bregða sér í hlutverk útvarpsmanns af og til. Hann mun stýra Pallaballi í beinni á K100 í dag ásamt Sigga Gunnars frá 16:00 til 18:00. 

En hverju mega hlustendur K100 eiga von á í dag? „Pallaball er alltaf blanda af diskó, house, Eurovision, rímixum af nýjustu lögunum í bland við stórfurðuleg sjaldheyrð lög. Svo krydda ég þetta alltaf með eigin hitturum, glænýjum og eldgömlum,“ segir Palli sem spilar enn þá alla tónlistina sína af geisladiskum og er ekkert á leiðinni að fara að nota tölvu til þess. 

Ball á Spot annað kvöld

Palli mun svo slá upp alvöru Pallaballi á Spot annað kvöld og má segja að þátturinn sé upptaktur að því. „Ég ætla að massa Spot frá miðnætti til fjögur um nóttina. Ég þeyti skífum og syng mín eigin lög klukkan hálftvö um nóttina. Sérstakir gestir mínir þetta kvöld eru súperstjörnurnar JóiPé x Króli. Þeir hafa í raun aldrei troðið upp á svona opnu djammi svo ég held að ballgestir eigi eftir að bilast yfir þeim,“ segir Palli og bætir við að miðasala sé á midi.is.

Ekki missa af Pallaballi í beinni frá 16:00 til 18:00 í dag á K100 FM 100,5. Þú getur horft og hlustað í beinni á K100.is.

mbl.is
Fréttir

Fortnite breyttist í svarthol

Tíundu seríu margmiðlunartölvuleiksins Fortnite lauk með því um helgina að smástirni sprengdi allt kortið í klessu og svarthol blasti við spilurum. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »