menu button

Pylsu og þorrapartý í Westminster

Garðar hér við þorrahlaðborðið sem boðið var upp á í ...
Garðar hér við þorrahlaðborðið sem boðið var upp á í lávarðadeild breska þingsins þar sem hann starfar sem matreiðslumaður. Mynd/Sigríður Pétursson

Um 130 Íslendingar blótuðu þorrann um síðustu helgi í  lávarðadeild breska þingsins í Westminster og var uppselt inn á viðburðinn. Kvöldinu lauk svo með góðu pylsupartýi.

Þorramatur í einni virðulegustu byggingu Bretlands

Garðar Agnars Hall, sem starfar sem matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, fór yfir það í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu hvernig honum tókst að koma hákarli og illa lyktandi þorramat inn í veislusal lávarðadeildarinnar í Westminster, sem þykir ein virðulegasta bygging Bretlands. Hann segist hafa verið ákveðinn í að vilja bjóða upp á „fullvaxið þorrahlaðborð“ líkt og hann kallar það, eftir að hafa fengið tannstönglamat á síðasta þorrablóti sem var haldið í London. 

Vegleg dagskrá

Hann fékk góðan hóp með sér í skipulagið, en þær Inga Lisa Middleton, Sigríður Sigurðardóttir, Auður Össurar, Þurý Björk Björgvinsdóttir ásamt Guðrúnu Ágústu Þórarinsdóttur Jensen tóku þátt í undirbúningnum og þótti þorrablótið heppnast mjög vel.  
Ingibjörg Þórðardóttir, yfirmaður hjá CNN, stýrði dagskrá kvöldsins, Lord Craigavon var heiðursgestur kvöldsins og flutti ávarp áður en boðið var upp á söng með Íslenska kórnum í London, þjóðdansasýningu, samsöng, happdrætti og diskó.

Viðtalið við Garðar má hlusta á í spilaranum hér að neðan.  Undir lok kvölds var boðið upp á „hot dogs to ...
Undir lok kvölds var boðið upp á „hot dogs to go“ eða „eina með öllu“ sem hluta af dagskránni. Ljósmynd/Aðsend
Garðar Agnars Hall fékk sérstakt leyfi til að halda þorrablót ...
Garðar Agnars Hall fékk sérstakt leyfi til að halda þorrablót í hátíðarsal bresku lávarðadeildarinnar í Westminster, sem þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. Mynd/aðsend
Útsýnið frá Westminster þar sem hátíðarsalur lávarðadeildarinnar er til húsa ...
Útsýnið frá Westminster þar sem hátíðarsalur lávarðadeildarinnar er til húsa er ekki amalegt, en þar horfir maður yfir Thames í átt að London Eye. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »

Fréttir

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á. Hún heimsótti Ísland vaknar á K100 sl. mánudag. Laufey heldur námskeið fyrir konur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, þar sem álag er mikið og notar til þess ýmis ráð eins og t.d. forláta meðferðarhörpu sem hljómar eins og englasöngur af himnum. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Eva María var gestur Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Viltu fá kúlurass? Hér er ný aðferð

„Brazilian Butt Lift“ er ný aðferð við að byggja upp kúlurass. Aðferðin er margs konar og útheimtir fjögurra vikna meðferð á snyrtistofu. Nánar »

Fréttir

Uppáhaldslög Íslendinga á einum stað

Lagalisti Tónlistans er eini opinberi vinsældalisti landsins en hann er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn hefur verið tekinn saman í núverandi mynd í um áratug en verður sendur út í útvarpi í fyrsta skipti á morgun, sunnudag. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist