Síðastliðið vor hélt lagahöfundurinn Einar Bárðarson upp á 20 ára starfsafmæli en árið 1998 kom „Farinn“ út með hljómsveitinni Skítamóral og varð lagið þeirra allra vinsælasta. Einar kíkti í spjall til Huldu og Loga í síðdegisþátinn á K100 vegna útgáfu nýs lags sem hann flytur sjálfur ásamt Einari Ágústi Víðissyni, félaga sínum og liðsmanni Skítamórals.
Lagið heitir „Okkar líf“ og er það eina nýja lagið á plötunni „Myndir“ sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Lagið er falleg ástarsaga og einnig samið og tileinkað Sálinni hans Jóns míns, sem hætti störfum í haust. Hann segist þakklátur að hafa verið undir þeirra áhrifum og í raun hafi popptónlist Sálarinnar verið honum hvatning til að semja og búa til tónlist sjálfur á sínum tíma. Hann segir nýja lagið sitt litla ástarsögu úr borginni, en sú saga byrjar einmitt á tónleikum Sálarinnar hans Jóns míns í Loftkastalanum árið 1999.
Höfundurinn ætlar að fagna útgáfu plötunnar með sögustund og „singalong“ tónleikum í Hvíta húsinu á Selfossi á föstudagskvöldið og svo í Bæjarbíói í Hafnafirði á laugardag. Úrval söngvara kemur fram með Einari á tónleikunum og hljómsveitina skipa þeir Þórir Úlfarsson á píanó og hammond, Eiður Arnarsson á bassa, Hannes Friðbjarnarson á trommur og þeir Kristján Grétarsson og Pétur Valgarð Pétursson á gítara.
Hér að neðan má nálgast lagið og viðtalið úr síðdegisþættinum.
Ísland vaknar 06:00 - 09:00 (20.2.2019) — 02:58:37 | |
Lego Movie 2 og Umbrella Academy | Ragnar Eyþórsson, Bíógagnrýni (19.2.2019) — 00:08:39 | |
Nýtt Skattþrep; af blaðamannafundi | Gunnlaugur Snær Ólafsson, blaðamaður (19.2.2019) — 00:03:54 | |
Michelin á Íslandi og Norðurlöndunum | Ylfa Helgadóttir og Ólafur Örn Ólafsson (19.2.2019) — 00:14:31 |