„Manneskja sem klúðrar hlutunum alltaf“

Nýja lagið hennar Gretu heitir Mess it up.
Nýja lagið hennar Gretu heitir Mess it up.

Greta Salome var að gefa út nýtt lag í dag. Lagið var frumflutt í morgun hjá Sigga Gunnars á K100. 

„Ég var búinn að lofa því heima fyrir að ég ætlaði að vera á Íslandi allavegana fram í apríl en tókst ekki alveg að standa við það. Ég var að koma frá Mexíkó og er að fara til Marakó eftir helgi,“ sagði Greta Salóme glöð í bragði þegar Siggi Gunnars spurði hana í morgun hvað væri að frétta af henni. Hún hefur undanfarin ár verið á ferð og flugi um heiminn að spila á vegum Disney. 

Greta sendi frá sér nýtt lag í morgun sem hún tók upp í Danmörku í fyrra sumar. „Þetta lag var samið í hitabylgju í Kaupmannahöfn síðast sumar. Ég var þar í viku að vinna með danska pródúsentnum Emil Lei.“ Greta segir að lagið hafi nánast samið sig sjálft, komið alveg átakalaust og þau hafi verið mjög ánægð með útkomuna. Lagið heitir Mess it up. „Okkur fannst að þetta lag þyrfti svolítið beittan texta. Við ákváðum að skrifa texta um manneskju sem er alltaf að klúðra hlutunum, veit af því, varar við því en hefur engar áætlanir um að breytast,“ segir Greta um umfjöllunarefni lagsins. 

Greta verður gestur Sigga Gunnars á hverjum degi alla næstu viku kl 11:30 í hinum vinsæla dagskrárlið Lög lífsins þar sem hlustendur fá að kynnast henni enn betur. 

Sjáðu myndbandið við nýja lagið hér að neðan. 

Hlustaðu á viðtal Sigga Gunnars við Gretu í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist