menu button

Dansa eins og á síðustu öld

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar. K100/skjáskot

Þeir sem fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu úr hljóðveri K100 hafa tekið eftir því að glatt er á hjalla í morgunþættinum Ísland vaknar. Þannig má á stundum sjá þau Jón Axel, Kristínu Sif og Ásgeir Pál stíga trylltan dans við tónlistina sem spiluð er í þáttunum. Þó gleðin sé við völd þótti athuglum hlustanda ástæða til að nefna umræddan dans við þremenningana í bréfkorni til þáttarins í vikunni og þótti í raun nóg um. „Það er greinilegt á danssporunum að Jax og Ásgeir hafa ekki uppfært danssporin síðan löngu fyrir síðustu aldamót,“ sagði meðal annars í bréfinu.

Hefur reynt að kenna þeim dans

Kristín Sif segist margoft hafa nefnt þetta við meðstjórnendur sína og reynt að koma þeim inn á tuttugustu og fyrstu öldina með takmörkuðum árangri. „Vandamálið er að JAX klappar alltaf þegar hann dansar sem er nokkuð sem datt úr tísku fyrir 30 árum og Ásgeiri Páli finnst alltaf ægilega töff að smella fingrum.“ Jax segist ekki hafa farið út að skemmta sér síðan skemmtistaðurinn Thorvaldsen var og hét.

Danssporin virka ekki í dag

„Það myndu allir hlæja að þér á B5 ef þú reyndir að stíga danssporin þín þar,“ sagði Kristín Sif og bætti við að líklega yrði hringt á lækni ef Ásgeir myndi reyna það sama. „Ég er búin að reyna að kenna þeim hvernig folk dansar í dag, en það virðist hálfvonlaust,“ segir Kristín skellihlæjandi og bætir við að líklega væri best að fá fagmann í verkið. „Ég er ekki viss um að nokkur danskennari hafi þolinmæði í að gera mig hipp og kúl þegar kemur að dansi,“ sagði Ásgeir Páll.

Auglýsa eftir danskennara

„Við auglýsum eftir fagmanni sem telur sig geta komið til okkar svo þeir líti ekki út eins og hálfvitar við danssporin í hljóðverinu,“ sagði Kristín Sif að lokum og biður áhugasama um að setja sig í samband við þáttinn. Það er því deginum ljósara að spennandi verður að fylgjast með morgunþættinum á K100 næstu daga og vikur.

mbl.is
Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Bryndís Hákonardóttir, markaðsstjóri Artasan.
Ísland vaknar

Ráð fyrir kvefpestina framundan

Þegar kólna fer á haustin, eftir heitt og gott sumar, er mikilvægt að huga vel að heilsunni og byggja upp varnir gegn kvefi og flensu. Nánar »

Gamlar plötur geta verið verðmætar. Myndin var tekin úr plötubúð Lucky Records í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Fréttir

50 verðmætustu vínilplöturnar

Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar. Nánar »

Helgi Ómarsson stofnaði Facebook hópinn „Jákvæðasta grúppan á Íslandi“ en þar er hægt að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum og hrósi fyrir það sem vel er gert.
Ísland vaknar

Fékk nóg af tuði og stofnaði jákvæðasta hópinn á Facebook

„Næs kassadama í Bónus getur breytt deginum,“ segir Helgi Ómarsson sem er kominn með nóg af tuði. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Fréttir

4 ára snáði fer holu í höggi

Hver hefur ekki lent í því að spila golf og geta ekki hitt holu í höggi? Nú er komin lausn við því. Nánar »

Hulda Dögg Proppé er búin með 73 daga af 100 daga áskorun.
Ísland vaknar

Hulda Proppé: „100 hreyfidagar bæta heilsuna“

Í sumar setti Hulda Dögg Proppé sér markmið um að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi í 100 daga. Nánar »

Lana Del Rey.
Fréttir

Lana Del Rey gerir það gott

Gagnrýnendur hafa ausið lofi á nýjustu plötu bandarísku söngkonunnar Lönu Del Rey og segja hana fulla af grípandi lagasmíðum með samfélagslegri ádeilu. Nánar »

Ísland vaknar

Jón Axel hnykktur í beinni

„Ég fæ alltaf reglulega bakverk og fór einu sinni til kírópraktors til að komast að því hvort hægt væri að hnykkja þessu í lag,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Nánar »