menu button

Fokk ég er með krabbamein

Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu.
Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu. Ljósmynd/Aðsend

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd, nú undir heitinu „Fokk ég er með krabbamein.“ Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Útgáfu bókarinnar var fagnað á Alþjóðadegi krabbameins, mánudaginn 4. febrúar, í Kaffi Flóru í Laugardal. 

Kraft­ur fagn­ar á þessu ári 20 ára af­mæli sínu og því var brugðið á það ráð að gefa Lífs­Kraft út í nýrri og nú­tíma­legri mynd. „Okk­ur fannst þetta bara viðeig­andi. Af því að það er svo­lítið bara „fokk“ að grein­ast og „fokk ég er með krabba­mein“ er jú oft­ast það fyrsta sem kem­ur upp í koll­inn á fólki þegar það grein­ist með krabba­mein,“ seg­ir Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krafts, um nafnið á bók­inni er hún mætti í viðtal til Loga og Huldu í síðdeg­isþætt­in­um á K100.

Tékklist­ar og hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar

Lífs­Kraft­ur, eða bók­in „Fokk ég er með krabba­mein“, inni­held­ur hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir ein­stak­linga sem greinst hafa með krabba­mein, aðstand­end­ur þeirra og vini. Til­gang­ur þess­ar­ar út­gáfu er að safna sam­an á einn stað upp­lýs­ing­um, fræðslu­efni og bjargráðum sem koma að gagni fyr­ir ungt fólk með krabba­mein og aðstand­end­ur. Því hafi verið leitað til fé­lags­manna. „Til dæm­is sett­um við inn tékklista um hverju á að spyrja lækn­inn að í fyrsta viðtal­inu. Og hvað á að taka með sér á spít­al­ann og fleira,“ út­skýr­ir Hulda. Því sé þetta góð upp­fletti­bók og þarna sé til dæm­is kafli sem er bara fyr­ir aðstand­end­ur, ann­ar kafli fjall­ar um að fara aft­ur út í lífið og svo fram­veg­is. „Þetta er því kannski ekki bók sem þú lest frá A-Ö held­ur sem þú flett­ir í eft­ir til­efni hverju sinni.“

Bók­in kom fyrst út árið 2003 og er þetta fimmta út­gáf­an af Lífs­Krafti en við tók­um mið af gömlu bók­inni en ákváðum að end­ur­skrifa hana með það í huga að hún höfðaði bet­ur til ungs fólks. Hún er eft­ir sem áður hand­bók um flest sem viðkem­ur krabba­meini og þær hug­leiðing­ar sem fólk hef­ur um krabba­mein,“ seg­ir Hulda. Hún seg­ir að bók­in hafi verið tek­in sam­an upp­haf­lega af þeim sem þótti vanta hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar á sín­um tíma og að þessu sinni vildu þau bæta fullt af nýj­um upp­lýs­ing­um inn í bók­ina.

Bók­in er skrifuð af Krafti, í sam­vinnu við fag­fólk sem kem­ur að krabba­meins­greindu ungu fólki. Vel­ferðarráðuneytið styrkti út­gáfu bók­ar­inn­ar en fjöl­marg­ir aðrir lögðu fé­lag­inu lið með skrif­um og ráðgjöf seg­ir Hulda sem vill nú koma bók­inni sem víðast og get­ur fólk haft sam­band við fé­lagið.

Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur ...
Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Mynd/K100
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís ...
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís Finnbogadóttir sem er verndari Krabbameinsfélags Íslands en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess. Ljósmynd/Aðsend
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður ...
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður Krafts, Laila Sæunn Pétursdóttir, verkefnastjóri Krafts, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, Hildur Björk Hilmarsdóttir stofnandi Krafts. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »

Garðar hér við þorrahlaðborðið sem boðið var upp á í lávarðadeild breska þingsins þar sem hann starfar sem matreiðslumaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Pylsu- og þorrapartý í Westminster

Um 130 Íslendingar blótuðu þorrann um síðustu helgi í lávarðadeild breska þingsins í Westminster. Kvöldinu lauk svo með góðu pylsupartýi. Garðar Agnars Hall matreiðslumeistari fór yfir það hvernig honum tókst að koma hákarli og illa lyktandi þorramat inn í veislusalinn í Westminster. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Eva María var gestur Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Viltu fá kúlurass? Hér er ný aðferð

„Brazilian Butt Lift“ er ný aðferð við að byggja upp kúlurass. Aðferðin er margs konar og útheimtir fjögurra vikna meðferð á snyrtistofu. Nánar »

Fréttir

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á. Hún heimsótti Ísland vaknar á K100 sl. mánudag. Laufey heldur námskeið fyrir konur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, þar sem álag er mikið og notar til þess ýmis ráð eins og t.d. forláta meðferðarhörpu sem hljómar eins og englasöngur af himnum. Nánar »