menu button

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér ...
Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku. Mynd/AFP

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100.   

Fersk og fyndin gamanmynd

Hraðinn og brandaramagnið sem dælt er út í myndinni er ákveðin bylting í kvikmyndum,“ útskýrir Raggi þegar hann rifjar upp kynni sín af Lego-myndunum. Hann fullyrðir að Lego Movie 2  ein ferskasta og fyndnasta gamanmynd sem komið hefur út síðastliðin 5 ár. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Raggi vill sérstaklega hrósa þýðendum myndarinnar sem hafi ekki bara þýtt góða brandara heldur einnig staðfært suma. Þar af leiðandi hafi foreldrar fengið jafn mikið út úr myndinni og krakkar.

Hemmi verkakubbur mættur aftur 

Phil LordMichelle MorganMatthew Fogel og Dominic Russo skrifa handrit myndarinnar og þau Mike Mitchell og Trisha Gum leikstýra myndinni sem fjallar um hinn viðkunnanlega verkakubb Hemma sem bjargaði heimaborg sinni frá tortímingu með aðstoð vina sinna sem sumir hverjir voru gæddir ofurkröftum. Nú þarf Hemmi að taka á honum stóra sínum á ný þegar bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt af stórskrítnum geimverum, sem þýðir auðvitað að Hemmi verður að fljúga út í geim og bjarga henni, en þannig er myndasögunni lýst á kvikmyndir.is.

Umbrella Academy-þættirnir

Raggi fjallaði einnig um 10 þátta Netflix seríuna Umbrella Academy, eða Regnhlífasamtökin. Serían fjallar um systkini með ofurkrafta. Upphafsatriði þáttanna er sérstaklega eftirminnilegt, að sögn Ragga, enda fæðast börnin öll á sama degi. Saga þeirra í þáttunum hefst þó ekki fyrr en á fullorðinsárum.  Þau eru þá hætt að sinna ofurhetjustörfum sínum og farin að rifja upp fjölskylduharmleik sinn í kringum útför fósturföður síns. Þau hafa fengið fregnir af því að sjö dögum síðar muni heimurinn enda og þau þurfa að leysa ákveðin mál á þeim tíma. Þau fara því að stilla saman strengi, skilja við fortíðina og leita týnds bróður. Raggi segir ofbeldið töluvert og að yngri en þrettán eigi ekkert endilega að horfa á þessa seríu. Ragga þykir serían eiga skilið þrjár af fjórum stjörnum og því er hér komin frambærileg tillaga að sjónvarpsglápi um helgina.

Einnig fara fram Eddu-verðlaunin íslensku á föstudag og Óskarsverðlaunahátíðin verður í Hollywood næstkomandi sunnudag þannig að af nægu verður að taka fyrir áhugafólk um kvikmyndir og sjónvarp.  

Hér að neðan má nálgast viðtalið við Ragnar og sjá brot úr umræddri kvikmynd.

Þættirnir The Umbrella Academy á Netflix fjalla sex systkini með ...
Þættirnir The Umbrella Academy á Netflix fjalla sex systkini með ofurkrafta. Þau fá sjö daga til að redda þeim málum sem koma upp við útför fósturföður síns. Mynd/Netflix
Jordan Claire Robbins, Emmy Raver-Lampman, Mary J. Blige og Kate ...
Jordan Claire Robbins, Emmy Raver-Lampman, Mary J. Blige og Kate Walsh hér á frumsýningu Netflix-þáttanna Umbrella Academy. Mynd&AFP
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist