menu button

Íslenskar konur duglegar að móta sinn eigin stíl

Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í ...
Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Bestseller sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Jack & Jones, Selected og Name it hefur vart undan að opna litríkar vorsendingar þessa dagana. Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.
Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.

Hvernig myndirðu lýsa vor- og sumartískunni þetta árið í verslunum ykkar? Mikið af skemmtilegum trendum í gangi. Fallegir liti og skemmtileg mynstur. Við höldum áfram að sjá áhrif frá gömlum vinnugöllum á skemmtilegan hátt, síðerma samfestingar, heilgallar, stórir jakkar og cargo-buxur. Svo er gaman að sjá öll þessi fallegu pils, gallapils, síð pils, blómpils o.fl.

Hvaða litir verða mest áberandi í sumar? Við höfum tekið eftir því að íslenskar konur eru farnar að velja sér mikla liti og þess vegna höfum við verið óhræddar við að taka inn liti fyrir sumarið. Það er mikið um falleg litrík mynstur en svo verður guli liturinn mjög áberandi, kremaður litur og svo er gaman að nefna neonlitina sem eru að koma sterkir inn.

Er ekkert lát á vinsældum dýramynsturs í skóm og fatnaði á næstunni? Nei, heldur betur ekki, við erum rétt að byrja. Alls konar dýramynstur í mörgum litum eru væntanleg hjá okkur í vor og sumar. Við sjáum nýja liti í dýramynstrum og skemmtilegar útfærslur.

Hvaða fimm flíkur eru nauðsynlegar í fataskáp hverrar konu þetta vorið? Fallegt pils, strigaskór, góðar gallabuxur, sumarlegur kjóll og hjólabuxur fyrir þær allra djörfustu.

Eru einhverjar nýjungar í skarti og aukahlutum? Nýjar hárklemmur og spennur í öllum stærðum og gerðum eru að koma sterkar inn og verða áberandi í allt sumar. Perlur í hárið eru líka að koma sterkar inn. Mittistöskurnar halda áfram og svo erum við að bæta við svokölluðum beltatöskum sem eru mjög vinsælar. Svo sjáum við líka þessa svokölluðu „bucket hats“ koma inn.

Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt ...
Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt að byrja.

Buxnadragtir hafa verið vinsælar að undanförnu, eru þær komnar til að vera? Já, ég á von á því – ekki bara buxnadraktir heldur það sem við köllum „sett“. Buxur og skyrta eða toppur í sama prenti og jafnvel buxur og kimónó í sama lit. Það hefur verið mjög vinsælt hjá okkur og við fáum meira af því í sumar.

Nú hafið þið unnið þétt með vinsælum samfélagsmiðlastjörnum undanfarið. Finnið þið bein áhrif þess á söluna hjá ykkur? Já, við höfum aðeins verið í því en við gerum það í bland við notkun annarra auglýsingamiðla. Við erum með nokkra aðila sem við vinnum með af því að þeir vinna faglega fyrir okkur í þéttu samstarfi. Áhrifin eru góð þegar vinnan er unnin vel og allir vinna vel saman. Við vinnum hins vegar mjög mikið á samfélagsmiðlum, en okkar fókus er miklu meiri á að dreifa okkar efni og auglýsa sjálf okkar vörur á þeim miðlum. Efni frá áhrifavöldum er svo góð viðbót við okkar efni á samfélagsmiðla.

Finnið þið breytingu á stíl íslenskra kvenna með árunum? Já, heldur betur. Svörtu fötin eru aðeins farin að víkja og við sjáum konur fara miklu meira í liti og alls konar mynstur. Við seljum meira af pilsum, stelpur eru óhræddar við að prófa önnur snið, t.d. oversize-stíla, og svo er það hugrekkið, að blanda saman fleiri litum og mynstrum. Svo eru aðrar sem eru meira í þessu hefðbundna og leitast eftir einföldum litum og helst ekki mynstrum, sem er líka fallegt. Mér finnst íslenskar konur vera mjög duglegar að móta sinn eigin stíl og það er frábært. Öll þessi tískutrend henta að sjálfsögðu ekki öllum, við viljum eiga góð föt sem henta okkur best en svo er gaman að nota þau trend sem henta okkur til að poppa aðeins upp útlitið. Ég myndi t.d. ekki henda mér í það sjálf að nota hjólabuxurnar í sumar en ég veit að þær verða mjög vinsælar hjá yngri hópi.

Draumaflíkin þín þetta sumarið? Fallegur hermannagrænn síðerma samfestingur frá Vero Moda sem ég ætla að nota bæði við sandala og strigaskó á sólríkum íslenskum sumardögum.

Þessi kynning á vörum Bestseller birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun í tilefni konukvölds Smáralindar og K100. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér

Neon litir verða áberandi á næstunni.
Neon litir verða áberandi á næstunni.
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist