menu button

Íslenskar konur duglegar að móta sinn eigin stíl

Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í ...
Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Bestseller sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Jack & Jones, Selected og Name it hefur vart undan að opna litríkar vorsendingar þessa dagana. Ása Björg Tryggvadóttir, markaðsstjóri Bestseller, segir einstaklega skemmtilegt tískusumar í vændum.

Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.
Ekkert lát er á vinsældum dýraminstursins á næstunni.

Hvernig myndirðu lýsa vor- og sumartískunni þetta árið í verslunum ykkar? Mikið af skemmtilegum trendum í gangi. Fallegir liti og skemmtileg mynstur. Við höldum áfram að sjá áhrif frá gömlum vinnugöllum á skemmtilegan hátt, síðerma samfestingar, heilgallar, stórir jakkar og cargo-buxur. Svo er gaman að sjá öll þessi fallegu pils, gallapils, síð pils, blómpils o.fl.

Hvaða litir verða mest áberandi í sumar? Við höfum tekið eftir því að íslenskar konur eru farnar að velja sér mikla liti og þess vegna höfum við verið óhræddar við að taka inn liti fyrir sumarið. Það er mikið um falleg litrík mynstur en svo verður guli liturinn mjög áberandi, kremaður litur og svo er gaman að nefna neonlitina sem eru að koma sterkir inn.

Er ekkert lát á vinsældum dýramynsturs í skóm og fatnaði á næstunni? Nei, heldur betur ekki, við erum rétt að byrja. Alls konar dýramynstur í mörgum litum eru væntanleg hjá okkur í vor og sumar. Við sjáum nýja liti í dýramynstrum og skemmtilegar útfærslur.

Hvaða fimm flíkur eru nauðsynlegar í fataskáp hverrar konu þetta vorið? Fallegt pils, strigaskór, góðar gallabuxur, sumarlegur kjóll og hjólabuxur fyrir þær allra djörfustu.

Eru einhverjar nýjungar í skarti og aukahlutum? Nýjar hárklemmur og spennur í öllum stærðum og gerðum eru að koma sterkar inn og verða áberandi í allt sumar. Perlur í hárið eru líka að koma sterkar inn. Mittistöskurnar halda áfram og svo erum við að bæta við svokölluðum beltatöskum sem eru mjög vinsælar. Svo sjáum við líka þessa svokölluðu „bucket hats“ koma inn.

Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt ...
Það er óhætt að segja að samfestinga æðið er rétt að byrja.

Buxnadragtir hafa verið vinsælar að undanförnu, eru þær komnar til að vera? Já, ég á von á því – ekki bara buxnadraktir heldur það sem við köllum „sett“. Buxur og skyrta eða toppur í sama prenti og jafnvel buxur og kimónó í sama lit. Það hefur verið mjög vinsælt hjá okkur og við fáum meira af því í sumar.

Nú hafið þið unnið þétt með vinsælum samfélagsmiðlastjörnum undanfarið. Finnið þið bein áhrif þess á söluna hjá ykkur? Já, við höfum aðeins verið í því en við gerum það í bland við notkun annarra auglýsingamiðla. Við erum með nokkra aðila sem við vinnum með af því að þeir vinna faglega fyrir okkur í þéttu samstarfi. Áhrifin eru góð þegar vinnan er unnin vel og allir vinna vel saman. Við vinnum hins vegar mjög mikið á samfélagsmiðlum, en okkar fókus er miklu meiri á að dreifa okkar efni og auglýsa sjálf okkar vörur á þeim miðlum. Efni frá áhrifavöldum er svo góð viðbót við okkar efni á samfélagsmiðla.

Finnið þið breytingu á stíl íslenskra kvenna með árunum? Já, heldur betur. Svörtu fötin eru aðeins farin að víkja og við sjáum konur fara miklu meira í liti og alls konar mynstur. Við seljum meira af pilsum, stelpur eru óhræddar við að prófa önnur snið, t.d. oversize-stíla, og svo er það hugrekkið, að blanda saman fleiri litum og mynstrum. Svo eru aðrar sem eru meira í þessu hefðbundna og leitast eftir einföldum litum og helst ekki mynstrum, sem er líka fallegt. Mér finnst íslenskar konur vera mjög duglegar að móta sinn eigin stíl og það er frábært. Öll þessi tískutrend henta að sjálfsögðu ekki öllum, við viljum eiga góð föt sem henta okkur best en svo er gaman að nota þau trend sem henta okkur til að poppa aðeins upp útlitið. Ég myndi t.d. ekki henda mér í það sjálf að nota hjólabuxurnar í sumar en ég veit að þær verða mjög vinsælar hjá yngri hópi.

Draumaflíkin þín þetta sumarið? Fallegur hermannagrænn síðerma samfestingur frá Vero Moda sem ég ætla að nota bæði við sandala og strigaskó á sólríkum íslenskum sumardögum.

Þessi kynning á vörum Bestseller birtist í K100 blaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun í tilefni konukvölds Smáralindar og K100. Þú getur lesið blaðið með því að smella hér

Neon litir verða áberandi á næstunni.
Neon litir verða áberandi á næstunni.
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »