menu button

„Betri án þín með“ Töru Mobee áfram?

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir ...
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið. Mynd/RUV Söngvakeppnin 2019

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Þá keppa lögin Jeijó, keyrum alla leið eftir Barða Jóhannssson, Þú bætir mig eftir Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef, Helgi eftir Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur, Betri án þín eftir Andra Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson og Hvað ef ég get ekki elskað eftir Friðrik Ómar Hjörleifsson.

Tveir álitsgjafar voru fengnir í dómarasætið í síðdegisþáttinn á K100 hjá þeim Huldu og Loga til að ræða hvaða lög væru líklegust áfram en það voru þeir Orri Páll Ormarsson, blaðamaður og mikill áhugamaður um tónlist og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og áhugamaður um Eurovision og Söngvakeppnina.

Eftir umræður í hljóðveri K100 var niðurstaðan sú að Betri án þín í flutningi Töru Mobee væri líklegast áfram á morgun laugardag og svo Hvað ef ég get ekki elskað, með Friðriki Ómari eða lagið Þú bætir mig sem Ívar Daníels flytur.

Sömu álitsgjafar hittust fyrir viku og spáðu þá að Hatari og Hera Björk færu áfram, því verður spennandi að sjá hvort álitsgjafarnir reynast sannspáir á ný.

Spjallið við þá félaga má nálgast hér að neðan. 

Álitsgjafara Söngvakeppninnar þeir Orri Páll Ormarsson, blaðamaður og Jóhannes Þór ...
Álitsgjafara Söngvakeppninnar þeir Orri Páll Ormarsson, blaðamaður og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Mynd/k100
mbl.is
Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Buxurnar rifnuðu á versta stað og tíma

Einn þáttarstjórnenda Ísland vaknar lenti í vægast sagt pínlegri aðstöðu þegar flennistór rifa kom í klofbótina á buxum hans og niður í miðja vinstri buxnaskálmina. Nánar »

Nýr kafli er nú að byrja í lífi Friðriks Ómars sem tónlistarmanns þar sem orðin eru farin að flæða líkt og hann segir sjálfur.
Viðtöl

Nýr fasi að hefjast hjá Friðriki Ómari

Friðrik Ómar hefur heillað landann með söng sínum og haldið fjölda stórtónleika á vegum fyrirtækisins Rigg ehf. sem hann á og rekur sjálfur. En nú eru orðin farin að flæða og nýr kafli að hefjast. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar “Umbreytandi öndun” fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, hér fyrir miðju með þeim Wade Robson (t.v.) og James Safechuck (t.h.).
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Gömul saga og ný

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndara barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO-sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RÚV hefur hafið sýningu á. Nánar »

Hall­grím­ur Ólafs­son í hlut­verki Magnús­ar Magnús­ar Magnús­son­ar, sem var fyrirmunað að klappa í takt við víkingaklappið í ára­móta­s­kaupinu árið 2016.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Halli Melló í Súper

Hallgrím Ólafsson leikara þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Í áramótaskaupi árið 2017 sló hann í gegn í hlutverki Magnúsarar Magnúsar Magnússonar, en auk þess hefur Hallgrímur meðal annars leikið í Fangavaktinni, Heimsenda, Rétti, Bakk og Stelpunum. Hann tekur þátt í nýjustu uppfærslu Jóns Gnarr. Nánar »

Jón Axel Ólafsson
Viðtöl

Myndi vilja spjalla við Obama-hjónin

Rödd Jóns Axels Ólafssonar er flestum kunn enda hefur hún hljómað í ljósvakamiðlum landsins allt frá því að hann var barnungur. Eftir þónokkra fjarveru sneri hann þó aftur að fóninum og kann ekki síður vel við sig í dag en áður. Hann segist þó leggja meira upp úr undirbúningi og skipulagi en áður. Nánar »