menu button

Fokk ég er með krabbamein

Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu.
Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu. Ljósmynd/Aðsend

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd, nú undir heitinu „Fokk ég er með krabbamein.“ Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Útgáfu bókarinnar var fagnað á Alþjóðadegi krabbameins, mánudaginn 4. febrúar, í Kaffi Flóru í Laugardal. 

Kraft­ur fagn­ar á þessu ári 20 ára af­mæli sínu og því var brugðið á það ráð að gefa Lífs­Kraft út í nýrri og nú­tíma­legri mynd. „Okk­ur fannst þetta bara viðeig­andi. Af því að það er svo­lítið bara „fokk“ að grein­ast og „fokk ég er með krabba­mein“ er jú oft­ast það fyrsta sem kem­ur upp í koll­inn á fólki þegar það grein­ist með krabba­mein,“ seg­ir Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krafts, um nafnið á bók­inni er hún mætti í viðtal til Loga og Huldu í síðdeg­isþætt­in­um á K100.

Tékklist­ar og hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar

Lífs­Kraft­ur, eða bók­in „Fokk ég er með krabba­mein“, inni­held­ur hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir ein­stak­linga sem greinst hafa með krabba­mein, aðstand­end­ur þeirra og vini. Til­gang­ur þess­ar­ar út­gáfu er að safna sam­an á einn stað upp­lýs­ing­um, fræðslu­efni og bjargráðum sem koma að gagni fyr­ir ungt fólk með krabba­mein og aðstand­end­ur. Því hafi verið leitað til fé­lags­manna. „Til dæm­is sett­um við inn tékklista um hverju á að spyrja lækn­inn að í fyrsta viðtal­inu. Og hvað á að taka með sér á spít­al­ann og fleira,“ út­skýr­ir Hulda. Því sé þetta góð upp­fletti­bók og þarna sé til dæm­is kafli sem er bara fyr­ir aðstand­end­ur, ann­ar kafli fjall­ar um að fara aft­ur út í lífið og svo fram­veg­is. „Þetta er því kannski ekki bók sem þú lest frá A-Ö held­ur sem þú flett­ir í eft­ir til­efni hverju sinni.“

Bók­in kom fyrst út árið 2003 og er þetta fimmta út­gáf­an af Lífs­Krafti en við tók­um mið af gömlu bók­inni en ákváðum að end­ur­skrifa hana með það í huga að hún höfðaði bet­ur til ungs fólks. Hún er eft­ir sem áður hand­bók um flest sem viðkem­ur krabba­meini og þær hug­leiðing­ar sem fólk hef­ur um krabba­mein,“ seg­ir Hulda. Hún seg­ir að bók­in hafi verið tek­in sam­an upp­haf­lega af þeim sem þótti vanta hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar á sín­um tíma og að þessu sinni vildu þau bæta fullt af nýj­um upp­lýs­ing­um inn í bók­ina.

Bók­in er skrifuð af Krafti, í sam­vinnu við fag­fólk sem kem­ur að krabba­meins­greindu ungu fólki. Vel­ferðarráðuneytið styrkti út­gáfu bók­ar­inn­ar en fjöl­marg­ir aðrir lögðu fé­lag­inu lið með skrif­um og ráðgjöf seg­ir Hulda sem vill nú koma bók­inni sem víðast og get­ur fólk haft sam­band við fé­lagið.

Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur ...
Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Mynd/K100
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís ...
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís Finnbogadóttir sem er verndari Krabbameinsfélags Íslands en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess. Ljósmynd/Aðsend
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður ...
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður Krafts, Laila Sæunn Pétursdóttir, verkefnastjóri Krafts, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, Hildur Björk Hilmarsdóttir stofnandi Krafts. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Hlynur Kristinn Rúnarsson.
Fréttir

Hlynur Kristinn: Helgar líf sitt því að hjálpa öðrum

Hlynur stofnaði facebooksíðuna Það er von. Þar leggur hann áherslu á að styðja unga fíkla. Nánar »

Leonard Cohen í París árið 2012.
Fréttir

Fæðingardagur Leonard Cohen í dag

Í dag er fæðingardagur Leonard Cohen, sem fæddist árið 1934 í Kanada. Cohen samdi m.a hið gríðarlega vinsæla lag „Hallelujah“ sem var gert ódauðlegt af Jeff Buckley. Nánar »

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Fréttir

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Nánar »

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og Kolbrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lífs ræddu um kynheilbrigði kvenna í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

„Þurrkur í leggöngum er rosalegt feimnismál“

Sveppasýkingar, leggangaþurrkur og áverkar eftir fæðingar geta skert lífsgæðin verulega. Nánar »

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni?
Fréttir

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Orkulausir sófaletingjar, sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki, geta glaðst því nú er búið að finna upp tól sem auðveldar þeim lífið. Nánar »

Fréttir

Sjálfvirkur reiðhjólahjálmur

Þetta er Hövding 3, glæný útgáfa af hjólahjálmi sem á sjálfvirkan hátt fer yfir höfuðið á broti úr sekúndu ef slys verður. Nánar »

Birkir Steinn Erlingsson.
Ísland vaknar

„Vísindin lofa vegan-mataræði“

Þekktir háskólar eru búnir að taka lamba- og nautakjöt af matseðlum skólanna. Á að bjóða upp á vegan í skólum? Nánar »

Hugleikur Dagsson segir það sjaldan koma fyrir að hann fái kvartanir þegar hann fer yfir strikið með gríni sínu.
Ísland vaknar

Hugleikur: „Draumur hvers listamanns að vera umdeildur“

Síðasta uppistand Hugleiks verður í kvöld. Boðið verður upp á dansatriði og erótískan upplestur. Nánar »

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.
Fréttir

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. Nánar »

Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ísland vaknar

„Unga kynslóðin er að kalla á þær eldri“

Boðað hefur verið til séstaklega stórs viðburðar á morgun, föstudag, í loftslagsverkfalli nemenda. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist