menu button

(Ó)Rafmögnuð stemning á konukvöldi

Konukvöld Smáralindar og K100 heppnaðist með eindæmum vel og frameftir kvöldi mátti sjá glaðleg andlit vinkvenna, systra, mæðgna og þeirra sem komu til að njóta eina kvöldsins. Stjanað var við konurnar á göngum Smáralindar og í mörgum verslanna sem buðu góð kjör. Myndir frá kvöldinu má sjá neðar eða á Facebook síðu K100.

Sögulegt hjá Stjórninni

„Það var frábært að sjá svona marga hlustendur K100 saman komna á konukvöldinu í Smáralind í gærkvöldi. Það var bros á hverju andliti og margir nutu skemmtiatriðanna sem við buðum upp á. Fyrir mér stóð upp úr að sjá Stjórnina koma og spila en þau sögðu mér að þau hefðu ekki spilað órafmagnað í meira en 20 ár, svo það má segja að þetta hafi verið söguleg stund í gær,” sagði Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrárstjóri K100 og annar kynnir kvöldsins.

Nálægð við hlustendur ánægjuleg

Kristín Sif Björgvinsdóttir dagskrárgerðarkona og hluti af Ísland vaknar teyminu á K100 var einnig kynnir. Henni þótti einstaklega vænt um návígið við hlustendur stöðvarinnar sem gáfu sig fram .“Það er alltaf svo gaman að hitta hlustendur og spjalla og ég fann svo mikinn kærleik streyma frá þeim sem mættu og gestum kvöldsins. Það þótti mér einstaklega vænt um.“

Gestir höfðu orð á því hve huggulegt og gaman það væri að versla á slíku kvöldi. Boðið var upp á tónlistaratriði víða um hús, meðal annars trúbadorinn Alexander Aron, sem flutti þægilega gítartóna hér og þar í verslunarkjarnanum, pötusnúðurinn og dagskrárgerðarmaður K100 Heiðar Austmann hélt uppi stuði við HM og World Class. Þess á milli stigu bestu tónlistarmenn landsins á svið. Jóhanna Guðrún byrjaði kvöldið ásamt eiginmanni sínum og tónlistarmanninum Davíð Sig­ur­geirs­syni, Gréta Salóme steig á svið með fiðluna góðu, Stjórnin flutti sína órafmögnuðu útgáfu af bestu lögum sveitarinnar og Páll Óskar kláraði tónlistardagskránna með stæl. 

Konukvöldshappdrættið er gjarnan hápunktur kvöldsins hjá sumum enda var að þessu sinni dreginn út borgarferð fyrir tvo með Gaman ferðum. Auk þess fóru ánægðir gestir heim með vinninga frá Smáralind, Comma, Levi´s, Icewear, Bjarkarblómum, VeroModa, Vila, Jack&Jones, Name it, Selected, Springfield, Cortefiel, Women´s Secret, Modus hár og snyrtistofu, World Class og Serrano.

Einstaklega vel heppnað

„Stemningin í húsinu var einstök og sjaldan eða aldrei hefur Konukvöld tekist jafn vel og áfallalaust fyrir sig. Við höfum aðeins einu sinni áður fengið fleiri gesti í hús á Konukvöld og við erum því himinlifandi með það hvernig til tókst í gær. Verslanir voru með frábær tilboð í gangi af nýjum vörum og dekruðu við gesti og gangandi auk þess sem hinir ýmsu aðilar voru á göngugötunni að kynna hið nýjasta í tísku, snyrtivörum, gáfu smakk og drykki. Þessi blanda er svo fullkomnuð með frábærum skemmtiatriðum á sviðinu og náði stemningin hámarki þegar Páll Óskar steig á stokk með sínum persónutöfrum og hæfileikum,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar. 

Hún segir samstarf Smáralindar og K100 sérstaklega dýrmætt þegar kemur að þessum vel þekkta og áhrifaríka viðburði. „Við erum bara á bleiku skýi í dag og erum strax farin að hlakka til næsta Konukvölds. Konukvöldin eru mikilvæg fyrir okkur í húsi, virka vel til að auka sýnileika verslana og vara en ekki síður er þetta bara skemmtilegur viðburður,"  bætir Tinna við. Hún segir þetta eina fjölmennustu samkomu sem hefur verið í Smáralind á einum degi.

Óhætt er að segja að allur aldur kvenna hafi skemmt sér vel og tala myndirnar sínu máli.
Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100. 

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Ásgeir kom með einn góðan í morgunsárið (15.7.2019) — 00:00:59
1507 Klæddi sig í múffu (15.7.2019) — 00:01:22
Hver er kynþollafyllsti aldurinn (15.7.2019) — 00:02:42
Landnámshænur til leigu (15.7.2019) — 00:08:06