menu button

Formið batnar með árunum

Ragga nagli segist í miklu betra formi í dag en ...
Ragga nagli segist í miklu betra formi í dag en fyrir 10 árum þegar hún tókst á við síþreytu og erfitt tímabil eftir vaxtarræktarkeppni. Mynd/k100

„Ég er í miklu betra formi sko núna, kortéri í fertugt, heldur en ég var þegar ég var þrítug,“ segir Ragga nagli í síðdegisþættinum á K100 þegar hún lýsir 10 ára samanburðarmynd sem hún setti á samfélagsmiðla undir myllumerkinu „10yearchallenge“. Ragga, eða Ragnhildur Þórðardóttir, starfar sem sálfræðingur og heilsuráðgjafi í Danmörku og á Íslandi. Hún segist  í miklu betra formi í dag en fyrir 10 árum þegar hún tókst á við síþreytu og erfitt tímabil eftir vaxtarræktarkeppni. Hún segir muninn liggja í æfingunum og ákefðinni, eða „meira crossfit og ég get hoppað hærra, lyft þyngra og hlaupið hraðar,“ segir hún. Auk þess borði hún meira og þá um leið fjölbreyttari fæðu. Sjálf segist hún ætla að vera í betra formi um fimmtugt en fertugt.

Vinnur með hugrænar strategíur
Ragga hefur vakið athygli fyrir vasklega og hreinskipta nálgun á hlutina og hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Hún hefur boðið upp á hefðbundna fjarþjálfun frá árinu 2007 og hjálpað þúsundum að gera heilsuna að lífsstíl, efla sjálfstraustið og komast í betra líkamlegt form, en nú leggur hún áherslu á sálfræðimeðferð og ráðgjöf þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Á heimasíðu hennar segir að flestir kúrar, mataræðisstefnur og lífsstílsbækur gangi út frá að fólk búi yfir hugrænum verkfærum til að stoppa sig af í freistandi aðstæðum og yfirstíga hindranir. En fæstir kunna slíkar hugrænar strategíur.

Herða eftirlit með starfsmönnum í kulnun
Og talandi um að hvíla hugann og ná ró inn á milli í ati hversdagsins. Hún segir streitu og kulnunarumræðuna mikla í Danmörku og þar sé orðið mjög algengt að fólk brenni út, eða „gå ned med stress,“ líkt og hún kallar það. Ragga segist aldrei hafa heyrt minnst á þetta hugtak fyrir 10 árum og í fyrstu setti hún samasem merki á milli þess að þurfa að fara í tímabundið leyfi vegna streitu og að vera með aumingjaskap. Hér heima girðir maður sig bara í brók og heldur áfram að vinna. En svo fór hún að átta sig á að þetta er raunverulegt vandamál.
Hún segir eftirlitið með leyfi vegna streitu á vinnumarkaði vera að aukast þar sem starfsmenn voru farnir að misnota leyfin. Ragga segir Dani farna að herða tökin og takmarka það hvað starfsmaður getur verið lengi frá vinnu vegna kulnunar eða streitu. Sálfræðingur þarf að fylgjast með þér og eftirlitið er hert og upplýsingaskyldan aukin. Hún segir mikilvægt að skoða streituvaldana utan vinnunnar einnig og að hver og einn þurfi að huga að því hversu oft við kúplum okkur frá öllu. Viðtalið við Röggu nagla má nálgast í heild á K100-heimasíðunni.

Ragga nagli situr ekki auðum höndum og nýlega hóf hún ...
Ragga nagli situr ekki auðum höndum og nýlega hóf hún að taka upp hlaðvarp með sérfræðingum þar sem hún fer yfir fimm máttarstólpa góðrar heilsu. Mynd/aðsend úr einkasafni
Ragga hér með tvær samanburðarmyndir í #10yearchallenge.
Ragga hér með tvær samanburðarmyndir í #10yearchallenge. Mynd/aðsend úr einkasafni
mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Ásgeir kom með einn góðan í morgunsárið (15.7.2019) — 00:00:59
1507 Klæddi sig í múffu (15.7.2019) — 00:01:22
Hver er kynþollafyllsti aldurinn (15.7.2019) — 00:02:42
Landnámshænur til leigu (15.7.2019) — 00:08:06