menu button

Fyrstu hjálpar (s)lögin 

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í ...
Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu. Mynd: Youtube - Nick of Time Foundation

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn með tilnefningu til skyndihjálparmanns ársins  að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það  búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu var rætt við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, hamfararfræðing og leiðbeinanda í skyndihjálp, og var auglýsingaherferð bresku hjartaverndarsamtakanna rifjuð upp af því tilefni. Í þeirri auglýsingu fer Vinnie Jones með hlutverk leiðbeinanda í skyndihjálp og hljómar Bee Gees-lagið Staying Alive undir auglýsingunni og er það engin tilviljun þar sem slagarinn frá árinu 1977 er 103 slög á mínútu.

Regluleg námskeið og upprifjun best

Á síðu Rauða krossins segir frá Guðna Ásgeirssyni, skyndihjálparmanni ársins 2018, en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að manninum þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Í fyrstu hélt Guðni að maðurinn sem hafði verið að skokka væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á manninum. Maðurinn hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallaði til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í Neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita manninum hjartahnoð. Guðni hnoðaði manninn af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og bjargaði hann þannig lífi mannsins. Guðni segist hafa farið á skyndihjálparnámskeið í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum og síðar sótt stutt námskeið í vinnunni.

K100 eða lög með 100 slög á mínútu

Almennt viðmið í hnoði segir Þóra Kristín vera 100 slög á mínútu þannig að það getur verið heppilegt að rifja upp góðan lagalista sem inniheldur lög sem eru með 100 slög á mínútu, en á meðal þeirra eru lögin  What’s Going On með Marvin Gaye, Rock your Body með Justin Timberlake og Rumour Has It með bresku söngkonunni Adele. Nú er bara að leggja nokkur þeirra á minnið og ekki verra að panta sér tíma í skyndihjálp til að vera við öllu búin. Einnig mætti muna nafn útvarpsstöðvarinnar K100 til að rifja upp takt sem hentar fyrir hjartahnoð.  

Hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu:

 • "Stayin' Alive" - Bee Gees
 • "Dancing Queen" - ABBA
 • "Cecilia" - Simon & Garfunkel
 • "Hard To Handle" - The Black Crowes
 • "Sweet Home Alabama" - Lynyrd Skynyrd
 • "Rock Your Body" - Justin Timberlake
 • "I Will Survive" - Gloria Gaynor
 • "MMMBop" - Single Version. Hanson
 • "Gives You Hell" - The All-American Rejects
 • "History of Rap" - Jimmy Fallon, Justin Timberlake
 • "Girls Just Want to Have Fun" - Cyndi Lauper
 • "Crazy in Love" - Beyonce, Jay Z
 • "Just Dance" - Lady Gaga, Colby O’Donis
 • "Something Just Like This" - The Chainsmokers, Coldplay
 • "Rumour Has It" - Adele
 • "Sorry" - Justin Bieber
 • "Rock This Town" - Stray Cats
 • "Fly" - Sugar Ray
 • "Hips Don’t Lie" - Shakira
 • "Work It" - Missy Elliott
 • "What’s Going On" - Marvin Gaye
 • "Suddenly I See" - KT Tunstall
 • "Crazy" - Gnarls Barkley
 • "Spirit In the Sky" - Norman Greenbaum
 • "Man in the Mirror" - Michael Jackson
 • "One Week" - Barenaked Ladies
 • "Another Brick in the Wall" - Pink Floyd
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »