menu button

(Ó)Rafmögnuð stemning á konukvöldi

Konukvöld Smáralindar og K100 heppnaðist með eindæmum vel og frameftir kvöldi mátti sjá glaðleg andlit vinkvenna, systra, mæðgna og þeirra sem komu til að njóta eina kvöldsins. Stjanað var við konurnar á göngum Smáralindar og í mörgum verslanna sem buðu góð kjör. Myndir frá kvöldinu má sjá neðar eða á Facebook síðu K100.

Sögulegt hjá Stjórninni

„Það var frábært að sjá svona marga hlustendur K100 saman komna á konukvöldinu í Smáralind í gærkvöldi. Það var bros á hverju andliti og margir nutu skemmtiatriðanna sem við buðum upp á. Fyrir mér stóð upp úr að sjá Stjórnina koma og spila en þau sögðu mér að þau hefðu ekki spilað órafmagnað í meira en 20 ár, svo það má segja að þetta hafi verið söguleg stund í gær,” sagði Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrárstjóri K100 og annar kynnir kvöldsins.

Nálægð við hlustendur ánægjuleg

Kristín Sif Björgvinsdóttir dagskrárgerðarkona og hluti af Ísland vaknar teyminu á K100 var einnig kynnir. Henni þótti einstaklega vænt um návígið við hlustendur stöðvarinnar sem gáfu sig fram .“Það er alltaf svo gaman að hitta hlustendur og spjalla og ég fann svo mikinn kærleik streyma frá þeim sem mættu og gestum kvöldsins. Það þótti mér einstaklega vænt um.“

Gestir höfðu orð á því hve huggulegt og gaman það væri að versla á slíku kvöldi. Boðið var upp á tónlistaratriði víða um hús, meðal annars trúbadorinn Alexander Aron, sem flutti þægilega gítartóna hér og þar í verslunarkjarnanum, pötusnúðurinn og dagskrárgerðarmaður K100 Heiðar Austmann hélt uppi stuði við HM og World Class. Þess á milli stigu bestu tónlistarmenn landsins á svið. Jóhanna Guðrún byrjaði kvöldið ásamt eiginmanni sínum og tónlistarmanninum Davíð Sig­ur­geirs­syni, Gréta Salóme steig á svið með fiðluna góðu, Stjórnin flutti sína órafmögnuðu útgáfu af bestu lögum sveitarinnar og Páll Óskar kláraði tónlistardagskránna með stæl. 

Konukvöldshappdrættið er gjarnan hápunktur kvöldsins hjá sumum enda var að þessu sinni dreginn út borgarferð fyrir tvo með Gaman ferðum. Auk þess fóru ánægðir gestir heim með vinninga frá Smáralind, Comma, Levi´s, Icewear, Bjarkarblómum, VeroModa, Vila, Jack&Jones, Name it, Selected, Springfield, Cortefiel, Women´s Secret, Modus hár og snyrtistofu, World Class og Serrano.

Einstaklega vel heppnað

„Stemningin í húsinu var einstök og sjaldan eða aldrei hefur Konukvöld tekist jafn vel og áfallalaust fyrir sig. Við höfum aðeins einu sinni áður fengið fleiri gesti í hús á Konukvöld og við erum því himinlifandi með það hvernig til tókst í gær. Verslanir voru með frábær tilboð í gangi af nýjum vörum og dekruðu við gesti og gangandi auk þess sem hinir ýmsu aðilar voru á göngugötunni að kynna hið nýjasta í tísku, snyrtivörum, gáfu smakk og drykki. Þessi blanda er svo fullkomnuð með frábærum skemmtiatriðum á sviðinu og náði stemningin hámarki þegar Páll Óskar steig á stokk með sínum persónutöfrum og hæfileikum,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar. 

Hún segir samstarf Smáralindar og K100 sérstaklega dýrmætt þegar kemur að þessum vel þekkta og áhrifaríka viðburði. „Við erum bara á bleiku skýi í dag og erum strax farin að hlakka til næsta Konukvölds. Konukvöldin eru mikilvæg fyrir okkur í húsi, virka vel til að auka sýnileika verslana og vara en ekki síður er þetta bara skemmtilegur viðburður,"  bætir Tinna við. Hún segir þetta eina fjölmennustu samkomu sem hefur verið í Smáralind á einum degi.

Óhætt er að segja að allur aldur kvenna hafi skemmt sér vel og tala myndirnar sínu máli.
Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100. 

mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »