menu button

Fyrstu hjálpar (s)lögin 

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í ...
Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu. Mynd: Youtube - Nick of Time Foundation

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn með tilnefningu til skyndihjálparmanns ársins  að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það  búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu var rætt við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, hamfararfræðing og leiðbeinanda í skyndihjálp, og var auglýsingaherferð bresku hjartaverndarsamtakanna rifjuð upp af því tilefni. Í þeirri auglýsingu fer Vinnie Jones með hlutverk leiðbeinanda í skyndihjálp og hljómar Bee Gees-lagið Staying Alive undir auglýsingunni og er það engin tilviljun þar sem slagarinn frá árinu 1977 er 103 slög á mínútu.

Regluleg námskeið og upprifjun best

Á síðu Rauða krossins segir frá Guðna Ásgeirssyni, skyndihjálparmanni ársins 2018, en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að manninum þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Í fyrstu hélt Guðni að maðurinn sem hafði verið að skokka væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á manninum. Maðurinn hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallaði til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í Neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita manninum hjartahnoð. Guðni hnoðaði manninn af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og bjargaði hann þannig lífi mannsins. Guðni segist hafa farið á skyndihjálparnámskeið í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum og síðar sótt stutt námskeið í vinnunni.

K100 eða lög með 100 slög á mínútu

Almennt viðmið í hnoði segir Þóra Kristín vera 100 slög á mínútu þannig að það getur verið heppilegt að rifja upp góðan lagalista sem inniheldur lög sem eru með 100 slög á mínútu, en á meðal þeirra eru lögin  What’s Going On með Marvin Gaye, Rock your Body með Justin Timberlake og Rumour Has It með bresku söngkonunni Adele. Nú er bara að leggja nokkur þeirra á minnið og ekki verra að panta sér tíma í skyndihjálp til að vera við öllu búin. Einnig mætti muna nafn útvarpsstöðvarinnar K100 til að rifja upp takt sem hentar fyrir hjartahnoð.  

Hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu:

 • "Stayin' Alive" - Bee Gees
 • "Dancing Queen" - ABBA
 • "Cecilia" - Simon & Garfunkel
 • "Hard To Handle" - The Black Crowes
 • "Sweet Home Alabama" - Lynyrd Skynyrd
 • "Rock Your Body" - Justin Timberlake
 • "I Will Survive" - Gloria Gaynor
 • "MMMBop" - Single Version. Hanson
 • "Gives You Hell" - The All-American Rejects
 • "History of Rap" - Jimmy Fallon, Justin Timberlake
 • "Girls Just Want to Have Fun" - Cyndi Lauper
 • "Crazy in Love" - Beyonce, Jay Z
 • "Just Dance" - Lady Gaga, Colby O’Donis
 • "Something Just Like This" - The Chainsmokers, Coldplay
 • "Rumour Has It" - Adele
 • "Sorry" - Justin Bieber
 • "Rock This Town" - Stray Cats
 • "Fly" - Sugar Ray
 • "Hips Don’t Lie" - Shakira
 • "Work It" - Missy Elliott
 • "What’s Going On" - Marvin Gaye
 • "Suddenly I See" - KT Tunstall
 • "Crazy" - Gnarls Barkley
 • "Spirit In the Sky" - Norman Greenbaum
 • "Man in the Mirror" - Michael Jackson
 • "One Week" - Barenaked Ladies
 • "Another Brick in the Wall" - Pink Floyd
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist