menu button

Fokk ég er með krabbamein

Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu.
Ylja Gígja og Bjartey komu fram í útgáfuteitinu. Ljósmynd/Aðsend

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd, nú undir heitinu „Fokk ég er með krabbamein.“ Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Útgáfu bókarinnar var fagnað á Alþjóðadegi krabbameins, mánudaginn 4. febrúar, í Kaffi Flóru í Laugardal. 

Kraft­ur fagn­ar á þessu ári 20 ára af­mæli sínu og því var brugðið á það ráð að gefa Lífs­Kraft út í nýrri og nú­tíma­legri mynd. „Okk­ur fannst þetta bara viðeig­andi. Af því að það er svo­lítið bara „fokk“ að grein­ast og „fokk ég er með krabba­mein“ er jú oft­ast það fyrsta sem kem­ur upp í koll­inn á fólki þegar það grein­ist með krabba­mein,“ seg­ir Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krafts, um nafnið á bók­inni er hún mætti í viðtal til Loga og Huldu í síðdeg­isþætt­in­um á K100.

Tékklist­ar og hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar

Lífs­Kraft­ur, eða bók­in „Fokk ég er með krabba­mein“, inni­held­ur hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir ein­stak­linga sem greinst hafa með krabba­mein, aðstand­end­ur þeirra og vini. Til­gang­ur þess­ar­ar út­gáfu er að safna sam­an á einn stað upp­lýs­ing­um, fræðslu­efni og bjargráðum sem koma að gagni fyr­ir ungt fólk með krabba­mein og aðstand­end­ur. Því hafi verið leitað til fé­lags­manna. „Til dæm­is sett­um við inn tékklista um hverju á að spyrja lækn­inn að í fyrsta viðtal­inu. Og hvað á að taka með sér á spít­al­ann og fleira,“ út­skýr­ir Hulda. Því sé þetta góð upp­fletti­bók og þarna sé til dæm­is kafli sem er bara fyr­ir aðstand­end­ur, ann­ar kafli fjall­ar um að fara aft­ur út í lífið og svo fram­veg­is. „Þetta er því kannski ekki bók sem þú lest frá A-Ö held­ur sem þú flett­ir í eft­ir til­efni hverju sinni.“

Bók­in kom fyrst út árið 2003 og er þetta fimmta út­gáf­an af Lífs­Krafti en við tók­um mið af gömlu bók­inni en ákváðum að end­ur­skrifa hana með það í huga að hún höfðaði bet­ur til ungs fólks. Hún er eft­ir sem áður hand­bók um flest sem viðkem­ur krabba­meini og þær hug­leiðing­ar sem fólk hef­ur um krabba­mein,“ seg­ir Hulda. Hún seg­ir að bók­in hafi verið tek­in sam­an upp­haf­lega af þeim sem þótti vanta hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar á sín­um tíma og að þessu sinni vildu þau bæta fullt af nýj­um upp­lýs­ing­um inn í bók­ina.

Bók­in er skrifuð af Krafti, í sam­vinnu við fag­fólk sem kem­ur að krabba­meins­greindu ungu fólki. Vel­ferðarráðuneytið styrkti út­gáfu bók­ar­inn­ar en fjöl­marg­ir aðrir lögðu fé­lag­inu lið með skrif­um og ráðgjöf seg­ir Hulda sem vill nú koma bók­inni sem víðast og get­ur fólk haft sam­band við fé­lagið.

Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur ...
Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts er hér með bókina sem inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Mynd/K100
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís ...
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís Finnbogadóttir sem er verndari Krabbameinsfélags Íslands en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess. Ljósmynd/Aðsend
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður ...
Ritstjórn LífsKrafts frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður Krafts, Laila Sæunn Pétursdóttir, verkefnastjóri Krafts, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, Hildur Björk Hilmarsdóttir stofnandi Krafts. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Kvikmyndinni Greatest Showman verða gerð góð skil á tónleikum í Lindarkirkju.
Siggi Gunnars

Stórtónleikar í september

Þann 28. september verður blásið til stórtónleika í Lindakirkju þar sem Gói, Greta Salóme, Svala Björgvins og Cesár Sampson flytja tónlistina úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Nánar »

Jóhannes Gauti, eða Skauti.
Siggi Gunnars

Tónlistin losar um tilfinningar

Jóhannes Gauti Óttarsson er 24 ára gamall læknanemi sem einnig fæst við tónlist. Hann sendi frá sér sitt fyrsta lag í fyrrasumar og nú fyrir nokkrum dögum sína fyrstu plötu. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Siggi Gunnars

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Nánar »

Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist