menu button

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér ...
Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku. Mynd/AFP

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100.   

Fersk og fyndin gamanmynd

Hraðinn og brandaramagnið sem dælt er út í myndinni er ákveðin bylting í kvikmyndum,“ útskýrir Raggi þegar hann rifjar upp kynni sín af Lego-myndunum. Hann fullyrðir að Lego Movie 2  ein ferskasta og fyndnasta gamanmynd sem komið hefur út síðastliðin 5 ár. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Raggi vill sérstaklega hrósa þýðendum myndarinnar sem hafi ekki bara þýtt góða brandara heldur einnig staðfært suma. Þar af leiðandi hafi foreldrar fengið jafn mikið út úr myndinni og krakkar.

Hemmi verkakubbur mættur aftur 

Phil LordMichelle MorganMatthew Fogel og Dominic Russo skrifa handrit myndarinnar og þau Mike Mitchell og Trisha Gum leikstýra myndinni sem fjallar um hinn viðkunnanlega verkakubb Hemma sem bjargaði heimaborg sinni frá tortímingu með aðstoð vina sinna sem sumir hverjir voru gæddir ofurkröftum. Nú þarf Hemmi að taka á honum stóra sínum á ný þegar bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt af stórskrítnum geimverum, sem þýðir auðvitað að Hemmi verður að fljúga út í geim og bjarga henni, en þannig er myndasögunni lýst á kvikmyndir.is.

Umbrella Academy-þættirnir

Raggi fjallaði einnig um 10 þátta Netflix seríuna Umbrella Academy, eða Regnhlífasamtökin. Serían fjallar um systkini með ofurkrafta. Upphafsatriði þáttanna er sérstaklega eftirminnilegt, að sögn Ragga, enda fæðast börnin öll á sama degi. Saga þeirra í þáttunum hefst þó ekki fyrr en á fullorðinsárum.  Þau eru þá hætt að sinna ofurhetjustörfum sínum og farin að rifja upp fjölskylduharmleik sinn í kringum útför fósturföður síns. Þau hafa fengið fregnir af því að sjö dögum síðar muni heimurinn enda og þau þurfa að leysa ákveðin mál á þeim tíma. Þau fara því að stilla saman strengi, skilja við fortíðina og leita týnds bróður. Raggi segir ofbeldið töluvert og að yngri en þrettán eigi ekkert endilega að horfa á þessa seríu. Ragga þykir serían eiga skilið þrjár af fjórum stjörnum og því er hér komin frambærileg tillaga að sjónvarpsglápi um helgina.

Einnig fara fram Eddu-verðlaunin íslensku á föstudag og Óskarsverðlaunahátíðin verður í Hollywood næstkomandi sunnudag þannig að af nægu verður að taka fyrir áhugafólk um kvikmyndir og sjónvarp.  

Hér að neðan má nálgast viðtalið við Ragnar og sjá brot úr umræddri kvikmynd.

Þættirnir The Umbrella Academy á Netflix fjalla sex systkini með ...
Þættirnir The Umbrella Academy á Netflix fjalla sex systkini með ofurkrafta. Þau fá sjö daga til að redda þeim málum sem koma upp við útför fósturföður síns. Mynd/Netflix
Jordan Claire Robbins, Emmy Raver-Lampman, Mary J. Blige og Kate ...
Jordan Claire Robbins, Emmy Raver-Lampman, Mary J. Blige og Kate Walsh hér á frumsýningu Netflix-þáttanna Umbrella Academy. Mynd&AFP
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »