menu button

(Ó)Rafmögnuð stemning á konukvöldi

Konukvöld Smáralindar og K100 heppnaðist með eindæmum vel og frameftir kvöldi mátti sjá glaðleg andlit vinkvenna, systra, mæðgna og þeirra sem komu til að njóta eina kvöldsins. Stjanað var við konurnar á göngum Smáralindar og í mörgum verslanna sem buðu góð kjör. Myndir frá kvöldinu má sjá neðar eða á Facebook síðu K100.

Sögulegt hjá Stjórninni

„Það var frábært að sjá svona marga hlustendur K100 saman komna á konukvöldinu í Smáralind í gærkvöldi. Það var bros á hverju andliti og margir nutu skemmtiatriðanna sem við buðum upp á. Fyrir mér stóð upp úr að sjá Stjórnina koma og spila en þau sögðu mér að þau hefðu ekki spilað órafmagnað í meira en 20 ár, svo það má segja að þetta hafi verið söguleg stund í gær,” sagði Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrárstjóri K100 og annar kynnir kvöldsins.

Nálægð við hlustendur ánægjuleg

Kristín Sif Björgvinsdóttir dagskrárgerðarkona og hluti af Ísland vaknar teyminu á K100 var einnig kynnir. Henni þótti einstaklega vænt um návígið við hlustendur stöðvarinnar sem gáfu sig fram .“Það er alltaf svo gaman að hitta hlustendur og spjalla og ég fann svo mikinn kærleik streyma frá þeim sem mættu og gestum kvöldsins. Það þótti mér einstaklega vænt um.“

Gestir höfðu orð á því hve huggulegt og gaman það væri að versla á slíku kvöldi. Boðið var upp á tónlistaratriði víða um hús, meðal annars trúbadorinn Alexander Aron, sem flutti þægilega gítartóna hér og þar í verslunarkjarnanum, pötusnúðurinn og dagskrárgerðarmaður K100 Heiðar Austmann hélt uppi stuði við HM og World Class. Þess á milli stigu bestu tónlistarmenn landsins á svið. Jóhanna Guðrún byrjaði kvöldið ásamt eiginmanni sínum og tónlistarmanninum Davíð Sig­ur­geirs­syni, Gréta Salóme steig á svið með fiðluna góðu, Stjórnin flutti sína órafmögnuðu útgáfu af bestu lögum sveitarinnar og Páll Óskar kláraði tónlistardagskránna með stæl. 

Konukvöldshappdrættið er gjarnan hápunktur kvöldsins hjá sumum enda var að þessu sinni dreginn út borgarferð fyrir tvo með Gaman ferðum. Auk þess fóru ánægðir gestir heim með vinninga frá Smáralind, Comma, Levi´s, Icewear, Bjarkarblómum, VeroModa, Vila, Jack&Jones, Name it, Selected, Springfield, Cortefiel, Women´s Secret, Modus hár og snyrtistofu, World Class og Serrano.

Einstaklega vel heppnað

„Stemningin í húsinu var einstök og sjaldan eða aldrei hefur Konukvöld tekist jafn vel og áfallalaust fyrir sig. Við höfum aðeins einu sinni áður fengið fleiri gesti í hús á Konukvöld og við erum því himinlifandi með það hvernig til tókst í gær. Verslanir voru með frábær tilboð í gangi af nýjum vörum og dekruðu við gesti og gangandi auk þess sem hinir ýmsu aðilar voru á göngugötunni að kynna hið nýjasta í tísku, snyrtivörum, gáfu smakk og drykki. Þessi blanda er svo fullkomnuð með frábærum skemmtiatriðum á sviðinu og náði stemningin hámarki þegar Páll Óskar steig á stokk með sínum persónutöfrum og hæfileikum,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar. 

Hún segir samstarf Smáralindar og K100 sérstaklega dýrmætt þegar kemur að þessum vel þekkta og áhrifaríka viðburði. „Við erum bara á bleiku skýi í dag og erum strax farin að hlakka til næsta Konukvölds. Konukvöldin eru mikilvæg fyrir okkur í húsi, virka vel til að auka sýnileika verslana og vara en ekki síður er þetta bara skemmtilegur viðburður,"  bætir Tinna við. Hún segir þetta eina fjölmennustu samkomu sem hefur verið í Smáralind á einum degi.

Óhætt er að segja að allur aldur kvenna hafi skemmt sér vel og tala myndirnar sínu máli.
Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100. 

mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist