menu button

„Manneskja sem klúðrar hlutunum alltaf“

Nýja lagið hennar Gretu heitir Mess it up.
Nýja lagið hennar Gretu heitir Mess it up.

Greta Salome var að gefa út nýtt lag í dag. Lagið var frumflutt í morgun hjá Sigga Gunnars á K100. 

„Ég var búinn að lofa því heima fyrir að ég ætlaði að vera á Íslandi allavegana fram í apríl en tókst ekki alveg að standa við það. Ég var að koma frá Mexíkó og er að fara til Marakó eftir helgi,“ sagði Greta Salóme glöð í bragði þegar Siggi Gunnars spurði hana í morgun hvað væri að frétta af henni. Hún hefur undanfarin ár verið á ferð og flugi um heiminn að spila á vegum Disney. 

Greta sendi frá sér nýtt lag í morgun sem hún tók upp í Danmörku í fyrra sumar. „Þetta lag var samið í hitabylgju í Kaupmannahöfn síðast sumar. Ég var þar í viku að vinna með danska pródúsentnum Emil Lei.“ Greta segir að lagið hafi nánast samið sig sjálft, komið alveg átakalaust og þau hafi verið mjög ánægð með útkomuna. Lagið heitir Mess it up. „Okkur fannst að þetta lag þyrfti svolítið beittan texta. Við ákváðum að skrifa texta um manneskju sem er alltaf að klúðra hlutunum, veit af því, varar við því en hefur engar áætlanir um að breytast,“ segir Greta um umfjöllunarefni lagsins. 

Greta verður gestur Sigga Gunnars á hverjum degi alla næstu viku kl 11:30 í hinum vinsæla dagskrárlið Lög lífsins þar sem hlustendur fá að kynnast henni enn betur. 

Sjáðu myndbandið við nýja lagið hér að neðan. 

Hlustaðu á viðtal Sigga Gunnars við Gretu í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Bryndís Hákonardóttir, markaðsstjóri Artasan.
Ísland vaknar

Ráð fyrir kvefpestina framundan

Þegar kólna fer á haustin, eftir heitt og gott sumar, er mikilvægt að huga vel að heilsunni og byggja upp varnir gegn kvefi og flensu. Nánar »

Gamlar plötur geta verið verðmætar. Myndin var tekin úr plötubúð Lucky Records í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Fréttir

50 verðmætustu vínilplöturnar

Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar. Nánar »

Helgi Ómarsson stofnaði Facebook hópinn „Jákvæðasta grúppan á Íslandi“ en þar er hægt að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum og hrósi fyrir það sem vel er gert.
Ísland vaknar

Fékk nóg af tuði og stofnaði jákvæðasta hópinn á Facebook

„Næs kassadama í Bónus getur breytt deginum,“ segir Helgi Ómarsson sem er kominn með nóg af tuði. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Fréttir

4 ára snáði fer holu í höggi

Hver hefur ekki lent í því að spila golf og geta ekki hitt holu í höggi? Nú er komin lausn við því. Nánar »

Hulda Dögg Proppé er búin með 73 daga af 100 daga áskorun.
Ísland vaknar

Hulda Proppé: „100 hreyfidagar bæta heilsuna“

Í sumar setti Hulda Dögg Proppé sér markmið um að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi í 100 daga. Nánar »

Lana Del Rey.
Fréttir

Lana Del Rey gerir það gott

Gagnrýnendur hafa ausið lofi á nýjustu plötu bandarísku söngkonunnar Lönu Del Rey og segja hana fulla af grípandi lagasmíðum með samfélagslegri ádeilu. Nánar »

Ísland vaknar

Jón Axel hnykktur í beinni

„Ég fæ alltaf reglulega bakverk og fór einu sinni til kírópraktors til að komast að því hvort hægt væri að hnykkja þessu í lag,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Nánar »