menu button

Íslenskar konur duglegar að móta sinn eigin stíl

Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í ...
Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Bestseller sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Jack & Jones, Selected og Name it hefur vart undan að opna litríkar vorsendingar þessa dagana. Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.
Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.

Hvernig myndirðu lýsa vor- og sumartískunni þetta árið í verslunum ykkar? Mikið af skemmtilegum trendum í gangi. Fallegir liti og skemmtileg mynstur. Við höldum áfram að sjá áhrif frá gömlum vinnugöllum á skemmtilegan hátt, síðerma samfestingar, heilgallar, stórir jakkar og cargo-buxur. Svo er gaman að sjá öll þessi fallegu pils, gallapils, síð pils, blómpils o.fl.

Hvaða litir verða mest áberandi í sumar? Við höfum tekið eftir því að íslenskar konur eru farnar að velja sér mikla liti og þess vegna höfum við verið óhræddar við að taka inn liti fyrir sumarið. Það er mikið um falleg litrík mynstur en svo verður guli liturinn mjög áberandi, kremaður litur og svo er gaman að nefna neonlitina sem eru að koma sterkir inn.

Er ekkert lát á vinsældum dýramynsturs í skóm og fatnaði á næstunni? Nei, heldur betur ekki, við erum rétt að byrja. Alls konar dýramynstur í mörgum litum eru væntanleg hjá okkur í vor og sumar. Við sjáum nýja liti í dýramynstrum og skemmtilegar útfærslur.

Hvaða fimm flíkur eru nauðsynlegar í fataskáp hverrar konu þetta vorið? Fallegt pils, strigaskór, góðar gallabuxur, sumarlegur kjóll og hjólabuxur fyrir þær allra djörfustu.

Eru einhverjar nýjungar í skarti og aukahlutum? Nýjar hárklemmur og spennur í öllum stærðum og gerðum eru að koma sterkar inn og verða áberandi í allt sumar. Perlur í hárið eru líka að koma sterkar inn. Mittistöskurnar halda áfram og svo erum við að bæta við svokölluðum beltatöskum sem eru mjög vinsælar. Svo sjáum við líka þessa svokölluðu „bucket hats“ koma inn.

Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt ...
Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt að byrja.

Buxnadragtir hafa verið vinsælar að undanförnu, eru þær komnar til að vera? Já, ég á von á því – ekki bara buxnadraktir heldur það sem við köllum „sett“. Buxur og skyrta eða toppur í sama prenti og jafnvel buxur og kimónó í sama lit. Það hefur verið mjög vinsælt hjá okkur og við fáum meira af því í sumar.

Nú hafið þið unnið þétt með vinsælum samfélagsmiðlastjörnum undanfarið. Finnið þið bein áhrif þess á söluna hjá ykkur? Já, við höfum aðeins verið í því en við gerum það í bland við notkun annarra auglýsingamiðla. Við erum með nokkra aðila sem við vinnum með af því að þeir vinna faglega fyrir okkur í þéttu samstarfi. Áhrifin eru góð þegar vinnan er unnin vel og allir vinna vel saman. Við vinnum hins vegar mjög mikið á samfélagsmiðlum, en okkar fókus er miklu meiri á að dreifa okkar efni og auglýsa sjálf okkar vörur á þeim miðlum. Efni frá áhrifavöldum er svo góð viðbót við okkar efni á samfélagsmiðla.

Finnið þið breytingu á stíl íslenskra kvenna með árunum? Já, heldur betur. Svörtu fötin eru aðeins farin að víkja og við sjáum konur fara miklu meira í liti og alls konar mynstur. Við seljum meira af pilsum, stelpur eru óhræddar við að prófa önnur snið, t.d. oversize-stíla, og svo er það hugrekkið, að blanda saman fleiri litum og mynstrum. Svo eru aðrar sem eru meira í þessu hefðbundna og leitast eftir einföldum litum og helst ekki mynstrum, sem er líka fallegt. Mér finnst íslenskar konur vera mjög duglegar að móta sinn eigin stíl og það er frábært. Öll þessi tískutrend henta að sjálfsögðu ekki öllum, við viljum eiga góð föt sem henta okkur best en svo er gaman að nota þau trend sem henta okkur til að poppa aðeins upp útlitið. Ég myndi t.d. ekki henda mér í það sjálf að nota hjólabuxurnar í sumar en ég veit að þær verða mjög vinsælar hjá yngri hópi.

Draumaflíkin þín þetta sumarið? Fallegur hermannagrænn síðerma samfestingur frá Vero Moda sem ég ætla að nota bæði við sandala og strigaskó á sólríkum íslenskum sumardögum.

Þessi kynning á vörum Bestseller birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun í tilefni konukvölds Smáralindar og K100. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér

Neon litir verða áberandi á næstunni.
Neon litir verða áberandi á næstunni.
mbl.is
Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Taz á listasýningu sinni.
Fréttir

Setti upp þykjustu gallerí og seldi „listaverk“

Taz var sannfærð um að hver sem er gæti málað mynd og grætt á tá og fingri. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »

Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100.
Ísland vaknar

Í beinni úr bælinu

Það var mikið líf morgunþætti K100, Ísland vaknar, í síðustu viku þegar þátturinn var sendur beint úr Vogue-búðinni. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hlömmuðu sér upp í Ergomotion-rúm og sendu þáttinn beint úr rúminu í náttfötum. Nánar »